eTwinning ráðstefnan 2017 á Möltu

Welcome_crop

Yfirheiti eTwinning ráðstefnunnar árið 2017 var „Jafnrétti til náms“ (Turning inclusion into action). Ráðstefnan var haldin í St. Julian‘s á Möltu og fór fram dagana 26. – 28. október. Þátttakendur voru tæplega 600 frá flestum löndum Evrópu.

skvísurÞátttakendur frá Íslandi voru fimm á þessari ráðstefnu. Ásamt Guðmundi Inga Markússyni verkefnastjóra eTwinning fóru Guðmundína Arndís Haraldsdóttir kennari í Kelduskóla, Heiða Mjöll Brynjarsdóttir sérkennari í leikskólanum Holti, Hilda Torres kennari við Verzlunarskóla Íslands og Victoria Reinholdsdottir kennari í Víkurskóla.

Áhersla var lögð á að skiptast á hugmyndum um hvernig eTwinning getur aukið getu skóla til að takast á við þrjá þætti aðgreiningar: menningarlega mismunun, námsörðugleika og landfræðilegar hindranir. Í þessu samhengi getur eTwinning gefið verkfæri til að auka jafnrétti til náms. Ráðstefnan innihélt sameiginlega fyrirlestra, málstofur og vinnustofur. 

kakaDagskráin hófst á móttöku gesta með opnunarræðum. Síðan tók við aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Aðalfyrirlesturinn flutti Mark Penfold frá Badington Academy Leicester um „The meaning, philosophy and practice of inclusion in a digital age“. Þar nefndi hann meðal annars að jafnrétti snérist ekki aðeins um að meðhöndla alla eins heldur að bjóða öllum upp á sömu tækifæri.

Um kvöldið fór svo fram verðlaunaafhending þar sem gæðaverkefni síðasta árs fengu viðurkenningar. Hér má sjá umfjöllun um tvö spennandi verkefni sem hlutu fyrsta sæti í aldursflokkunum 4-11 ára og 12-15 ára. 

 

 

Á föstudeginum og á morgni laugardags fóru fram 52 málstofur/vinnustofur þar sem hver þátttakandi valdi fjórar stofur sem vakti áhuga og tengdust þeirra faggrein og/eða áherslum. Það sem við, kennararnir frá Íslandi, völdum okkur fjallaði m.a. um menningarlæsi, kynjajafnrétti, tungumál í skólastofunni, upplýsingatækni og jafnrétti í eTwinning, heimsvitund og leiklist í kennslu með áherslu á jafnrétti. Margar hugmyndir kviknuðu hjá okkur við hlustun og þátttöku á þessum stofum.

Cloud_cropÞað var frábært að fá að kynnast fólkinu á ráðstefnunni og málefnum í gegnum kynningar þeirra á eTwinning verkefnum. Kynningar þeirra veittu okkur innblástur og hvatningu til að vera í meiri tengslum við kennara og skóla í Evrópu því við getum sannarlega lært mikið af hvert öðru. Með auknum umræðum og í gegnum mál- og vinnustofurnar fengum við víðari og dýpri skilgreiningu á hvað felst í hugtakinu jafnrétti til náms. Skólar sem leggja áherslu á jafnrétti til náms ýta undir þátttöku allra nemenda í skólastarfi og veita öllum tækifæri til framfara.

Eftir velheppnaða ferð til Möltu vorum við þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera þátttakendur á ráðstefnunni. Ráðstefnan veitti okkur innblástur, við fengum og ræddum spennandi hugmyndir og ný vinatengsl mynduðust.

Takk fyrir okkur,
Guðmundína, Heiða, Hilda og Victoria

Á bloggsíða ráðstefnunnar er að finna upplýsingar, kynningar, myndbönd, o.fl.

Hopur_crop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband