Nordic CRAFT vinnustofa í Kaupmannahöfn 12.-14. Mars 2019

Ég hafði lengi ætlað að kynna mér eTwinning. Ég hafði óljósar hugmyndir um hvað það væri nákvæmlega en vissi þó að það væri frábært tækifæri til endurmenntunar, efla faglega víðsýni, bæta nýjum kennsluverkfærum í sarpinn og ferðast til annara Evrópulanda. Tilviljun réð því að á nákvæmlega sama tíma og ég ákvað að kynna mér eTwinning sá ég auglýsingu um Nordic CRAFT námskeið í Kaupmannahöfn. Þetta námskeið virtist passa fullkomlega fyrir þær hugmyndir sem ég hafði um nám og kennslu. Það sem heillaði mig helst var nálgunin að tengja verkefnin raunveruleikanum, ég er sjálfur undir töluverðum áhrifum kenninga John Dewey sem sagði m.a. að til að raunverulegt nám geti átt sér stað verði verkefni þeirra að valdefla nemendur – ég hef því verið að þróa pælingar mínar um að slík valdefling náist einna best með því að fást við raunveruleg viðfangsefni. Það var því afar ánægjulegt að vera valinn til að mæta til Kaupmannahafnar annar tveggja íslenskra kennara.

Vinnustofan var haldin, samhliða Námshátíð Danmerkur 2019 (Læringsfestival), í glæsilegu ráðstefnuhöllinni Bella Center. Hópurinn gisti á Bella Center Sky, sem var frábært hótel og bókstaflega hliðin á ráðstefnuhöllinni. Aðstæður voru því allar eins og best verður á kosið. Á vinnustofunni voru 33 kennarar og eTwinning tengiliðir frá öllum Norðurlöndunum. Við höfðum öll ritað kynningu um okkur ásamt hugmynd að verkefni áður en við mættum á vinnustofuna og sá undirbúiningur reyndist okkur vel. CRAFT stendur fyrir Creating Really Advanced Future Thinkers. Vinnustofan var skipulögð til að líkja eftir því ferli sem nemendur verða að fara eftir sjálfir – RannsóknSköpunFramkvæmd.

Kennararhópurinn rannsakaði CRAFT verkefni til dæmis með því að hlýða á  fyrirlestra, fórum vandlega yfir námsmatsaðferðir fyrir verkefnin og fengum svo að hlýða á kynningu frá nemendum sem kepptu til verðlauna meðal danskra CRAFT verkefna.

Sköpunin fór þannig fram að kennarar unnu úr þeim hugmyndum sem við komum með til Kaupmannahafnar og völdum okkur svo í þau verkefni sem okkur þóttu mest spennandi. Ég stakk upp á verkefni sem var fjallaði um umbætur á námsumhverfi nemenda og það voru tveir kennarar sem fannst það einnig vera spennandi verkefni. Olaug frá Noregi og Anné frá Finnlandi ásamt mér ákváðum því að búa til eTwinning verkefni saman og vinna eftir verkferlum CRAFT verkefna. Við náðum svo að skipuleggja hvernig við ætluðum að koma verkefninu okkar af stað og hátta kennsluna okkar. Við bjuggum til allar áætlannir og komum þeim inn á eTwiningLive.

Framkvæmdin verður sú að klára verkefnið með nemendum okkar.

Heilt yfir ótrúlega vel heppnuð og spennandi vinnustofa og verkefni sem hófst í kjölfarið. Frábær byrjun sem ferli mínum í eTwinning samstarfi og ég get ekki beðið eftir því að klára núverandi verkefni svo ég geti réttlætt það fyrir sjálfum mér að byrja að leita að nýju verkefni.

 

Þorleifur Örn Gunnarsson - Grunnskólakennari og verkefnastjóri í Grunnskóla Seltjarnarness

 

 


Árlega eTwinning-ráðstefnan í Varsjá

Árlega er haldin stór eTwinning-ráðstefna þar sem starfsmenn frá öllum landskrifstofum koma saman ásamt kennurum, skólastjórnendum og starfsfólki úr menntamálaráðuneytum landanna. Síðastnefndu gestunum hefur verið boðið síðustu tvö ár og fer þeim fjölgandi löndunum sem eru með fulltrúa úr ráðuneytinu, en í ár voru þau um 30 sem tóku þátt í vinnustofu sem var helguð eTwinning og menntastefnu yfirvalda. Ísland var því miður ekki með fulltrúa að þessu sinni en við munum halda áfram samtali okkar við Menntamálaráðuneytið og stefnum á að einhver þaðan muni koma með okkur á næsta ári.

IMG_0432

Ástæða þess að starfsfólki úr ráðuneytum er boðið að taka þátt er einfaldlega sú að markmið þeirra sem móta og þróa menntastefnu Evrópusambandsins eru skýr hvað varða eTwinning; verkefnið á að vera hluti af menntastefnu yfirvalda og einstakra skóla og kunnugt öllum þeim sem koma að kennslu og menntun í hverju landi. Í fyrstu kann þetta að hljóma óraunhæft markmið en þegar betur er að gáð sést að nú þegar hefur eTwinning náð ótrúlegri útbreiðslu. Yfir 6000.000 kennarar hafa skráð sig og milljónir nemenda tekið þátt í yfir 75.000 verkefnum. eTwinning hefur á rétt rúmum áratug náð að verða stærsta samstarfsverkefni í menntamálum í EvrópuÞað er því gríðarlegur fjöldi sem kemur að eTwinning í hverju landi og kemur því ekki á óvart að á ráðstefnunni, sem í ár var haldin Varsjá í Póllandi, voru þátttakendur yfir 600 talsins. Að þessu sinni fórum við fimm frá Íslandi, Sólveig og Þorsteinn frá íslensku landskrifstofunni, Rannís, Edda Ósk kennari í Norðlingaskóla, Már Ingólfur kennari í Vallaskóla á Selfoss, og Hálfdán Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla en skólinn er einmitt einn fjögurra eTwinning-skóla á Íslandi.

IMG_0459

Þátttakendur skráðu sig fyrirfram í þær ótalmörgu vinnustofur sem í boði voru, allt frá kennslufræðilegum umræðuhópum til vinnustofa um mikilvægi samstarfs í allri menntun. Allar vinnustofurnar áttu það sameiginlegt að tengjast eTwinning með einum eða öðrum hætti og markmið þeirra, líkt og með eTwinning yfir höfuð, var að efla skólasamstarf í Evrópu, auka víðsýni nemenda og bæta menntun almennt.

IMG_0412

Ferðin var lærdómsrík og vel heppnuð. Hópurinn var sammála um að margt áhugavert hafi þar farið fram sem mun, í gegnum íslensku þátttakendurna, smjúga inn í skólakerfið og gera þar litlar en mikilvægar breytingar.

 


Sjálfbær þróun - eTwinning ráðstefna í Lille 12.-14. október

Ég var valinn ásamt þremur öðrum íslenskum kennurum til þátttöku á eTwinning ráðstefnu í Lille, Frakklandi, dagana 12. til 14. október. Yfirskrift ráðstefnunnar var sjálfbær þróun (Sustainable development) en hún var ætluð byrjendum á sviði eTwinning.

Fyrir nokkrum árum kynnti stærðfræðikennari við skóla minn, Jóhanna Eggertsdóttir, eTwinning verkefni sem hún var þátttakandi í.  Mér þótti hugmyndafræðin áhugaverð og hef frá þeim tíma haft áhuga á að kynna mér eTwinning betur. Ég hef lengi haft áhuga á umhverfismálum og hef gengt stöðu umhverfisfulltrúa við skóla minni í mörg ár. Mér fannst því kjörið að sækja um þátttöku á þessari ráðstefnu þar sem hún var ætluð byrjendum og þau verkefni sem átti að stofna til voru helguð sjálfbærni. Það gladdi mig mikið að verða fyrir valinu ásamt þremur öðrum kennurum þeim Helenu Aspelund (Grunnskóla Fjallabyggðar), Hafdísi Einarsdóttur (Árskóla Sauðárkróki) og Brynju Finnsdóttur (Menntaskólanum Akureyri).

Við mættum í Lille degi fyrir ráðstefnu og gafst því smá tími til að skoða þessa fögru og fornu borg. Ráðstefnan hófst á föstudegi en margir þátttakendur náðu þó ekki á áfangastað fyrr en á laugardegi og kom þar til tafir og niðurfellingar á flugi.

Föstudagurinn fór aðallega í að kynna hugmyndafræði og sögu eTwinning og segja frá nokkrum dæmigerðum verkefnum. Að því loknu gafst þátttakendum tækifæri til að tala saman. Notast var við „skyndikynna“ snið á fundinum. Þátttakendur voru paraðir saman og töluðust við um  möguleg verkefni í 3 mínútur en síðan var fólk parað við nýjan aðila og koll af kolli. Strax á þessum fundi náði ég að tengja við Muriel Le Duic frá College Joseph Subcot á Reunion eyju í Indlandshafi.

Reunion er fyrrum nýlenda Frakka en í dag er nú hérað í Frakklandi.  Ísland og Reunion eru eldfjallaeyjar, svo kallaðir  heitir reitir, en eldvirkni á Reunion er líkari því sem gerist á Hawaii en á Íslandi. Í raun samanstendur eyjan af tveimur dyngjum annarri virkri en hinna óvirk. Bæði Ísland og Reunion voru óbyggðar þegar Evrópubúar námu þar land en samsetning íbúa er mun fjölbreyttari á Reunion, en þeir koma frá Frakklandi, Afríku, Indlandi og Kína. Opinbert tungumál eyjaskeggja er franska en flestir nota kríól í daglegu lífi (blanda af frönsku, malagísku, hindí, portúgölsku og indverskum málum). Á meðan Ísland situr í kaldtempraðabeltinu og að hluta í kuldabeltinu er Reunion hitabeltisparadís með regnskógum og steppum. Báðar eyjar byggja afkomu í vaxandi mæli á ferðamennsku. Þéttbýli á Reunion er þó meira en á Íslandi. Þar búa um 900.000 manns á 2500 km2 svæði (1/3 af flatarmáli Vatnajökuls). Þetta gerir um 360 íbúa á km2 í samanburði við 3,5 íbúa á km2 á Íslandi.

Í fyrstu vafðist fyrir okkur að Muriel kennir yngri nemendum en ég. Hins vegar eru elstu nemendur hennar jafnaldrar þeim yngstu sem ég kenni og er hugsunin sú að hennar elstu og mínir yngstu tak þátt í verkefninu.

Við notuðum laugardag og sunnudag til að þróa verkefnið. Nafn verkefnisins er „Effects of environmental changes on a volcanic island environment“. Það hefst á vorönn 2019 og er í þremur áföngum. Í fyrsta áfanga kynna nemendur sig fyrir hvor öðrum, í örðum áfanga kynna þeir skóla sína en í þeim þriðja fara þeir í stærri samanburð. Í þeim hluta munu nemendur í Reunion skoða áhrif umhverfisbreytinga á regnskóga á Reunion en íslensku nemendurnir skoða áhrif veðurfarsbreytinga á jökla. Gert er rá fyrir að verkefninu ljúki í lok maí 2019. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig verkefnið þróast.

Það er von okkar og markmið að verkefnið stuðli að frekari samstarfi og hugsanlega gagnkvæmu heimsóknum nemenda og kennara ef stuðningur fæst til.

Kristinn Arnar Guðjónsson, Raungreinakennari Borgrholtsskóla

mynd 2Muriel Le Duic frá College Joseph Subcot á Reunion eyju og Kristinn Arnar Guðjónsson frá Borgarholtsskóla, Reykjavík.


eTwinning ráðstefna í Lúxemborg frá 19.-21. október 2018

eTwinning ráðsetfna var haldin dagana 19.-21. október undir heitinu ,,Digital Game-Based Learning in the classrom“ í Lúxemborg. Það var ekki hægt að komast til Lúxemborgar þann 19. ef maður tók flug samadægurs frá Íslandi, fór ég því til Frankfurt 18. október og áfram til áfangastaðar sama dag.  Á föstudaginn sl. labbaði ég í miðbænum og  mætti  á ráðstefnuna. Það var kynning um notkun tölvuleikja í kennslu. Eftir það var hópnum skipt í fimm lítla hópa og fengu allir hóparnir tækifæri til að fara á 5 mismunandi stöðvar þar sem allskonar áhugaverð tæki og stafrænir leikir voru kynnt og prófuð. Dagskráin lauk með kvöldmat í hótelinu.

Laugardaginn 20. okt. byrjuðum við snemma og mættum í „Convention hall“ eftir smá kynningu um „storytelling“ var gefið tækifæri til að velja stöðvar eftir áhugasviði og að tala við hugsanlega samstarfsaðila. Ég komst strax í samband við kennara frá Réunion eyju (Frakkland), Tékklandi, Grikklandi og Litháen. Míkið hugmyndaflæði fór í gang. Næst var rætt um hverning og hvenær verkefnið mundi fara af stað. Etwinning verkefnið okkar heitir „Memory Beyond Borders“. Sama kvöld var stafrænn leikur „escape room“ skipulagður fyrir okkur sem var mjög skemmtilegur og við löbbuðum míkið um miðbæinn og enduðum á  fínum veitingastað fyrir kvöldmatin. Á sunnudags morgninum 21. október var verkefnið kynnt og við lögðum af stað heimleiðis eftir hádegið.   

M. Azfar Karim, umsjónarkennari við Grunnb61277962_optskólinn Hellu

b511837a2_opt (1)


eTwinning ráðstefna í Helsinki

Dagana 31.8 - 2.9. 2017 var haldin norræn eTwinning tengslaráðstefna í Helsinki. Tilgangur hennar var að þátttakendur myndu stofna eTwinning verkefni með kennara frá öðru Norðurlandanna. Þátttakendur voru um 40 talsins. Þema ráðstefnunnar var forritunarhugsun með áherslu á forritun (Computational thinking, med huvudinslaget Kodning) og var ráðstefnan ætluð kennurum sem kenna nemendum í 1.-3. bekk og ætla að beita forritunarhugsun í kennslu á næsta skólaári.   Dagskráin hófst fimmtudaginn 31. ágúst kl. 14, og lauk laugardaginn 2. september kl. 13.  Skilyrði fyrir þátttökunIMG_1265i var að stofna eTwinning verkefni á vinnustofunni. Einnig að kynna eTwinning og segja frá ferðinni í skólanum, hvetja aðra kennara til þess að taka þátt og styðja þá.

Frá Íslandi fóru Guðný Sigríður Ólafsdóttir úr Dalvíkurskóla og Þorbjörg Guðmundsdóttir úr Akurskóla í Reykjanesbæ.

Dagskráin var vel skipulögð og góður tími gefinn í að kynna fyrir okkur ýmis tól og tæki til kennslu í forritun og fyrir hvert öðru. Síðan áttum við að tengja okkur við kennara frá einhverju öðru Norðurlandanna, búa til verkefni saman og vinna síðan að verkefninu í samstarfi þegar heim væri komið. Við Íslendingarnir komum til Helsinki seinnipart miðvikudags. Við gistum á  Radisson Blue Seaside Hotel og þar var ráðstefnan haldin. Við hittum hópinn um tvöleytið á fimmtudegi og voru fimmtudagur og föstudagur nýttir vel. Eftir stífa dagskrá föstudagsins var farið í skemmtilegan „ljósmyndaratleik“ um miðborgina og endað á flottum veitingastað þar sem var borðað um kvöldið. Á laugardaginn var dagskrá fram yfir hádegið, en þá var að drífa sig á völlinn og fljúga heim.

 

Við erum báðar reynslunni ríkari og þakklátar fyrir að fá þetta tækifæri til að þróast í starfi og kynnast kollegum í öðrum löndum. Báðar erum við komnar vel á veg í verkefnunum sem búin voru til og erum í samstarfi við kennara í Finnlandi og Svíþjóð.

 

Takk fyrir okkur!   smile

 


Spilbaseret læring i det 21. århundrede - eTwinning ráðstefna í Kaupmannahöfn 27. - 29. ágúst 2018

 

Við vorum þrjár sem fórum á þessu ráðstefnu frá Íslandi, Anna María Þorkelsdóttir (Hörðuvallaskóla - áður Hólabrekkuskóla), Ágústa Guðnadóttir (Kópavogsskóla) og Kristvina Gísladóttir (Varmahlíðaskóla).

42170134_471463466681712_3432765186992242688_nDagskráin byrjaði eftir hádegi á mánudeginum með mat og leikjum til að hrista hópinn saman. Þarna voru komnir fulltrúar frá öllum Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku auk okkar. Við fengum kynningu á eTwinning og hvað það stendur fyrir og eftir kaffi hélt Thorkild Hanghøj lektor við Álaborgarháskólann í Kaupmannahöfn fyrirlestur um gildi tölvuleikja fyrir nám nemenda. Hann fór m.a. í gegnum hvernig það að hanna eigin tölvuleiki geta aukið 21. aldar hæfni nemenda. Við fórum svo öll saman út að borða um kvöldið á ítalskan veitingarstað. Þar var búið að merkja hvar við áttum að sitja, þannig að við íslendingarnar (sem var fámennasti hópurinn) sátum allar á sitthvoru borðinu, á meðan Danirnir náðu að fjölmenna á borðin, enda lang stærsti hópurinn þarna.

Á þriðjudeginum fórum við með lest í Álaborgarháskólann í Kaupmannahöfn. Þar hittum við fyrir41961974_248789892489973_2467219864125702144_n Thorkild aftur Stine Ejsing-Dunn sem er, eins og hann lektor við skólann. Hún kenndi okkur allt um Hönnunar hugsunina (Design Thinking). Eftir hádegismat fengum við að prófa sjálf að nýta þessa fræði, þegar við fórum í hópa og áttum að vinna með hinn þekkta leik Myllu. Fyrst greinum við kosti og galla hennar og smá saman breyttum við leiknum, þannig að hann áttu þrír aðilar að geta spilað í einu. Úr þeirri vinnu komu hóparnir allir með mjög mismunandi útfærslur sem var skemmtilegt að prófa.

Við fórum líka í hópa til að finna okkur samstarfsaðila frá hinum þátttökulöndunum og fengum allar tengiliði sem við munum vera í sambandi við í vetur. Verkefnin eru mismunandi en snúast öll um að kenna nemendum að nota það sem við lærðum á námskeiðinu.

Eftir þessa smiðju fengum við siglingu í höfninni í Kaupmannahöfn og gengum aðeins um Nyhavn og nágrenni. Svo skemmtilega vildi til að þegar við stóðum og fengum fræðslu um konungshöllina gekk franska forsetafrúin framhjá okkur, brosti til okkar og veifaði. Það var mjög óvænt og öðruvísi. Um kvöldið fórum við út að borða aftur saman og svo fórum við á Spilcafé, þar sem við prófuðum ýmis spil með aðstoð fólksins sem vinnur þar. (Bastardcafe.dk)

Á miðvikudeginum vorum við að mestu í því að vinna með nýju samstarfsaðilunum okkar. Við ákváðum hugmynd og “pitchuðum” hana svo fyrir alla nærstadda. Í hádeginu fórum við saman út að borða og eftir það fór fólk að snúa aftur til síns heima og við flugum heim um kvöldið.

Við þökkum kærlega fyrir þetta tækifæri:)

Með bestu kveðju,     

Anna María, Ágústa og Kristvina.42156493_689301458098532_3290368385266745344_n


 

 


Sendiherravinnustofa í Römskog í Oslo dagana 5. - 7. október 2018

Ég undirrituð fékk tækifæri til að sækja vinnustofu norrænna sendiherra í eTwinning dagana 5. til 7. október 2018. Vinnustofan var haldin að þessu sinni í Noregi nánar tiltekið á Spa-hóteli í Römskog sem liggur dálítið utan við Oslo. Við sem sátum vinnustofuna vorum rúmlega 30 sendiherrar frá Norðurlöndunum  en hún hefur verið haldin til skiptis árlega á Norðurlöndunum undanfarin 6 ár. Þetta er í fimmta sinn sem ég fæ tækifæri til að taka þátt í svona vinnustofu og var ég eini sendiherrann frá Íslandi að þessu sinni. Samskiptamál voru danska, norska og sænska. Þarna geta sendiherrarnir borið saman bækur sínar og fengið góð ráð og hugmyndir um hvernig unnt sé að laða kennara til að taka þátt í eTwinningverkefnum og námskeiðum.

Eftir flug frá Keflavík snemma á föstudagsmorguninn 5. október lenti ég í Oslo um hádegisbil og tók lest frá flugvellinum til Lilleström sem tók um 15 mínútur. Þar beið rúta sem flutti okkur, nokkra Finna og einn Álending á hótelið í Römskog og tók aksturinn um eina og hálfa klukkustund.

hopmyndiromskog

Formleg dagskrá hófst síðan um 3 leytið sama dag þar sem boðið var upp á hressingu og farið var yfir tillögur sem þátttakendur höfðu lagt til á tricider-vefnum dagana áður en vinnustofan hófst. Þar vorum við búin að ræða um hverjar væru stærstu áskoranirnar í sambandi við sendiherraverkefnið.

Við ræddum í litlum hópum um:

  • Hvernig við fáum kennara til að vinna verkefni á eTwinning?
  • Hvernig við náum athygli skólastjórnenda?
  • Hvernig við útskýrum og sannfærum um að það sé auðvelt og einfalt að vinna samskiptaverkefni í eTwinning?
  • Hvernig við náum til iðn-/tæknikennara?
  • Twinspace og eTwinning live - hvað má fara betur, hvernig er að vinna á þessum svæðum o.s.frv. 
  • Vettvang verkefnasamskipta (partnerforum).
  • Hvernig við getum vakið athygli nemenda og fengið þá með í ákvarðanatöku og verkefnavinnu? (Involvera eleverna). 

Rætt var um gæðamerkin QL (Quality Lables).

Þegar veitt eru gæðamerki er tekið tillit til eftirfarandi:

  • að mikilvægt sé að verkefnin byggi á námskrá viðkomandi skóla
  • að margar aðferðir séu notaðar til að ná settum markmiðum 
  • að aukin áhersla sé lögð á að þátttakendur eigi í samskiptum innbyrðis milli landa og skiptist á upplýsingum og hugmyndum.
  • að upplýsingatækni sé notuð til að ná góðri samvinnu og upplýsingamiðlun
  • að öll stig verkefnisins séu skráð - þ.e.a.s. góð áætlun sé fyrir hendi
  • að úttekt sé á því hvaða gildi þau hafi haft fyrir þátttakendur (evaluation)

Við umsókn á gæðamerki eru gefin stig og þarf minnst 15 stig til að fá gæðamerki. Mest er hægt að fá 30 stig. Fyrir hvern ofangreindan þátt eru gefin mest 5 stig. En hvers vegna ætti að sækja um QL við lok verkefna og hvaða gildi hafa þau fyrir þátttakendur. Ef landsskrifstofan veitir QL fer verkefnið í pott með öðrum verkefnum hjá NSS og á kost á því að fá Evrópumerkið og jafnvel lenda í úttekt fyrir framúrskarandi verkefni og fá viðurkenningu á árlegri ráðstefnu eTwinning.

Þá var rætt um eTwinningskóla, hvaða kröfur væru gerðar til að fá þá viðurkenningu og hvaða möguleikar/fríðindi/réttindi gæfu viðkomandi skóla sem hlyti viðurkenningu sem eTwinningskóli. Norðmenn vilja t.d. að allir skólar þar sem eTwinningsendiherrar starfa séu eTwinningskólar. Einnig kom  fram að eTwinning-skólar veita brautargengi ef sótt er um "mobilities" og hafa forgang þegar sótt er um Erasmus+ verkefni. eTwinningskólar ganga fyrir við ýmis réttindi sem hægt er að fá eins og styrki, boð á vinnustofur/ráðstefnur o.s.frv.

Á laugardeginum var verkefnið CRAFT kynnt en það stendur fyrir "Creating Really Advanced Future Thinkers". Verkefnið Nordic Craft er samvinna Norðmanna, Dana, Finna og Svía og ætlunin er að nota eTwinning sem ramma utan um verkefnin. Norræna ráðherranefndin styrkir verkefnið. Hér má sjá myndband með ensku tali sem útskýrir CRAFT.

Eftir kynningu á CRAFT unnum við í hópum við lausn verkefnis sem fólst í því að finna heppilegustu lausn á því hvernig hægt væri að auka íssölu yfir vetrarmánuðina en hún datt alltaf niður á því tímabili. Unnið var í nokkrum hópum og gefin voru stig fyrir kynningu á bestu lausninni. Að sjálfsögðu var ég í vinningshópnum sem fékk flest stigin :-).

Við lausnina stungum við upp á að nota tækni og upplýsingamiðlun ásamt því að verðlauna þá sem keyptu mest af ís. Dómarinn (á námskeiðinu) var reynslumikill íssali sem var "fyrir tilfelli" í hópnum og dæmdi af reynslu :-)

Einn hópurinn bjó til myndband þar sem hann útskýrði sína lausn.

CRAFT workflow lýsir því hvernig svona vinna getur farið fram. Í Danmörku í ár fór fram CRAFT hátíð þar sem nemendur sýndu niðurstöður sínar. Myndband.

 

Að lokum unnum við með nokkrar hugmyndir að verklagi og verkefnum sem hægt væri að vinna sem CRAFT verkefni. Þau verkefni liggja inni á Twinspace síðunni okkar og hægt er að nálgast þau í gegnum sendiherrana.

Þátttakendur voru afar sáttir með vinnustofuna og vildu halda áfram að hittast á árlegum vinnustofum til skiptis á Norðurlöndunum því það skilaði alltaf góðum hugmyndum og samböndum ásamt einhverju markverðu/hagnýtu sem hægt væri að nýta sér við áframhaldandi vinnu með kennurum í hverju landi fyrir sig. Ég segi bara takk fyrir mig og held áfram að bera út boðskapinn um skapandi verkefnavinnu með eTwinning.

Kolbrún Svala Hjaltadóttir


Tengslaráðstefna í Lúxemborg október 2018 - Digital Game-Based Learning in the classroom

Ég fór á eTwinning tengslaráðstefnu í Lúxemborg 19. – 21. október.  Til að vera komin í tæka tíð ferðaðist ég til Lúxemborgar fimmtudaginn 18. október og valdi ég að fljúga til London og þaðan til Lúxemborgar. Ferðalagið gekk mjög vel og ég var komin á hótelið þar sem allir ráðstefnugestirnir gistu fyrir kvöldmat. Á ráðstefnunni voru um 60 manns.

Ég vaknaði snemma á föstudeginum og fór út að ganga. Ég gekk um borgina og skoðaði eins mikið og ég gat en að mínu mati er Lúxemborg mjög falleg borg og það var einstaklega gaman að fá tíma til að skoða borgina.

Ráðstefnan hófst klukkan 14 á föstudeginum með smá opnunarræðu og tveimur erindum um hvernig hægt er að nota stafræna leiki í kennslu en yfirskrift tengslaráðstefnunnar var „Digital Game-Based Learning in the classroom“. Að þessum erindum loknum var okkur skipt upp í hópa og við fórum á mismunandi stöðvar þar em okkur gafst tækifæri á að spjalla saman og skoða mismunandi stafræna leiki sem hægt er að nýta í kennslu. Deginum lauk með sameiginlegum kvöldverði á hótelinu.

Á laugardeginum þurftu allir að vera tilbúnir í anddyri hótelsins klukkan 8:30 og fóru flestir með rútu í salinn sem við vorum í þann daginn. Ég og þrjár aðrar ákváðum að fá okkur ferskt loft og ganga að ráðstefnusalnum. Dagurinn hófst svo á kynningu um stafræna sögugerð og eftir það fórum við í hópa út frá áhugasviði. Í áhugasviðhópunum spjölluðum við saman og úr varð að það mynduðust minni hópar sem hófu að vinna að sínu eTwinning verkefni. Ég er í 5 landa hópi og nýttum við þann tíma sem við höfðum á laugardaginn í að skipuleggja verkefnið okkar og gekk það vel. Þegar vinnustofunni lauk ákvað ég að ganga aftur á hótelið en mig langaði að fá tækifæri til að ganga ofan í gilið sem er í borginni, ég sá sannarlega ekki eftir þeirr gönguferð. Allur hópurinn hittist svo að nýju klukkan 17:30 í bænum og þar fórum við í stafrænan útileik (escape room) sem var mjög skemmtilegur. Hópnum var skipt í minni hópa og fékk svo hver hópur einn iPad og ýmsa fylgihluti sem nýta þurfti til að leysa þrautir og bjarga heiminum. Við enduðum svo á veitingastað þar sem allir hóparnir komu saman og borðuðum kvöldmat.

Á sunnudeginum vorum við einungis á hótelinu. Við fengum tíma til að klára verkefnið okkar og skrá það. Ég og hópurinn minn náðum að fullklára verkefnið og ég og samstarfsaðili frá Slóveníu skráðum verkefnið inn í gagnagrunn eTwinning. Þegar undirbúningstíma var lokið voru allir hóparnir með stutta kynningu á verkefnunum sínum. Það var gaman að sjá hve fjölbreytt verkefnin voru. Undir hádegi lauk ráðstefnunni með stuttri ræðu og fljótlega eftir það kvöddumst við öll og hver og einn hélt heim á leið.

Allt utanumhald og skipulag varðandi ráðstefnuna var til fyrirmyndar og það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að fara á eTwinning ráðstefnu og algjör bónus að ráðstefnan var í landi sem ég hafði ekki heimsótt áður.

Ragna Gunnarsdóttir, umsjónarkennari í Flataskóla


PDW for eTwinning Ambassadors 2018 - BELGRAD

Dagana 4. til 6. júní s.l. var haldin  vinnustofa í Belgrade í Serbíu fyrir nýja sendiherra eTwinning í Evrópu.  Á Íslandi eru starfandi nokkrir sendiherrar en tveir af þeim teljast nýir og voru þeir fulltrúar Íslands. Það voru þau Hans Rúnar Snorrason kennari í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, sendiherra á Norðurlandi og Rósa Harðardóttir skólasafnskennari í Norðlingaskóla og sendiherra á Höfuðborgarsvæðinu.20180604_110533

Flogið var út sunnudaginn 3. júni með millilendingu í Brussel. Komið var til Belgrad um miðnætti sama dag.

Þar sem að ráðstefnan byrjaði ekki fyrr en seinnipartinn á mánudeginum var frábært tækifæri til að skoða þessa sögufrægu borg sem var frekar skemmtilegt í yfir 20 stiga sumarhita.

Vinnustofan var haldin á stóru ráðstefnuhóteli Metropol Palace Hotel og flestir þátttakendur gistu þar. Þátttakendur voru 160 frá 39 löndum í Evrópu. Eftir nokkur inngangserindi m.a. frá menntamálaráðherra Serbíu var farið að hrista hópinn saman. Það var gert á fjölbreyttan hátt með ýmsum hópeflisleikjum þar sem þátttakendum var skipt í hópa og unnu skemmtileg verkefni og alltaf með eTwinning í huga. Þessum fyrsta degi lauk með sameiginlegum kvöldverði.

 

Klukkan hálf 10 á þriðjudeginum hófs dagskráin aftur með vinnustofum. Hægt var að velja um sex vinnustofur sem fjölluðu á einn eða annað hátt um það hvernig best væri að nota eTwinning á margvíslegan hátt, hvernig leiðir væru góðar til þess að fá kennara í verkefni svo eitthvað sé nefnt.  Hans Rúnar og Rósa pössuðu að velja aldrei sömu vinnustofuna þannig að þau gætu miðlað því sem þau lærðu sín  á milli.  Á þessum tveimur dögum höfðu þau kost á því að velja fjórar mismunandi vinnustofur af 16 sem í boði voru. Efnið var fjölbreytt en dæmi um vinnustofur sem þau völdu voru: Running a Face to Face eTwinning workshop, A brief guide to eTwinning Learning Events - a hands-on workshop20180604_162713

 og Twinspace and communication with partners. Það er skemmst frá því að segja að vinnustofurnar voru mjög misjafnar að gæðum en alltaf lærði maður eitthvað nýtt. Það kom fyrir að sá sem sá um vinnustofuna var með minni reynslu af eTwinning en þátttakendur og sagði þeim frá hlutum sem flestir þekktu. Aðrar voru mjög góðar og vöktu áhuga og hrifningu þeirra sem sóttu. Það sem ávallt stendur upp úr svona vinnustofum og ráðstefnum er sú tengslamyndun sem á sér stað. Þarna hittu þau Hans Rúnar og Rósa kennara sem þau höfðu hitt áður og aðra sem unnið höfðu með þeim í verkefnum en aldrei hitt. Svo má ekki gleyma þeim nýju kynnum sem stofnað var til sem eiga vonandi eftir að verða uppspretta margra skemmtilegra verkefna í framtíðinni.

Sumarkveðja

Hans Rúnar Snorrason og Rósa Harðardóttir

20180605_120224

 

 

 


eTwinning ráðstefna í Róm maí 2018

Róm

 

 

 eTwinning ráðstefna í    

    Róm, maí 2018

 

  

13.maí lögðum við fimmmenningarnir ég (Elín Þóra Stefánsdóttir), Helga María Guðmundsdóttir, Flataskóla, Kristín Helgadóttir, Leikskólanum Holti, Svava Bogadóttir, Stóru-Vogaskóla og Guðmundur I. Markússon frá landskrifstofunni af stað frá Keflavík. Flugið gekk allt eins og í sögu og lentum við í Róm þar sem stór leigubíll beið okkar. Flugvöllurinn er aðeins um 14km fyrir utan borgina og var því gott að sjá fyrir sér hótelrúmið eftir langan ferðadag.

 Þegar leigubíllinn renndi upp að hótelinu kom starfsmaður hlaupandi út og sagði að við þyrftum að fara á annað hótel í sömu keðju.  Leigubílstjórinn skutlaði okkur þangað og leist okkur ekkert sérlega vel á aðkomuna, þröngt og dimmt húsasund, en fórum samt inn.  Þar kannaðist enginn við neitt.  Þar sem að klukkan var orðin um eitt ákváðum við að gista þarna eina nótt og sjá til um morguninn.

Morguninn kom í ljós að leigubílstjórinn hafði farið með okkur á vitlaust hótel. Við röltum því yfir á rétta hótelið sem var í göngufæri.

Þennan dag höfðum við dálítinn tíma til að skoða okkur um í borginni, við vorum jú alveg í miðbænum og ekki langt að ganga milli áhugaverðra staða. Hlutirnir sem við skoðuðum voru Pantheon, sem er elsta heila bygging í Róm, kirkja og sögulegt grafhýsi, Colosseum, Rómönsku minjarnar og fleira.

Eftir hádegið hófst svo ráðstefnan og var yfirskrift hennar 

 

“Eflum eTwinning skóla: Leiðum, lærum og deilum” og stóð hún yfir 14.-16. maí

Ráðstefnan var fyrst og frems fyrir þá skóla  sem hlotið hafa viðurkenninguna “eTwinning skóli”, en hún byggist á öruggri netnotkun og breiðri þátttöku í eTwinning og alþjóðasamstarfi, þ.e. að þátttakan byggi ekki á framtaki einstakra kennara heldur sé markviss, njóti stuðnings skólastjórnenda og nái til fjölda nemenda.  Í vor hlutu 1211 evrópskir skólar þennan titil, en aðeins fjórir á Íslandi. Að gerast eTwinning skóli er liður í skólaþróun. Fyrir utan að eflast enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi hafa eTwinning skólar tækifæri til að styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda auk alþjóðatengsla skólans.

 

Um 250 manns af 35 þjóðernum tóku þátt á ráðstefnunni, flestir skólastjórnendur.

 

Ráðstefnan hófst á því að við vorum boðin velkomin af yfirvöldum menntamála á Ítalíu. Þar talaði m.a. Sara Pagliai sem er yfirmaður Erasmus +. Hún lagði mikla áherslu á að komið verði inn Evrópuvitund hjá grunnskólanemendum . Cécile Le Clercq frá Evrópsambandinu sagði að með nýrri áætlun kæmi a.m.k. helmingi meira fjármagn til samskiptaverkefna.

 

Á ráðstefnunni voru þrír aðalfyrirlestrar:

Patricia Wastiau er aðalráðgjafi rannsókna hjá, European Schoolnet í Brussel. Hennar fyrirlestur hét ,,Shared Leadership: a mindset and tool to empower eTwinning schools. (Sameiginleg stjórn: hugsunarháttur og tól til eflingar etwinningskóla) Hún talaði um að það væru ekki bara skólastjórnendur sem væru leiðtogar í skólunum, heldur hver sá sem leggur krafta sína í þróun í skólastarfi.

 

Annar fyrirlesari var Paul Downes, aðstoðarprófessor í menntunarsálfræði, og stjórnandi Educational Disadvantage Centre, Dublin City University. Hans erindi  hét ,,Developing a whole school approach for promoting inclusive systems in and around schools: Some issues

for eTwinning?   (þróun á nálgun skóla á vellíðan og vilja barna til að stunda frekara nám). Þar ræddi hann um brottfall nemenda úr skólakerfinu vegna svefnleysis, eineltis og brotinnar sjálfsmyndar vegna lélegra einkunna. Hann vitnaði í íslenska rannskókn þar sem kemur fram að íslendingar séu mjög seinir miðað við aðrar þjóðir að bregðast við brottfalli. Hann sagði að eTwinning hjálpaði nemendum að tengjast út í veröldina, yki lýðræði og leið til að tjá sig. Sameiginlegt skólum sem eru með lítið brottfall er að þar eru gerðar miklar væntingar til nemenda og auk þess er þar mikið lýðræði.

 

Angelo Paletta, aðstoðarprófessor við Department of Management, Università di Bologna, var þriðji fyrirlesarinn. Hans erindi hét Distributed Leadership, school improvement and student learning.  (leiðtogastöðum skipt upp, framfarir í skóla og lærdómi nemenda).

 

Öll þessi erindi voru mjög áhugaverð og þess virði að skoða greinar eftir þetta fólk eða hlusta á þá eigir þú kost á því.

 

Á ráðstefnunni voru líka  20 mismunandi vinnustofur, þar voru lítil erindi og síðan vann fólk saman í litlum hópum.  Þessum vinnustofum var skipt upp í fjórar lotur þ.a. hver og einn gat einungis valið fjórar vinnustofur. Í þessum vinnustofum nær fólk gjarnan að mynda tengsl við einstaklinga í Evrópu sem oft leiða til frekari samvinnu síðar meir.

 

Einn af síðustu liðunum voru pallborðsumræður þar sem sátu fyrir svörum kennarar, aðstoðarskólastjórar og skólastjórar sem allir höfðu eTwinning að ástríðu og höfðu sumir verið með frá upphafi 2005.  Sérstaklega þótti mér tilfinningarþrungið að heyra Laura Maffei ítalskan kennara segja frá baráttu sinni fyrir eTwinning innan skólans og öllum þeim steinum sem hún þurfti að velta frá á veginum.

 

 Helstu skilaboð ráðstefnunnar voru að skólastjórnendur séu í lykilstöðu til þess að efla þátttöku skóla í eTwinning; að leiðtogahlutverk verði að vera dreifð og verði að byggjast á öllum skólanum, frá nemendum, kennurum og stjórnendum (shared/distributed leadership); að lokum hvatti Anne Gilleran, stjórnandi kennslufræða eTwinning, fulltrúa skólanna til dáða: eTwinning skólar munu breyta kerfinu.

 

Heim ferðin gekk  að óskum með þremur flugum og lestar og rútuferðum mlli flughafna í London. 

 

Elín Þóra Stefánsdóttir, etwinningsendiherra.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband