Hej Danmark 2016

HillerödFerð á e-Twinningsnámskeið í Hilleröd í Danmörku  með kennurum sem kenna hælisleitendum og flóttamönnum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og Bretlandi.

19. maí

Hittumst í fyrsta sinn í og við flugrútuna og þekktum hvor aðra strax af þreytta kennarasvipnum sem einkennir stéttina á vorin. Klukkan ekki nema fjögur en fuglarnir byrjaðir að syngja. Sólveig Sigurðardóttir, tengiliður landsskrifstofu við e-Twinning verkefnið fylgdi okkur fjórum, Margréti Helgadóttir, Rósu B. Þorsteinsdóttir, Þórdísi Helgu Sveinsdóttir og Snæfríði Þorvaldsdóttir í gegnum ferðina.

Þegar út var komið var drifið í því að skella sér í mollið og finna út hvar HM væri staðsett. Sem betur fer var þetta lítill bær, Hilleröd, og því auvelt að fylla körfur og klára þann mikilvæga þátt sem Íslendingar þurfa að gera á erlendri grund. Klukkan fimm byrjaði svo dagskráin með kynningum, fyrirlestrum  og sameiginlegum kvöldverði  þar sem reynt var að skipta okkur sem mest upp og reynt að fá hópinn til að blandast.  Eftir matinn var svo farið í leiki saman stuðst var við það sem þeir kölluðu Joyful play í leiknum,  síðan fór meginþorrinn að sofa enda langur ferðadagur að baki.

20. maí

Dagskráin byrjaði svo aftur um morguninn klukkan 9 eftir að flestir höfðu gætt sér á ljúfengum morgunmat. Við fengum kynningu á sálfræðilegri hjálp Dana fyrir innflytjendur og þótti okkur vel að verki staðið. Síðan var okkur smalað upp í rútur og farið með okkur að skoða Rauða kross skóla þar sem hælisleitiendur eru í. Þetta var mjög fróðlegt að sjá en misjafnt hvað við fengum að sjá og helst hefðum við viljað sjá allt. Hádegismatur var borðaður inn á milli skoðunarferða og þegar við vorum búin að kynna okkur aðferðir hinna Norðurlandanna og auðvitað Bretlands þá var aftur haldið af stað í rútunni að skoða Krónborgar kastala og borða í klaustri þar rétt hjá. Maturinn var í anda klaustursins, frekar fábrotinn og einfaldur og auðvitað rabbarbaraeftirréttur. Þegar heim var komið fóru einhverjir beint í rúmið en sumir settust niður og spjölluð saman .

21. maí

Þá var komið að alvörunni. Við áttum að koma okkur í e-Twinninghópa. Það var búið að ýta því að okkur að mynda hópa í gegnum ferðirnar daginn áður en núna skyldum við skella okkur í djúpu laugina og stofna einn hóp eða svo. Við vorum ekki lengi að því, fórum í misstór verkefni, sum þeirra byrjuðu strax á meðan önnur hefjast næsta haust. Verkefnin voru misjöfn í útfærslu og fjölda meðlima en öll áttu þau það sameiginlegt að sameina kennara í að vinna saman að því að þjónusta hælisleitendur og flóttamenn. Þegar í hópinn var komið þá gátu allir farið að anda léttara og unnið frekar að verkefninu sem framundan var.

Starfsmenn landsskrifstofanna  sem voru á staðnum kynntu svo verkefni sem unnin hafa verið og sýndu okkur hvernig hægt væri að vinna með e-Twinning og twinspace svæðið.

Um kvöldið var svo sameiginlegur kvöldmatur á hótelinu sem nota bene var frábært í alla staði. Boðið var upp á smá hressingu eftir matinn sem fólk þáði yfirleitt og glatt var á hjalla fram eftir kvöldi.

22. maí

Síðasti dagurinn. Við unnum fram yfir hádegi að því að fínpússa hópa og verkefni ásamt því að fara betur yfir hvers væri krafist af okkur og svo auðvitað að meta þetta allt saman með Kahoot. Þegar búið var að snæða dásemdar hádegismat þá tókum við lestina til höfuðstaðarins til að kíkja á menningarlega staði eins og Strikið. Um kvöldið var svo haldið heim á leið og komum að nóttu til samkvæmt dönskum tíma – allar endurnærðar og tilbúnar í slaginn fyrir síðustu vikur skólaársins. Þetta var mjög dýrmæt reynsla og alveg frábært námskeið. Það var athyglisvert  að sjá að aðrir eru að glíma við sömu eða svipaða hluti og við og virðumst við vera í svipaðri stöðu og mörg þessara landa sem þarna voru.

Við þökkum fyrir okkur og hvetjum kennara til að fara á slíkt námskeið og taka þátt í samstarfsverkefni í gegnum e-Twinning prógrammið.

Kveðja,

Margrét, Rósa, Snæfríður og Þórdís.

 

 


eTwinning starfsþróunarvinnustofa í Poitiers Frakklandi 1.-3. apríl 2016

 

 

Við erum tvær sem fengum styrk til að fara á eTwinning vinnustofuna í Poitiers Frakklandi. Báðar erum við grunnskólakennarar þó í sitthvorum skólanum og sitthvoru bæjarfélaginu og þekktumst ekkert fyrir ferðina. Við byrjuðum á að spjalla á facebook og síðan ákváðum við að hittast til að panta okkur lestarferðir og hótel í París. Frá fyrstu kynnum náðum við vel saman og má með sanni segja að það sé eins og við höfum þekkst í einhver ár smile

Þá er það ferðin sjálf:

Þann 31. mars fórum við með flugrútunni til Keflavíkur þar sem við áttum flug kl. 7:45 um morguninn. Ferðin gekk mjög vel og lentum við um hálftvö á Orly flugvelli í París. Þar fundum við flugrútu sem við tókum á Montparnasse lestarstöðina í París og gekk allt mjög vel. Því miður vorum við svo óheppnar að einmitt þennan dag var verkfall í lestarkerfinu í Frakklandi og því féll niður lestarferðin okkar, sem átti að vera kl. 18:00. En gátum við tekið fyrri lestina til Poitiers en hún fór kl. 17:46 og er óhætt að segja að það hafi verið vel stappað í hana. Neyddumst við að standa í 2 klst þar sem engin sæti voru laus og vorum því fegnar þegar við settumst inn í leigubílinn í Poitiers sem keyrði okkur á hótelið í Futuroscope þar sem allir þátttakendur gistu á. Sofnuðum við því vært eftir langan og erfiðan dag.

20160402_105457Föstudaginn 1. apríl hófst dagskráin en hún hófst kl. 15:00 með innritun og kaffihlaðborði. Kl. 16:00 var kynning og upplýst um að þátttakendur kæmu frá 23 löndum. Fyrsti fyrirlesturinn hófst kl. 16:30 en hann bar nafnið: „Digital Citizenship and Media Literacy Education – Two of a kind?“ Eftir hann var komið að hópefli og var farið í þrjá mismunandi leiki sem allir lifðu sig vel inn í. Að lokum var haldið í kvöldverð og var mikið spjallað og hlegið.

20160402_093721Laugardagurinn 2. apríl rann upp og var mikil dagskrá framundan. Ásamt fyrirlestrum var boðið upp á vinnustofur og skráðum við okkur á þær sem vöktu mestan áhuga hjá okkur. Ein vinnustofa var fyrir hádegi og önnur eftir hádegið.

Við skráðum okkur á vinnustofuna „How to create and safely share online videos in the twinspace". Þar notuðum við forritið Moovly til að búa til stutt myndband og settum það síðan á twinspace og skráðum það þar sem unlisted.

Eftir hádegi fórum við síðan á vinnustofuna „Web-documentary: an original way of presenting your town". Þar lærðum við að gera web-documentary og allt um hvað það er.

20160402_172954Við enduðum daginn á því að skoða okkur um í Futuroscope garðinum þar sem boðið var upp á alls konar vísindasýningar eins og 3víddar bíósýningar, himintunglasýningu og fleira. Mikil röð var á alla atburði og við höfðum lítinn tíma svo að við komumst nú ekki á margar. Rútan beið og við fórum út að borða á mjög 20160402_194629glæsilegt veitingahús sem hefði hæft kóngafólki. smile 

Sunnudaginn 3. apríl fórum við síðan á síðustu málstofuna sem bar yfirskriftina „eSafety for eTwinners". Þetta var mjög gagnlegt og vakti mann til umhugsunar um netið almennt og notkun þess.

Að lokum var stutt umfjöllun um „New tools for eTwinners“ og var talað um eTwinning Live –Twinspace og hvernig það getur nýst okkur í verkefnum okkar.

Að því loknu tókum við lestina til Parísar og áttum frábæran seinnipart í þessari hámenningarborg þar sem meðal annars Eiffelturninn og Sigurboginn voru bornir augum. Heimflugið gekk að mestu vel daginn eftir.

Við þökkum kærlega fyrir að hafa fengið að fara á þessa ráðstefnu og erum við báðar komnar með nýja vini og tengiliði. Önnur okkar ætlar að stofna Erasmus verkefni með nokkrum löndum næsta ár, en þar sem við erum báðar í eTwinning verkefnum eins og stendur vildum við ekki stofna nýtt að svo stöddu (gerist 20160401_194806örugglega á næsta skólaári).

 

Kærar þakkir

Hlíf og Anna

 

 

 

 

 


eTwinning ráðstefna í Brussel - október 2015

Frásögn Ingva Hrannars Ómarssonar, eTwinning sendiherra á Norðurlandi vestra, af eTwinning ráðstefnunni í Brussel, 22-24. október 2015.

"Ég kom til baka með nokkrar gagnlegar hugmyndir sem við ætlum okkur strax að nota, t.d. forritun án tölvu (sem grunnverkefni), erum að vinna í Erasmus+ umsókn um frumkvöðlakennslu og svo erum við að ræða heilmikið um markmið tækni og skólastarfs útfrá síðustu vinnustofunni. Í heildina var þetta mjög góð ferð sem ég myndi ekki hika við að endurtaka ef færi gæfist á."

Sjá bloggfærsluna í heild sinni hér.


Nýsköpun í Madríd

Blogg_myndÞað voru tveir íslenskir kennarar sem sóttu  Madrid heim dagana 12.-14. nóvember s.l. þegar haldin var í fimmta skipti eTwinning starfsþróunarvinnustofa fyrir spænskumælandi kennara þar í borg. Alls voru 120 þátttakendur frá 12 þjóðlöndum mættir á vinnustofuna sem að þessu sinni fjallaði um hvernig rækta má nýsköpunarverkefni með eTwinning.

Fyrirkomulag vinnustofunnar var á þann veg að eftir formlega skráningu fyrsta daginn þá var haldin kynning  á eTwinning verkefnum auk þess sem skemmtilegur fyrirlesari fjallaði um möguleika eTwinning í skólastarfi. Annar dagurinn hófst með  mjög áhugaverðum fyrirlestri um getu nemenda til náms útfrá sjónamiðum taugafræðinnar en fyrirlesturinn byggðist á rannsókn taugasérfræðinga. Eftir það tók við vinna í smiðjum  sem voru fimm tallsins (farnám, spegluð kennsla, gerð verkefna og þróun í tengslum við eTwinning, leikjavædd kennsla og skynjun) en hver þátttakandi gat valið að skrá sig í þrjár smiðjur. Þriðja og seinasta daginn unnum við í hópum eftir kennslu- og áhugasviðum þar sem markmiðið var að setja upp verkefni.  Hver hópur hélt síðan stutta kynningu á verkefninu sínu undir lok vinnustofunnar.

Allt skipulag og uppbygging vinnustofunnar var til fyrirmyndar og erum við þakklátar fyrir að fá tækifæri til að kynnast nýjum aðferðum í kennslu sem mætir þörfum nýrra tíma.  Með tækninni hafa opnast möguleikar til náms þvert á aðstæður sem m.a. birtist í auðveldu aðgengi að upplýsingum, nýjum leiðum til samskipta, samvinnu og fl. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að vera með puttann á púlsinum svo við getum þróað kennslu í takt við þessar breytingar. Með þátttöku á vinnustofunni fengum við að auki tækifæri til að hitta fólk og mynda tengsl sem er að okkar mati ekki síður mikilvægt og hlökkum við til að takast á við ný og spennandi verkefni í framtíðinni. 

Takk fyrir okkur.

Harpa og Hilda


Fjórir flugvellir, þrjár flugvélar, tvö hótel, ein rúta og e twinning - Ferð á vinnustofu í Ohrid, Makedóníu

logo GS

 

logo ET

                                                          

 

 

Tilgangur ferðarinnar

Dagana 20. – 23. nóvember var haldin vinnustofa við Ohrid vatn í Makedóníu. Undirritaðar tvær kennslukonur frá Garðaskóla í Garðabæ lögðu því land undir fót í von um að kynnast nýjum kennsluaðferðum og kennurum frá hinum ýmsu Evrópulöndum með sameiginleg markmið um starfsþróun og samvinnu í sífellt minnkandi rafrænum heimi.

 

Ferðalagið

Ferðalagið til Ohrid (borið fram Okrid) í Makedóníu frá Íslandi er, eins og titill þessarar færslu gefur til kynna, í flóknara og lengra lagi en oft má mikið á sig leggja ef tilgangurinn er góður eins og í þessu tilviki. Við afrekuðum til dæmis að vera í fjórum löndum á einum degi, á leiðinni út og heim með því að hefja flugið frá Keflavíkurflugvelli, millilenda í London og Róm og lenda að lokum í Skopje, höfuðborg Makedóníu. Þaðan er svo þriggja tíma ferðalag í bíl um fallegt landslag að Ohrid vatni.

 Staðsetning OhridOhrid myndkort

 

 

 

 

 

 

 

 

                

 

Skipulag og þátttaka

Skipulagning vinnustofunnar, sem haldin var á 10 ára afmæli e twinning, var í höndum menntamálayfirvalda í Makedóníu og Tyrklandi og komu þátttakendur frá 19 löndum. Áhersla var lögð á að þarna væri samvinnuvettvangur fyrir kennara frá Evrópu til þess að ræða það sem þeir hafa verið að gera, fá nýjar hugmyndir að verkefnum, öðlast aukna færni í að nýta tækni í kennslu og síðast en ekki að mynda tengsl og að leggja grunn að nýjum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum kennara.

 

Vinnustofunni var skipt í fernt þar sem lagt áhersla var lögð á mismunandi þætti:

  • Notkun tækni í kennslustofunni.
  • Samvinnuverkefni þvert á landamæri með því að nota tækni og frjótt ímyndunarafl
  • Notkun tölvuleikja í kennslu
  • Tæknimöguleikar og færni í notkun tækni í skólastarfi á 21. öld

Eins og gefur að kynna voru kynnt helstu verkfæri, tæki og forrit, sem gagnast í kennslu.

 

Aukin fjölþjóðleg samvinna með e twinning

Fram kom að núna vinna um 330.000 kennarar að verkefnum í Evrópu og eru um 45.000 verkefni í gangi. Hér er því um að ræða stærsta samfélag kennara í Evrópu og er einn megin ávinningurinn sá að kennarar sem skrá sig í e twinning eru ekki lengur einir í sinni kennslustofu. Með því að nýta þá tækni sem í boði er í nútíma samfélagi, býðst okkur að vinna saman ekki bara þvert á námsgreinar innan sama skóla, heldur þvert á þjóðfélög, menningarheima og trúarbrögð svo eitthvað sé nefnt.

Sigga og Halla í Ohrid

 

 

 

 

 

Undirritaðar ásamt dönskum samkennara

 

E twinning og nemendur

Ekki má gleyma nemendunum sem notið hafa góðs af e twinning verkefnum, en talið er að þeir séu um tvær milljónir. Í sumum tilvikum eru þetta börn og ungmenni sem aldrei hafa fengið tækifæri til þess að fara út fyrir sitt heimahérað og fá með aðstoð tækninnar tækifæri til þess að „ferðast“ inn í kennslustofur í öðrum löndum og kynnast fjölþjóðlegum nemendahópi.

 

Hlutverk kennara og nemenda í e twinning verkefnum

E twinning gefur nemendum tækifæri á að vinna að áþreifanlegum verkefnum, þ.e. gera eitthvað við það sem þeir hafa lært. Nemendur geta líka, með aðstoð tækninnar, rannsakað ýmislegt á raunsæan hátt sem ekki er svo auðvelt að skoða í raunheimi kennslustofunnar, t.d. skoðað inn í mannslíkamann.

 

Mikilvægt er að kennarar noti þó ekki tækni tækninnar vegna, heldur verður tæknin að þjóna aðal tilganginum, þ.e. að fræða nemendur og gera þá að virkum þátttakendum í sínu námi. Verkefnin þurfa að hafa tilgang og skýr markmið svo að nemendur upplifi innri hvata. Nemendur verða að vita frá upphafi til hvers þeir eru að vinna verkefnið. Kennarar eiga ekki að hafa svar við öllum spurningum eða hafa óþrjótandi þekkingu, heldur hjálpa nemendum að spyrja spurninga sem þeir svo sjálfir leita svara við. Með því þjálfa nemendur gagnrýna hugsun og upplifa aukinn tilgang sem svo aftur ýtir undir innri hvata þeirra til þess að læra meira. Með aukinni samvinnu á milli kennara og nemenda í mismunandi löndum, sameinast líka þekking margra og mun fleiri spurningum er svarað. Það má því segja að allir græði á fjölþjóðlegri samvinnu kennara og nemenda.

 

Ferðalok og næstu skref

Við teljum okkur vera margs vísari eftir þessa stuttu heimsókn til Makedóníu. Við komum til baka með mun fleiri verkfæri í verkfærakistunni en við lögðum af stað með. Það hefur líka fjölgað í samstarfsfélagahópinum. Við mynduðum tengsl sem gáfu okkur hugmyndir að mögulegum samstarfsverkefnum og lögðum grunn að samstarfsverkefni á milli okkar skóla og skóla í Hillerød í Danmörku. Markmiðið er að koma á tengingu á milli nemenda skólanna í þeim tilgangi að íslensku og dönsku nemendurnir geti með aðstoð tækninnar miðlað þekkingu sín á milli:

  • Íslenskir nemendur fá tækifæri til þess að æfa sig að tala dönsku við danska nemendur sem gerir það vonandi að verkum að nemendur upplifa dönskunámið á áþreifanlegan hátt og sem hagnýtt.
  • Danskir nemendur fá tækifæri til þess að ígrunda sitt móðurmál í þeim tilgangi að undirbúa dönskukennslu fyrir íslenska nemendur.
  • Íslenskir nemendur fá tækifæri á að undirbúa fræðslu fyrir danska nemendur um sögu Íslands og bókmenntir sem byggir á þeirra námi í samfélagsfræði og íslensku. Þeir verða þannig að ígrunda sitt nám í þessum greinum vel svo að fræðslan verði markviss. Í þeim tilvikum sem fræðslan fer fram á ensku, fá bæði íslensku og dönsku nemendurnir tækifæri á að spreyta sig i samræðum á ensku.

Allt hangir þetta náttúrulega á því að kennarar í þeim fögum sem að þessu myndu koma (dönsku, ensku, íslensku og samfélagsfræði) séu tilbúnir að leggja verkefninu lið, en að okkar mati hljóta allir að græða á slíkri samvinnu.

 

Við hlökkum til að taka næstu skref!

 

Halla Hrafnkelsdóttir Thorlacius, deildarstjóri ensku í Garðaskóla

Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, ensku- og þýskukennari í Garðaskóla


Áhugaverð heimsókn í eTwinning móðurskip

Frásögn Tryggva Thayer, verkefnisstjóra Menntamiðju, af eTwinning ráðstefnunni í Brussel, 22-24. október 2015.

"Á heildina litið var ég mjög heillaður af því hvað kennarar sem ég hitti á ráðstefnunni eru skapandi og áhugasamir um notkun tækni í námi og kennslu. Einnig sýna viðburðir eins og þessi hvers virði Evrópusamstarfið í skólamálum, eins og öðrum, er mikilvægt fyrir okkur. Viljinn til að vinna saman og leita nýrra leiða til að gera nám gagnlegra og áhugaverðara fyrir nemendur á öllum aldri sem ég varð var við er einstaklega aðdáunarverður. Kostir áætlunar eins og eTwinning eru greinilega miklir og margþættir. Ég vona að íslenskir kennarar verði áfram duglegir að nýta sér þau tækifæri sem þær veita til samstarfs um nýja landvinninga í ört breytileikum heimi."

Sjá bloggfærsluna í heild sinni hér.


eTwinning ráðstefna í Brussel 22. - 24. október 2015

Það voru glaðværir ferðalangar sem hittust á Keflavíkurflugvelli snemma morguns fimmtudagsins 22. október. Þarna voru á ferðinni 5 kennarar frá Hafnafirði-Vík-Grindavík-Bolungarvík- Sauðakróki og 2 verkefnisstjórar eTwinning á Íslandi og voru flestir að hittast í fyrsta sinn. Ferðinni var heitið til Brussel á ráðstefnu í tilfetni 10 ára afmælis E-twinning og heitir það „eTwinning 2015 annual conference: focus on active citizenship!“.

Meira en 500 kennarar frá Evrópu hittust á Hotel Crowne Plaza Brussels - Le Palace. Margar málstofur og vinnustofur voru í boði, nýjar og breytilegar leiðir kynntar, ný tengsl mynduðust og gömul kynni endurnýjuðust.

 Viz data

Eftir setningu ráðstefnunnar var farið í ratleik um miðbæ Brussel þar sem ráðstefnugestum var skipt niður handahófskennt. Þetta var skemmtileg leið til þess að hrista saman fólk frá ólíkum löndum og auka tengslanet.

Það voru áhugaverðar vinnu- og málstofur í boði á ráðstefnunni sem við nýttum okkur vel. Skráning á þessar málstofur fóru stundum ofan garðs og neðan, þar sem ekki var hægt að fá sæti og því þurfti að leita annað. Ef eitthvað þá víkkaði þetta sjóndeildarhringinn og farið var út fyrir þægindarammann og á vinnustofu sem hefði ekki verið fyrsta val. Fram fóru frásögur af verkefnum sem hafa verið unnin og leituðu óreyndir kennarar í þær vinnustofur.

Þetta var skemmtileg upplifun, mikil vinna og góð tengslamyndun. Kennarar Evrópu eru með endalausar hugmyndir að verkefnum sem margir eru reiðubúnir að taka þátt í. Fyrir kennara á Íslandi er þetta ómetanlegt því þetta víkkar út sjóndeildarhring nemenda svo um munar. Við höfum ekki jafn góðan aðgang að söfnum og menningarstofnunum hér á landi og víða á meginlandi Evrópu og því er oft um mikla upplifun að ræða í gegnum verkefnin.

Frábær ferð og frábær hópur sem tók þátt - án efa nokkuð sem hægt er að mæla með.


eTwinning kynning á Vestfjörðum

Á haustfundi kennara á Vestfjörðum var Elín Þóra Stefánsdóttir eTwinning fulltrúi með kynningu fyrir 40 kennara.  Kynnt voru eTwinning verkefni sem hún hefur tekið þátt í og farið í gegn um hvernig á að skrá sig inn. Stuðst var við frábæru myndböndin sem eru inni á etwinning.is Vonandi skilar þetta fleirum í okkar hóp. Kveðja að vestan.


Norrænt eTwinning námskeið fyrir leikskólakennara í Tromso Noregi.

Við héldum til Osló og þaðan til Tromso 26 ágúst. Þar gistu við eina nótt og daginn eftir hittust allir sem komir voru á námskeiðið á skrifstofu eTwinning í Tromso.

Þar var létt kynning á því sem framundan var, við unnum nokkur iPad verkefni og allir þátttakendur kynntu sig. 

sommeroy

Seinnipartinn var lagt af stað til Sommaroy þar sem námskeiðið var  haldið föstudag til sunnudags. Þar voru fleiri kynningar á iPad verkefnum, kennarar frá hverju landi kynntu hvað er að gerast ísínum skólum og þátttakendur fengu að kynnast og mynda samstarfsteymi. 

Tveir kennarar frá sitthvoru landinu hófu eTwinning samstarfsverkefni og kynntu það fyrir öðrum þátttakendum. Einnig  fengum við að prófa og sjá ýmis hjálpartæki og öpp í tengslum við  iPad.

  

    

20150828_074633  20150828_081318

Þessi ferð var mjög vel heppnuð, hópurinn einstaklega samrýmdur og allt umhverfi og skipulag til fyrirmyndar.

11949558_10152974309561879_3146580874786102692_n

  Sólveig Þórarinsdóttir

  Sigurbjört Kristjánsdóttir

  Gerður Magnúsdóttir

 


Frá ferð okkar til Hasselt í Belgíu - eTwinning vinnustofa - Talent based learning 5. - 8. júní 2015

 

 

Við komum til Hasselt um kvöldmatarleytið þann 4. júní eftir langt ferðalag frá Íslandi með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hasselt er fögur borg með fallegum húsum og einstaklega vinalegu fólki.

Um hádegi þann 5. júní hófst setning á vinnustofunum. Þar voru skemmtilegir fyrirlestrar um mikilvægi þess að skapa fjölbreytileika í kennsluháttum – passa að láta nemendum ekki leiðast. Fyrsta daginn vorum við látin vinna verkefni sem reyndu öll á samvinnu.  Um kvöldið var okkur skipað til borðs  með fólki frá öðrum löndum. Samvinnuverkefnin og kvöldmaturinn gerðu það að verkum að við vorum flljót að kynnast fólki og mynda góð tengsl.

Skráning

Sjálfar vinnustofurnar hófust á laugardeginum og voru þær allar mjög áhugaverðar. Við völdum okkur mismunandi vinnustofur   en allar vinnustofurnar tengdust fjölbreyttum kennsluaðferðum á einn eða annan hátt. Einnig voru hæfileikar nemenda okkar í brennidepli.

 

 Boðið var upp á skemmtilega göngu um borgina og kvöldið endaði með hátíðarkvöldverði á 18. hæð hótelsins sem allir þátttakendur gistu á. Síðasti dagur ráðstefnunnar var svo á sunnudeginum.

Þess má geta að vinnustofurnar voru haldnar í háskólanum í Hasselt PTO en allir þátttakendur gengu saman þangað frá hótelinu.

Öll umgjörð, utanumhald og skipulag á ráðstefnunni var algjörlega til fyrirmyndar og ber að þakka NSS í Belgíu fyrir góðar stundir. Eftir ferðina komum við heim með betri tölvukunnáttu og höfum fengið tækifæri til að þjálfa okkur í hinum ýmsu stafrænu forritum sem tengjast öll kennslu á einn eða annan hátt.

Duckface

Lego

Lego - city - present time - love story

Fyrirlestur

Meðfylgjandi eru viðtöl við þátttakendur á vinnustofunni þar með talið Hjördísi Ýrr og Úlfhildi 

Hópmyndataka

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband