eTwinning vinnustofa PDW og Denmark lærning festival Kaupmannahöfn 6.-8. mars 2018

Ferðasagan okkar

Hjördís Ýrr Skúladóttir og Sædís Ósk Harðardóttir

6.mars

bbedb08b_optVið lögðum af stað frá Keflavík snemma að morgni þriðjudagsins 6.mars. Við vorum þrjár sem vorum þátttakendur frá Íslandi, Álfhildur Leifsdóttir, Hjördis Ýrr Skúladóttir og Sædís Ósk Harðardóttir. Við hittumst á flugstöðinni, Hjördís og Álfhildur þekktust fyrir en Sædís hitti þær þar í fyrsta sinn. Leiðin lá til Kaupmannahafnar á vegum eTwinning á vinnustofu og ráðstefnu. Við þrjár höfðum verið valdar úr hópi umsækenda til að fara þessa ferð og erum við afar þakklátar fyrir það.

 

Við lentum í Danmörku um hádegi og fórum beint á hótel Cabin Metro og þaðan á Bella Center sem er ráðstefnumiðstöð. Framundan var bæði áhugaverð og stíf dagskrá. Við vorum komnar það snemma á ráðstefnuna að við náðum að ganga um svæðið og skoða kynningarbása áður en fyrsti fyrirlesturinn hófst.

 

Fyrsti fyrirlesturinn var í höndum Mitchel Resnick sem er prófessor of Learning Research í MIT Media Lap.  Fyrirlesturinn hans hét Sowing the seeds for More Creative Society. Hann fór yfir mikilvægi sköpunar og gleði í námi og hélt því fram að leikskólinn væri það skólastig sem hvað við mest sinnti sköpun í sínu starfi og að önnur skólastig mættu líta til leikskólans hvað það varðar. Við værum of fljót að hverfa frá skapandi hugsun þegar kæmi á grunnskólastigið.

 

Næst á dagskrá var formleg opnun á PDW, farið yfir dagskrána og markmið. Það var Alan November, kenndur við November learning frá USA. Þetta erindi var eingöngu fyrir þátttakendur á PDW. Hann fór yfir það hvernig við kennum börnum að vera gagnrýnin í efnisleit á netinu og sýndi hann okkur nokkur trix hvernig við notum google leitarvélina.

 

Um kvöldið var kvöldverður þar sem þátttakendum var blandað saman við aðrar þjóðir, búið var að leggja á borð og þurftum við að finna okkar þjóðfána til að finna okkar sæti. Þarna gafst möguleiki á að kynnast fólki frá öðrum löndum og byrja að mynda tengsl og eiga samræður.

 

7.mars

Dagurinn var tekinn snemma, morgunmatur og svo ganga á ráðstefnusvæðið. Fyrst á dagskrá var fyrirlestur sem var einnig á höndum Alan November sem bar heitið “Who Owns the Learning?” Að hluta til fjallaði hann um það sama og í fyrirlestri sínum deginum áður sem er gagnrýnin hugsun nemenda þegar þeir leita að upplýsingum á netinu. Hins vegar sýndi hann okkur áhugaverðar leitarvélar sem https://www.wolframalpha.com/ sem er mjög sniðug leitarvél. Til að mynda er hægt að setja inn stærðfræðidæmi og sjá hvernig þau eruð reiknuð út. Finna ýmis smáatriði í bókmenntum svo dæmi sé tekið. Hann fór einnig yfir það hversu mikilvægt það er fyrir nemendur að þeir átti sig á að það má gera mistök og að maður læri af mistökum.

Eftir þetta erindi var kaffipása og því næst var PDW hópnum skipt í nokkra litla hópa og áttum við að fara um sýningarsvæðið og skoða CRAFT (creating really advanced future thinkers) verkefni hjá nemendum og meta þau skv. fyrirframgefnum matskvörðum. Afar áhugavert og frábær verkefni sem við skoðuðum. Eftir hádegismat voru vinnustofur og áttum við að velja okkur fjórar stöðvar. Þetta var mjög áhugavert og gagnlegt. Í lok dags var spjall og léttar veitingar og Þar sem við höfðum tækifæri á að ræða  hugmyndir að verkefnum og hvernig okkur líkaði. Um kvöldið var rútuferð með leiðsögn um borgina, síðan var borðað á skemmtilegum veitingastað við höfnina. Góður endir á frábærum degi.

 

bf11de2e7_opt

Dagurinn var að venju tekinn snemma, nú var dagskráin haldin á hótelinu. Vinnustofur þar sem hópurinn átti að skipta sér upp og hefja vinnu við að skipuleggja eTwinning verkefni. Sædís lenti í hóp með ítölskum skólastjórnendum og settum við á tengsl til að koma á sameinginlegu verkefni á milli skólanna okkar og virkja kennara í það verkefni. Hjördís stofnaði verkefni með Grikklandi, Búlgaríu, Bretlandi, Danmörku og Spáni. Verkefnið tengist fornum minjum eða slóðum.

 

 

 

Þá var þessari fróðlegu og frábæru ráðstefnu lokið og komi tími á heimferð. Fóru við allar þrjár þreyttari, fróðari og tengdari við alþjóðleg samskipti heim á leið. Takk fyrir okkur.

 


Ráðstefna eTwinning sendiherra í Bristol í Englandi

Í haust var ég, undirritaður, valinn ásamt Elínu frá Bolungarvík til að fara til Bristol á Ráðstefnu eTwinning sendiherra.  Til Bristol hafði ég aldrei komið svo ég hlakkaði mikið til. Fyrir utan náttúrulega að dagskráin hljómaði spennandi.

1. nóvember lagði ég af stað frá Akureyri og kom við eina nótt í Reykjavík áður en farið var út þann 2. nóv.  við vorum svo ljónheppin að það var beint flug til Bristol með Easy Jet og stukkum við á það.  Við komum á hótelið þar sem við gistum og ráðstefnan fór fram rétt í þann mund sem skráningu var að ljúka og dagskráin að hefjast.

 

Dagskráin hófst með því að okkur var blásið í brjóst baráttuandi um hve mikilvæg við værum í því ferli að laða fleiri kennara að eTwinning og án þess að hafa kennara á plani þá hefði þessi 500.000 notendatala ekki komið svona fljótt.  Það hefur aukist jafnt og þétt í tölu notenda í gegnum árin.

 

Eftir kaffihlé var smá hópefli þar sem skipt var í hópa.  Hópeflið sem hefði mátt takast betur en þetta var tilraun sem var alveg þess virði að prófa.. Escape the Classroom hét hún og snerist um að leysa þrautir sem myndu leiða til þess að við kæmumst út úr skólastofunni.  Þetta hafði ekki verið reynt í svona fjölmennum hópi áður (160 manns ca) og því var um algjöra tilraunastarfsemi að ræða.  Enginn hópur leysti held ég allar þrautirnar. 

 

Föstudagurinn 3. nóvember hófst með vinnulotu 1.  Þar gátum við valið um nokkrar vinnustofur sem stóðu í 90 mínútur. 

Ég valdi mér þarna online moderation eða hvatningu í gegnum netið.  Þetta var vinnustofa sem snerist um það að sá sem væri stjórnandi umræðuþráðar þyrfti að hafa ýmsa kosti svo sem að vera vel skipulagður, úrræðagóður og sveigjanlegur.  Hann þyrfti líka að geta veitt innblástur og fljótur að svara þeim spurningum sem eru beint til hans.  Hann þarf að vera vel að sér í efninu og geta svarað hvers vegna eitthvað er..., hvernig eitthvað virkar og hvað eitthvað gerir.  Hann þarf að vera kurteis og umbera mismunandi skoðanir.   Þetta á mjög vel við eTwinning sendiherra því að þeir þurfa að þekkja eTwinning formið vel, geta svarað hvar tengla eða annað er að finna, hvers vegna kennarar eigi að nota eTwinning og síðast en ekki síst, hvað þeir fá út úr því.  Góður fyrirlestur sem kom beint inn á það þegar eTwinning sendiherra er að vinna hug og hjörtu kennaranna sem hlusta með athygli.

 

Vinnustofa númer 2 þennan föstudag var líka í 90 mínútur og fór ég á PBL hjá Ruth Baptista sem sagði ekki hvað PBL stæði fyrir en síðar kom í ljós að gæti verið project Based Learning eða Problem Based Learning.     Hún lagði mikið upp úr því hvað kennari eða leiðbeinandi (eTwinning sendiherra) kæmi með inn í kennslustund.  Hún var þá að vinna með það sem hún kallaði C-in 4. 

Critical thinking.  Að hugsa gagnrýnt um það sem þú gerir, læra af mistökum og gera hlutina betur sem þú kannt.  Reyna alltaf að gera aðeins betur.  

Communication.  Að skapa umræður.  Stjórna umræðum.  Fá alla til að leggja í púkkið.

Collaboration.  Vinna að lausn verkefna (vandamála) skipta liði, skrá upplýsingar og skrá lausnir.  Það þurfa ekki allir að vinna að því saman en í lokin þarf að setja saman þær upplýsingar sem hafa eitthvað gildi og vinna áfram með þær í átt að lausn.

Creativity.  Hvernig er niðurstöðum umræðna og samvinnu komið til skila.  Vera skapandi í því að skila af sér verkinu.

Þetta var fínn fyrirlestur.  Þetta er eitthvað sem maður hefur lært í gegnum kennsluna en alltaf gott að fá áréttingu því oft villist maður af þessari leið og gleymir einu eða fleirum "c-um".  

 

Eftir mat á föstudeginum var haldið í vinnustofu númer 3.  Að þessu sinni valdi ég "Face to Face training".  Maður á mann þjálfun?  Þarna var farið yfir það hve mikilvægt væri að vera á staðnum og hve það væri að skila miklu betri árangri en að vera á netinu með fyrirlestur.  Hvað þá ef menn eru að horfa á upptöku af fyrirlestri og verða að senda spurningar.  Maður á mann þjálfun er miklu dynamiskari og svörin koma jafnharðan og spurningar hafa verið bornar upp.  

Þetta kom svolítið á óvart í ljósi þess að spegluð kennsla er að riðja sér til rúms hér á landi hægt og bítandi en þarna var einfaldlega talað um að hún væri ekki að skila því sama og bein kennsla.  Hann vildi þó meina að kennsluaðferðir skiptu líka miklu máli.  Að nemendur tækju þátt og væru meiri gerendur en hlustendur.

Hann lagði líka upp með að STEM Náttúrufræði (science) Tækni (technical), verkkunnátta / verkfræði (engineering) og stærðfræði (math) væru mikilvægar greinar framtíðarinnar. 

 

Laugardagur 4. nóvember

Vinnustofa 4 tók á móti okkur á laugardagsmorgninum og valdi ég þá Critical thinking.  Mér fannst vanta töluvert upp á að þetta væri áhugaverð vinnustofa.  Hún höfðaði ekki til mín þar sem mér fannst þetta einhvern veginn liggja svo ljóst fyrir það sem farið var í en ekkert nýtt eða áhugavert.  Mikið til notað það sem ég nota mikið í kennslustundum að hvetja nemendur til að taka ekkert sem gefnu og vera alltaf vakandi fyrir því að hugsa út fyrir kassann.

 

Þessi ráðstefna skilaði miklu til mín og mun ég nýta ýmislegt sem þarna var sagt og gert fyrir mína nemendur og hef ég þegar hafist handa.  Ég hef reynt þennan tíma sem liðinn er frá ráðstefnunni að hugsa um C-in fjögur og merki við eftir kennslustundir hvaða c ég hef nýtt og hverjum ég kom ekki að.  Reyni þá að gera betur næst.  Einnig skilaði ráðstefnan nýjum tengiliðum og stefnan er tekin á verkefni strax eftir áramótin.

Takk fyri mig.

Bibbi

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

eTwinningvinnustofa í Levi í Lapplandi 22.-25.11.2017

Undirrituðum bauðst að taka þátt í eTwinningvinnustofu sem fór fram í Hotel Levi Panorama and conference center Levi í Lapplandi í Finnlandi. Megin markmið vefstofunnar var forritun með börnum 4-7 ára og gefa kennurum tækifæri á að mynda tengsl við aðra kennara í leik- og grunnskólum í Evrópu með það í huga að stofna til eTwinningsverkefnis.
Það var heilmikið ferðalag að komast á áfangastað. Samtals tók ferðalagið 13 klst. Skipuleggjendur tóku vel á móti okkur og rætt var um dagskrá næstu daga og farið í smá forritunarleik. 

Dagskráin hófst svo daginn eftir fimmtudaginn 23. nóvember á því að Yrjo Hyötyniemil bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá vinnustofunnar næstu þrjá daga. Það voru 39 þátttakendur í vinnustofunni, flestir frá Ítalíu og Finnlandi.

Yrjo sagði einnig frá Lapplandi og umhverfinu í Levi. Lappland er mjög norðarlega og þess vegna er mjög dimmt á þessum árstíma. Sólin skýn ekkert og því er dimmt allan sólarhringinn. Byggðin var mjög einangruð hér áður og bændasamfélag Sama ríkti hér. Fólk lifði á fiskveiðum úr vötnum og ræktaði hreindýr. Fólk fylgdi hjörðinni eftir á milli beitarsvæða.
Þátttakendur kynntu sig, skólann sinn og hvaða aldri þeir eru að kenna. Einnig sögðu þeir frá reynslu sinni af eTwinningverkefnum. Þá var haldið hraðstefnumót, þar sem Ítalir röðuðu sér á borðin og við hin fórum á milli á 3 mín. fresti og kynntum hugmyndir okkar að verkefnum. Þetta var bæði áhugavert og árangursríkt. Eini gallinn var sá að við kynntumst ekki hinum Norðurlandabúunum eins og við hefðum viljað.

Þá var komið að Niinu Pietikäinen frá uppbyggingu ferðaþjónustu í Levi. Í fyrstu voru þau fjölskyldan talin galin að halda það að einhver hefði áhuga á að koma til Lapplands á veturna. En þetta gekk upp, ferðafólk kemur og það er nóg að gera hjá þeim. Þau leggja mikið upp úr gæðum og þau selja skíðaaðstöðuna og norðurljósin mest. Ferðamönnum finnst gaman að hafa tækifæri á að ferðast á hundasleðum. Þau selja líka þann möguleika að komast í hvíld frá hinni stafrænu veröld, algera hvíld. Undanfarin ár leggja þau líka áherslu á umhverfisvernd og þau eru að markaðssetja núna hótelið sem ráðstefnuhótel fyrir skólafólk sem vill koma frá öðrum löndum og kynna sér skólastarf í Finnlandi. Niina sagði frá sérstöðu þeirra og hvað gestir eru ánægðastir með. Núna eru þau að ræða um hvernig megi glæða ferðaþjónustuna á sumrin. Núna eru ferðamenn um 600 þús. á ári og er aðalatvinnuvegurinn hér á þessum slóðum. 

Eftir hádegisverð ákváðum að sýna myndbandið a-ö um Ísland og var það mjög vel lukkað og allir ánægðir með okkur.  Við settum svo vefslóð myndbandsins inn á TwinSpace svæði vinnustofunnar.
Þá var haldið áfram og komið að Alessöndru Serra frá Ítalíu. Alessandra er kennsluráðgjafi í hálfu starfi og kennari í grunnskóla hálfan daginn.  Alessandra sýndi áhugaverð atriði úr kvikmyndinni Appollo 13 þar sem lausnin var fundin með forritun. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að við vitum ekki hvaða vandamálum börnin í leikskólanum í dag standa frammi fyrir í framtíðinni,  líklegast er talið að þau muni þurfa á forritunar hæfileikum að halda. Hún fór vítt yfir og svo nálgaðist hún forritun í leikskólum. Hún talaði um hvað börnin eru að læra með notkun BeeBot. Börnin eru að skapa, það er mikil sköpun í forritun. Við þurfum að gera börnin virk og gagnrýnin á tækni. Þau þurfa að læra að þau geta haft áhrif á það sem þau eru að gera í tækjunum. Alessandra lét okkur vinna að verkefni þar sem við þurftum að leysa það hvernig við gætum komið A4 blaði yfir höfuð og axlir og helst tíu saman í einu. Hún lagði mikla áherslu á að hópurinn talaði saman og reyndi að finna lausnina sameiginlega. Okkur tókst að leysa þetta verkefni, það var krefjandi, en skemmtilegt að taka þátt í þessu. 

Þá var komið að Sari Auramo sagði okkur frá því um hvað eTwinning snýst. Sari hefur gífurlega reynslu af eTwinning, hún sagðist hafa tekið þátt í um 60 verkefnum síðustu ár og er í dag þátttakandi í 4 verkefnum. Hún sagði frá því hvernig maður ber sig að ef mann langar til þess að taka þátt í eTwinningverkefni. Hún lagði svo áherslu á hvernig er hægt að búa til verkefni fyrir ung börn. Hún var með fjölmörg dæmi um söng og leiki sem hægt er að taka upp og senda til annarra þátttakenda. Börnin hafa gaman af því að heyra ólík tungumál. Hreyfileikir eru góðir t.d. Í svona verkefni, þar sem skólar sýna mismunandi hreyfileiki hver öðrum. Sýndi dæmi um hringleik frá Búlgaríu. Litlu börnin geta líka teiknað, klippt og límt.  Allir geta sent blóm til hinna skólanna. Svo safnast saman blóm í hverjum skóla. Safna fánum landanna á tré, ljósmynda, enskukennsla, vísindi og fl.. Skypesamtöl milli landa. Deila með öðrum er lykilatriði.

Tiziana Cippitelli sagði næst frá eTwinningverkefni, Il pensiero computazionale tra gioco e didattica-El “pensamiento computacional” entre juego y didáctica- Pensamento computacional …jogo /aprendizagem sem hún fékk verðlaun fyrir á Ítalíu í síðustu viku. Þátttakendur voru frá þremur löndum, Ítalíu, Spáni og Portúgal og hver um sig setti inn verkefni á eigin tungumáli. Kennarar létu það ekki trufla sig að þeir tala litla ensku. Þau notuðu upplýsingatækni mikið í verkefninu.  Frá þeim er hægt að fá margar góðar hugmyndir í vinnu með BeeBot á skapandi vegu. Þau spiluðu m.a. myllu með legokubbum. Verkfærin til forritunar var misjöfn eftir aldri barnanna. Yngstu börnin unnu í gegnum skynjun og notuðu skapandi efni (skeljar, keilur, kefli, klemmur, pappírshólka og fl.) til þess að vinna með. Þau gerðu sjálf mynstur og fl.  Þriggja ára börnin notuðu t.d. Íþóttir til að vinna með hugtökin, yfir/undir, niður/upp. Unnið á reitum á gólfinu þar sem þau sögðu hvort öðru fyrir verkum, forrituðu á þann hátt. Fjögurra ára börnin unnu að lausnarleit og með liti, form og forritun með BeeBot. Fimm ára börnin byggðu á fyrri þekkingu, notuðu leiki og verkfæri til að þróa þekkingu og hæfni. Kennararnir útbjuggu og prentuðu út QR kóða frá hinum þátttökulöndunum og börnin skönnuðu þá til að sjá hvað á baki þeim lá. Þar var eitt og annað t.d. mynd af fánum og fl.. Kennarar notuðu m.a. padlet til að miðla því sem þau gerðu í smáforritinu Scratch JR. Þau fengu að senda þannig sögur til hinna landanna. Sögur um hest, svín og fisk sem búin var að forrita í Scratsch JR.  Kahoot spurningarleikurinn var notaður til að kanna skilning barna.
Í gegnum eTwinningverkefni hafa börnin fengið tækifæri til að uppgötva með öðrum börnum annarra landa forritun og fengið að kynnast verkfærum eins og BeeBoot o.fl. Lokaverkefnið var að safna myndum eftir börnin, setja í möppu og færa jólasveininum hér í Lapplandi.

Eftir kaffihlé fjallaði Sari um ýmis tól og tækni sem hægt er að nota í eTwinningverkefnum. Fyrirlesturinn var undanfari tveggja vinnustofa sem framundan voru.

Í þeirri fyrri sem við sóttum kenndi  Sari Auramo  á smáforritið ScratchJR.  Siri fór mjög nákvæmlega yfir notkunarmöguleika forritsins og var mjög auðvelt að fylgja henni eftir.  Þar sem Fjóla kunni fyrir og hefur notað forritið aðstoðaði hún Guðrúnu og lánaði iPadinn sinn til annarra sem ekki voru með. Guðrún var fljót að komast upp á lag með forritið og fannst mjög gaman að kynnast því.

Í seinni vinnustofunni var Alessandra með tvær þrautir sem við áttum að leysa. Fyrst áttum við að búa til ferning og tvo þríhyrninga úr 10 íspinnaspítum og 7 klemmum. Við leystum það verkefni auðveldlega. Svo átti að búa til turn úr spaghetti, snærisspotta, límbandi og einum syrkurpúða. Turninn átti að verða 1 metra hár. Þetta var ekki auðvelt verkefni, en við reyndum.
Þá var komið að Tiziana Cippitelli að kenna okkur á BeeBot og sýndi hún möguleikana á því að nota býfluguna með sögugerð og myndum á gólfi eftir börnin. Þannig átti í fyrsta leiknum að láta BeeBot fara og bjarga prinsessu úr kastala, en fara þurfti framhjá dreka á leiðinni. Við sýndum í beinni útsendingu frá þessum viðburði á Fésbók.

Daginn eftir föstudaginn 24. nóvember hóf Yrja daginn á nokkurum praktískum atriðum og svo hófst dagskráin.

Giulia Felice útskýrði um hvað eTwinnigverkefni snúast. Hún sagði að verkefni geti verið eins og mataruppskrift. Hún fór yfir nokkur góð ráð við gerð eTwinningverkefnis og sagði m.a.
Hugsið um:
-nemendur (þarfir, það sem hentar þeim)
-skólann (skólanámskrá, tækni og verkfæri sem við höfum, samkennara)
-tími (dagskipulag skólans, stundaskrá, deild, eigin tími)
-eigin eiginleika (áhugamál, vilja)

Áhrif á:

-TwinSpace uppbyggingu
-Mat og umræðu, virkni
-Skráningar verkfæri

Gott verkefni verður til með góðri samvinnu svo bjóddu þig fram, þetta er okkar verkefni (ekki einhvers eins)

Síðast en ekki síst sagpi hún okkur að hafa verkefnið stutt og einfalt, ekki vera of margir samstarfsaðilar, ekki gera of stórt verkefni (3-4 skólar best)

Alexandra Tosi fór yfir hvers vegna eTwinningverkefni eru mikilvæg, en þau eru það fyrir nemendur, aðallega er þá ávinningurinn fjölbreytni í kennsluháttum, upplýsingatækni og víðsýni. Fyrir kennara, vegna starfsþróunnar, víkka tengslanetið, auka hæfni í upplýsingatækni o.fl.

Farið var yfir nokkur góð atriði við skipulagningu verkefna og notkun TwinSpace og kennt að nota svæðið. Stofna verkefni og þau verkfæri sem eru í boði inni á svæðinu.
að því loknu var farið í hópa, þátttakendur söfnuðust saman og leituðu fyrir sér að samstarfsaðilum. Báðum tókst okkur að finna samstarfsaðila sem voru fúsir til að nota forritun á skapandi hátt í leikskólum.
Fjóla stofnaði verkefnið Hugrakkir krakkar læra forritun, Brave Children Learning to Code ásamt þremur kennurum frá Ítalíu og einum frá Litháen. Í þessu verkefni ætlum við að kenna börnum að forrita í gegnum listir, landafræði, læsi, daglegt starf, náttúru, hátíðir o.fl.. Við ætlum einnig að kynna fyrir börnunum lífið í mismunandi löndum, menningu og áhugaverða staði. Við leggjum áherslu á skapandi vinnu á margvíslegan hátt. Kennararnir munu efla getu sína til þess að vinna með upplýsingatækni og læra af hver öðrum og börnunum. Þeir munu deila með sér hugmyndum og verða hæfari kennarar.  

Guðrún stofnaði verkefnið: Máttur forritunar, The power of coding ásamt tveimur kennurum frá Ítalíu og Noregi. Í verkefninu er markmiðið að kenna börnum lausnamiðaða hugsun í gegnum forritun. Börnin fá tækifæri til að kynnast forritun með fjölbreyttum hætti. Ætlunin er að hefjast handa við verkefnið strax í nóvember með kynningu til að brjóta ísinn er ætlunin að kynnast jólahefðum samstarfslandanna. Senda jólakort, deila myndböndum af börnunum syngja hefðbundin jólalög o.fl. sem tengist jólahefðum landanna.  

Seinnipartinn þegar verkefnavinnunni var lokið fórum við svo niður hlíðina með kláfi og gengum um litla þorpið. Það var mjög jólalegt úti og við fórum inn í nokkrar minjagripabúðir og settumst niður á kaffihús. Síðan hittum við aðra félaga okkar í bænum og röltum með þeim á hótel þar sem við áttum að vera mætt kl. 18. Þar var okkur komið skemmtilega á óvart þegar allt í einu birtist Sami með trommuna sína og söng fyrir okkur og fylgdi okkur út í garðinn. Þar var gengið niður í jörðina á veitingastað sem var í líkingu við Samatjöld eins og þau voru í denn. Í miðju tjaldinu var opinn eldur og verið að elda kvöldverðinn. Við fengum mjög góðan mat (hreindýr og lax) og í lok máltíðar söng Saminn fyrir okkur nokkur lög. Þetta var skemmtileg og áhugaverð reynsla sem fer í minningabankann.

Eftir morgunverð laugardaginn 25. nóvember kynntu þátttakendur verkefnin sín. Verkefnin voru mjög fjölbreitt og verður áhugavert og fræðandi að fylgjast með þeim á vorönninni. Eftir kynningarnar var svo haldið heim á leið. Við kvöddum nýja vini með fyrirheitum um að halda sambandi í Netheimum.

Þátttakan í þessari eTwinning vinnustofu var ánægjuleg í alla staði og erum við afar þakklátar fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Við komum til með að nýta okkur þá þekkingu og færni sem við lærðum í vinnustofunni í framtíðinni. Þátttakan var ekki hvað síst gjöful hvað varðar félagslega þátttöku, það var sérlega ánægjulegt að kynnast kennurunum sem tóku þátt og við erum vissar um að vináttan eigi eftir að haldast.

Takk fyrir okkur
Fjóla Þorvaldsdóttir og Guðrún K Reynisdóttir

Hér má sjá myndband frá vinnustofunni. 


eTwinning ráðstefnan 2017 á Möltu

Welcome_crop

Yfirheiti eTwinning ráðstefnunnar árið 2017 var „Jafnrétti til náms“ (Turning inclusion into action). Ráðstefnan var haldin í St. Julian‘s á Möltu og fór fram dagana 26. – 28. október. Þátttakendur voru tæplega 600 frá flestum löndum Evrópu.

skvísurÞátttakendur frá Íslandi voru fimm á þessari ráðstefnu. Ásamt Guðmundi Inga Markússyni verkefnastjóra eTwinning fóru Guðmundína Arndís Haraldsdóttir kennari í Kelduskóla, Heiða Mjöll Brynjarsdóttir sérkennari í leikskólanum Holti, Hilda Torres kennari við Verzlunarskóla Íslands og Victoria Reinholdsdottir kennari í Víkurskóla.

Áhersla var lögð á að skiptast á hugmyndum um hvernig eTwinning getur aukið getu skóla til að takast á við þrjá þætti aðgreiningar: menningarlega mismunun, námsörðugleika og landfræðilegar hindranir. Í þessu samhengi getur eTwinning gefið verkfæri til að auka jafnrétti til náms. Ráðstefnan innihélt sameiginlega fyrirlestra, málstofur og vinnustofur. 

kakaDagskráin hófst á móttöku gesta með opnunarræðum. Síðan tók við aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Aðalfyrirlesturinn flutti Mark Penfold frá Badington Academy Leicester um „The meaning, philosophy and practice of inclusion in a digital age“. Þar nefndi hann meðal annars að jafnrétti snérist ekki aðeins um að meðhöndla alla eins heldur að bjóða öllum upp á sömu tækifæri.

Um kvöldið fór svo fram verðlaunaafhending þar sem gæðaverkefni síðasta árs fengu viðurkenningar. Hér má sjá umfjöllun um tvö spennandi verkefni sem hlutu fyrsta sæti í aldursflokkunum 4-11 ára og 12-15 ára. 

 

 

Á föstudeginum og á morgni laugardags fóru fram 52 málstofur/vinnustofur þar sem hver þátttakandi valdi fjórar stofur sem vakti áhuga og tengdust þeirra faggrein og/eða áherslum. Það sem við, kennararnir frá Íslandi, völdum okkur fjallaði m.a. um menningarlæsi, kynjajafnrétti, tungumál í skólastofunni, upplýsingatækni og jafnrétti í eTwinning, heimsvitund og leiklist í kennslu með áherslu á jafnrétti. Margar hugmyndir kviknuðu hjá okkur við hlustun og þátttöku á þessum stofum.

Cloud_cropÞað var frábært að fá að kynnast fólkinu á ráðstefnunni og málefnum í gegnum kynningar þeirra á eTwinning verkefnum. Kynningar þeirra veittu okkur innblástur og hvatningu til að vera í meiri tengslum við kennara og skóla í Evrópu því við getum sannarlega lært mikið af hvert öðru. Með auknum umræðum og í gegnum mál- og vinnustofurnar fengum við víðari og dýpri skilgreiningu á hvað felst í hugtakinu jafnrétti til náms. Skólar sem leggja áherslu á jafnrétti til náms ýta undir þátttöku allra nemenda í skólastarfi og veita öllum tækifæri til framfara.

Eftir velheppnaða ferð til Möltu vorum við þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera þátttakendur á ráðstefnunni. Ráðstefnan veitti okkur innblástur, við fengum og ræddum spennandi hugmyndir og ný vinatengsl mynduðust.

Takk fyrir okkur,
Guðmundína, Heiða, Hilda og Victoria

Á bloggsíða ráðstefnunnar er að finna upplýsingar, kynningar, myndbönd, o.fl.

Hopur_crop


Ferðasaga frá Newcastle

eTwinning tengslaráðstefna um læsi í Newcastle dagana 25.-27. maí 20107
Um 65 kennarar frá 17 löndum komu saman til að læra um etwinning og hvernig etwinning samstarf getur stutt við læsi á margvíslegan hátt.

Ferðalagið okkar hófst degi fyrr þar sem við flugum til Edinborgar og tókum þaðan lest til Newcastle. Ferðalagið var smá bíó þar sem óprúttnir aðilar höfðu stolið vírnum sem rafknýr lestina og urðum við því að bíða í nokkra klukkutíma á lestarstöðinni og í lestinni með þeim afleiðingum að við sátum á gólfinu í lestinni í stað þess að fá sætin okkar. En þar sem við ferðafélagarnir vorum að hittast í fyrsta sinn náðum við að kynnast vel á þessum tíma. Þegar á hótelið var komið komum við okkur fyrir og fórum snemma að sofa til að taka á móti nýjum degi fagnandi.
Á fimmtudeginum hófst síðan tengslaráðstefnan með kynningu, fyrirlestrum og hópeflisleikjum. Þetta byrjaði strax allt á persónulegum nótum og var þannig allan tímann sem varð til þess að við kynntumst vel. Vitanlega í þessum fjölda þá urðu nokkrir hópar, en sá hópur sem við lentum í var fjölbreyttur, skemmtilegur og frá hinum ýmsu löndum. Gaman var einnig að lenda í hóp með einum heimamanni sem fór síðan með okkur smá rúnt um bæinn sem vakti mikla lukku. Hópeflis leikirnir voru vel skipulagðir með tvennslags markmið. Í fyrsta lagi að kynnast mörgum á sem skemmstum tíma og að fá hugmynd um það sem aðrir höfðu hugsað sér í verkefnavali. Þetta var vel rammað inn og stóðust allar tímaáætlanir. Uppi stóðum við með mörg tilboð um ýmis verkefni.
Þegar heim var komið vorum við komin í sambönd víða um heim og með verkefni ásamt því að vera komin með tengiliði sem hægt væri að setja sig seinna meir í samband við.

Bestu kveðjur,

Anna Rós Finnsdóttir og Inga María Friðriksdóttir


eTwinning ráðstefna 2016

Stafræn borgaravitund var yfirskrift hinnar árlegu eTwinning ráðstefnu 2016 sem haldin var í Aþenu í Grikkland 26. - 29. október. Þátttakendur frá Íslandi voru sjö að þessu sinni, Guðmundur Ingi Markússon, verkefnastjóri hjá Rannís, Guðberg Konráð Jónsson frá SAFT, Hannes Birgir Hjálmarsson kennari í Stóru-Vogaskóla, Hans Rúnar Snorrason kennari í Hrafnagilsskóla, Rósa Harðardóttir kennari í Norðlingaskóla, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir kennari í Garðaskóla og Sigurbjört Krisjánsdóttir, leikskólanum Holti.

 

Í því tæknisamfélagi sem við lifum í er mikilvægt að hafa þekkingu og færni til að sýna ábyrga hegðun þegar tæki eru notuð og þegar við tökum þátt í því starfræna umhverfi sem við búum við. Í dag eru stafrænir samskiptamiðlar algengir í lífi nemenda og í allri menntun. Því er mikilvægt  fyrir þá sem koma að menntun barna að vera tilbúnir að takast á við þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir.

Ráðstefnan var haldin á fallegu hóteli í Aþenu rétt við Akropólishæðina. Þátttakendur voru tæplega 600 frá flestum löndum Evrópu. Dagskráin var þétt og mjög áhugaverð. Eftir setningu ráðstefnunnar voru verðlaunaafhendingar en gæðaverkefni síðasta árs fengu viðurkenningar í nokkrum flokkum. Íslendingar áttu fulltrúa í þessari athöfn og var það Sigurbjört Kristjánsdóttir í leikskólanum Holti í Reykjanesbæ sem tók við viðurkenningu fyrir verkefnið Read the world í flokki lestrarverkefna en það vann hún í samstarfi við skóla á Spáni, Slóveníu, Póllandi og Frakklandi.

20161027_152011


 Gaman að sjá fjölbreytt verðlaunaverkefni  og óhætt er að segja að margar góðar hugmyndir kviknuðu við það og vonandi munum við eiga fleiri vinningshafa á næstu árum.

 

Hér er umfjöllun um nokkur áhugaverð verkefni sem við hvetjum ykkur til að kynna ykkur betur:

 

Looking for Beau and Delfi

Mirror, mirror

 

Is this castle haunted?

 

 

Eftir verðlaunaafhendingar þá hélt Emma Mulqueeny,  stofnandi  Rewired State and Young Rewired State erindi sem fjallaði  m.a um ‘97 kynslóðina en þá kynslóð má kalla hina fyrstu stafrænu kynslóð. Emma minntist á heilræði Obama “Be useful, be kind” og hvatti alla til að staldra við.

20161027_171130

 

Á föstudeginum var dagskráin þétt og áhugaverð en þá gátu þátttakendur valið á milli 30 til 40 vinnustofa sem fjölluðum um starfræna borgaravitun, eTwinning verkefni og upplýsingatækni. Deginum lauk svo með skoðunarferð um Aþenu sem endaði á glæsilegum galakvöldverði.

14910515_10154819406539410_5500455013236290406_n

Á laugardeginum var svo haldið áfram með vinnustofur og var ráðstefnunni slitið rétt um hádegið. Vinnustofurnar voru fjölbreyttar og gátu allir valið eitthvað við hæfi. Má þar nefna vinnustofur þar sem verðlaunaverkefni voru kynnt ítarlega, spegluð kennsla, nám og kennsla á 21. öld og móttaka flóttamanna svo eitthvað sé nefnt.

 

Ráðstefna sem þessi er gullnáma fyrir kennara og aðra til að mynda tengsl, fá hugmyndir og innblástur.

Það var þreyttur og ánægður hópur frá Íslandi sem hélt af stað heim eftir velheppnaða dvöl  í þessari fornu borg sem geymir spennandi sögur og dularfull ævintýri og vorum við öll sammála um að ferðin hefði ekki getað verið betri.

Með þakklæti og gleði

Guðberg Konráð Jónsson, Hannes Birgir Hjálmarsson, Hans Rúnar Snorrason, Rósa Harðardóttir og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir

 


PDW fyrir eTwinning sendiherra í Ródos, Grikklandi , 29. sep - 1. okt 2016

Guðný Ester og Kolbrún Svala lögðu land undir fót um síðustu mánaðarmót september/otkóber og flugu til Ródos í Grikklandi til að taka þátt í evrópskum vinnubúðum fyrir “ambassadora” eða sendiherra í eTwinning. Þarna voru um 180 manns samankomnir frá flestum Evrópulöndunum til að fræðast, deila reynslu og vinna saman. Markmiðið með vinnubúðunum var að hittast og fara yfir verkferla og verkfæri sem hægt er að nota til að aðstoða kennara við að taka þátt í rafrænum samskiptaverkefnum. Fjórar vinnulotur voru í boði frá fimmtudegi til laugardags með 6 vinnustofum í hverri og alls var hægt að velja á milli 16 vinnustofa en sumar voru endurteknar. Áhersla var lögð á að þátttakendur ynnu saman í misstórum hópum og skiptust á skoðunum um hvernig þeir ynnu í sínum heimalöndum og hvernig þeim tækist að fá fólk til að taka þátt í rafræna samstarfinu. Við komum heim með margt í farteskinu sem við höfum hug á að nýta okkur við að aðstoða okkar fólk hér á landi.

gudnykolla

Það var mjög notalegt að hitta allt þetta áhugasama fólk sem vinnur á sama sviði og við og hefur það markmið að nýta sér tækni 21. aldarinnar til að vinna rafræn skólaverkefni á netinu. Það var fróðlegt að heyra að við eigum öll við sama vandamál að glíma, þ.e.a. að fá kennara til að taka þátt í rafrænu skólasamstarfi, fá þá til að prófa að taka þátt og sannfæra þá um kosti samvinnunnar og að þetta eigi ekki að vera einhver aukavinna fyrir heldur að þetta sé eitthvað til þess að samþætta við aðra kennslu og auka fjölbreytni kennsluhátta. Vangaveltur voru um hvernig hægt væri að aðstoða kennara frekar og vekja áhuga þeirra á þessum þætti skólastarfsins. Fengum við ýmsar góðar ráðleggingar með heim til að takast á við þetta verkefni.

Vinnustofurnar sem við tókum þátt í voru eftirfarandi:

“How to motivate teachers”

Þessi vinnustofa var um hvernig hægt er að hvetja kennara til samstarfs í gegnum eTwinning vefinn. Rita Zurrara frá Portúgal sá um þessa vinnustofu en hún er enskukennari og alþjóðafulltrúi eTwinning þar í landi. Rita spurði þátttakendur hver þeirra reynsla væri af því að hvetja kennara til að taka þátt í eTwinning og kom glöggt í ljós að öll höfum við svipaða reynslu af því máli sem er að kennarar telja sig ekki hafa tíma í rafræna verkefnavinnu, telja sig ekki hafa næga tölvufærni og/eða tungumálakunnáttu. Lokaniðurstaða Ritu var að í raun væri ekki til eitt svar við því hvernig best væri að hvetja kennara til að taka þátt í rafrænu samstarfi en hún lagði áherslu á að í nútímasamfélagi þurfi kennarar ávallt að vera sveigjanlegir og tilbúnir að meðtaka nýja tækni, leiðir og aðferðir í skólastarfi nemendum til heilla.

“Organizing your Twin Space”

Einnig tókum við þátt í annarri vinnustofu um hvernig skipuleggja ætti Twinspace svæðið. Bent var á hvernig best væri að skipuleggja og raða upp þeim gögnum sem sett eru á Twin Space og vel heppnuð og skilvirk Twin Space svæði voru kynnt og sýnd.

rodos1

“Project baced learning”

Tiina Sarisali sem er finnskur eTwinning sendiherra sá um þessa vinnustofu sem fjallaði um verkefnamiðaða kennslu sem er kennsluaðferð þar sem kennt er og unnið út frá einhverju fyrirframákveðnu viðfangsefni. Nemendur vinna í hópum að upplýsingaöflun og ígrunda og setja fram niðurstöður að eigin vali. Reynt er að hafa viðfangsefnið sem raunverulegast, eitthvað sem nemendur gætu þurft að leysa og standa frammi fyrir í hinu hversdagslega lífi. Ekki er ætlast til að hefðbundar kennslubækur séu notaðar.

“eTwinning live”

Tea Rezek frá Croatíu stýrði þessari vinnustofu og fór hún yfir ýmis atriði á eTwinning live veggnum, eins og hvernig ætti að finna fólk, verkefni, skrá sig í verkefni o.s.frv. Hún tók einnig fyrir Learning Events, online/of site Seminars, groups og hvernig hægt væri að fylgjast með fólki  “follow” og sjá hvaða verkefnum það væri að vinna að.

Á Ródos var hið besta veður enda rignir þar aldrei yfir sumartímann, hiti var rétt um 30°C og smágola frá hafinu sem frískaði upp á. Ródos er ferðamannaparadís þar sem kapp er lagt á að þjóna ferðamönnunum eins og kostur er. Eyjan ber þess merki að vera eyja í Miðjarðarhafinu þar sem ræningjar gerðu mikinn usla hér fyrr á öldum og eru varnargarðar algeng sjón utan um helstu byggingar eyjarinnar. Í borginni Ródos búa um 50 - 60.000 manns og liggur eyjan aðeins í um 18 km fjarlægð frá Tyrklandi. Það var mjög gaman að heimsækja Ródos og upplifa gríska menningu. Heyra mátti gríska tónlist óma víðsvegar og þegar það gerðist var stutt í það að stiginn væri grískur dans við mikla kátínu viðstaddra.

dansarodos

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún og Guðný


Vinnubúðir fyrir sendiherra eTwinning á Norðurlöndunum voru haldnar í Köge í Danmörku dagana 15. til 17. september 2016

Kolbrún Svala og Guðlaug Ósk fóru ásamt Guðmundi Inga til Köge í Danmörku á vinnubúðir með sendiherrum Norðurlandanna í eTwinning. Markmiðið var að vinna saman að hagsmunum eTwinning á Norðurlöndunum og efla starf sendiherrana við að fá fleiri kennara inn í eTwinningsamstarfið.CIMG4576

Því miður misstum við Guðlaug og Kolbrún af fyrstu dagskrárliðunum daginn sem vinnubúðirnar hófust vegna seinkunar á afhendingu farangurs við komuna til Kastrup og síðan var Google Maps aðeins að stríða okkur og lét okkur fá smá auka göngutúr á leiðinni á hótelið sem var rétt rúmur kílómeter að lengd. Þannig að við misstum af innleiðingu á Infographic sem Ann Katrine frá Álaborg fór yfir með hópnum. Við áttum svo að nota infographic táknin í kjölfarið til að búa til okkar eTwinning-sögu. Þátttakendur útlistuðu síðan sínar sögur seinna um daginn  og voru þær ótrúlega flottar og margvíslegar.

 

CIMG4569

Um kvöldið áttum við hugljúfa stund með David Heathfield frá Dartmore  í UK sem sagði okkur sögur frá ýmsum heimshornum og fitlaði um leið  við lítið skrýtið hljóðfæri til að gefa undirtóninn í frásögninni. Hann er leikari og kennari og ferðast um heiminn og heldur fyrirlestra um "Storytelling". David er með nokkra ágætis vefi sem sýna starf hans og feril og þar eru einnig ýmsar upplýsingar um "storytelling". Storytelling session v/ David Heathfield

Author of Storytelling With Our Student, David Heathfield's Storytelling Channel www.davidheathfield.co.uk

 

CIMG4619Næsta dag voru tekin fyrir verkefni  og verkfærakistur sendiherranna sem þeir hafa til taks til að virkja kennara til að fá þá til að taka þátt í verkefnum á eTwinning. Eftir það var farið í rölt um bæinn með leiðsögumanni sem rakti sögu bæjarins og það var endað á listasafni í Köge sem geymdi málverk (skissur) af góbelínlistaverkum sem Björn Nörgaards færði Margréti Danadrottningu þegar hún varð 70 ára. 

Á laugardagsmorguninn fengum við svo tilsögn og æfingu í "storytelling" hjá David og er alveg áreiðanlegt að við eigum eftir að nýta okkur eitthvað af þeirri tækni.

 

Að lokum fengum við að heyra hvernig sendiherrarnir ætluðu að skipuleggja starfið í vetur til að virkja kennara til að taka þátt í samskiptaverkefnum á eTwinningvefnum. Þeir ætla m.a. að halda námskeið fyrir kennara, fara í heimsóknir í skólana og sýna velheppnuð verkefni.

Á svona fundum/ráðstefnum fær maður oft góðar ábendingar á hitt og þetta og við viljum deila þessari vefsíðu með ykkur (á sænsku) um verkfæri sem hún Annie Bergh hefur tekið saman í gegnum tíðina og við getum nýtt okkur líka. Hér er hún: http://digitalaverktygsladan.blogspot.is/

Kolbrún og Guðlaug

 


eTwinning tengslaráðstefna í Malmö

Í byrjun september fengum við að taka þátt í tengslaráðstefnu í Malmö, Svíþjóð.

Flogið var út að morgni fimmtudagsins 1. sept. til Kaupmannahafnar. Þaðan er mjög einfalt að taka lest til Malmö.

Þegar til Malmö var komið hittum við hina íslendingana og kynnumst þeim yfir léttum hádegisverði.

Þétt dagskrá var síðan fram á kvöld. Við kvöldverðinn var okkur raðað til borðs þannig að þátttakendur frá sama landi sátu ekki saman. Þetta var skemmtilegt og sköpuðust fjörugar umræður um allt milli himins og jarðar.

Á föstudegi hófst dagskráin klukkan 9 og stóð meira og minna fram á kvöld. Afar fjölbreytt dagskrá með blöndu af fyrirlestrum og verkefnavinnu. Í lok dags höfðu allir fundið sér samstarfsaðila til þess að vinna eTwinning verkefni með.

Laugardagsmorgunn var síðan nýttur til þess að fínstilla verkefnin áður en hver hélt til síns heima.

Dvöldum við áfram í Malmö fram á sunnudag og nutum veðurblíðu og fallegrar borgar.

Áhugavert og skemmtilegt að taka þátt í tengslaráðstefnu eins og þessari.

Takk kærlega fyrir okkur.

Hjördís Jóna og Systa

Álftanesskóla


eTwinning vinnustofa í Malmö um norræn tungumál.

31. ágúst 

Við þurftum að taka flug til Kaupmannahafnar daginn áður en vinnustofan hófst þannig að við fengum aukadag í Malmö. Hann notuðum við í að skoða miðborgina og borða góðan mat.

1. septembermalmo

 

Við vorum svo heppnar að hitta íslendingana, sem voru einnig á vinnustofunni, í lobbíinu á ráðstefnuhótelinu um hádegið. Við gátum því aðeins spjallað og borðað saman og kynnst áður en vinnustofan hófst. Hún hófst svo kl 14 með spjalli og kaffi. Eftir það hlustuðum við á tvo fyrirlestra sem fjölluðu um stöðu norrænna tungumála í sífellt vaxandi samkeppni við enskuna.   Þar á eftir fengum við kynningu á eTwinning og svo kynningu á tveim verkefnum sem unnin hafa verið í eTwinning í Svíþjóð. Í kvöldmatnum var þátttakendum blandað saman þannig að fólk frá sömu löndum sæti ekki saman. Þannig kynntist fólk betur. Þarna reyndi töluvert á mann að skilja og tjá sig á Skandinavískunni.

2. september

Föstudagurinn 2. sept hófst á kynningum á því hvernig tækni og tölvuleikir geta hjálpað og aukið fjölbreytni í kennsluaðferðum. Að því búnu þurftu þátttakendur að skrifa niður hugmyndir að því helsta sem þeir hefðu hug á að vinna í eTwinning og útfærstlu á því. Það var síðan kynnIMG_5086t fyrir hinum. Þá var komað að því að þátttakendur fyndu sér einn félaga til að vinna að verkefni í gegn um eTwinning. Pörin unnu svo saman restina af deginum við það að skipuleggja samstarfið. Í lok dags var rúmlega klukkustundar gögnuferð um miðbæ Malmö.

3. sept.

Eftir frábæran morgunverð fengum við betri kennslu í Twinspace og gerðum við æfingarverkefni í því. Því næst kynntu pörin verkefnin sín og að lokum fengum við stutta kynningu á Erasmus+, Nordplus og fleiru sem að hægt er að nota í samstarfi. Vinnustofunni lauk svo með skemmtilegum leik og mati.

Þar sem það er svo dýrt að fljúga heim seinni part á laugardegi þurftum við að taka aukanótt og ákváðum við að taka hana í Kaupmannahöfm. Þar drukkum við í okkur menninguna á Nyhavn og Cristianiu. Daginn eftir flugum við heim.

Sigga Víkings og Sigga Hreins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband