PDW for eTwinning Ambassadors 2018 - BELGRAD

Dagana 4. til 6. júní s.l. var haldin  vinnustofa í Belgrade í Serbíu fyrir nýja sendiherra eTwinning í Evrópu.  Á Íslandi eru starfandi nokkrir sendiherrar en tveir af þeim teljast nýir og voru þeir fulltrúar Íslands. Það voru þau Hans Rúnar Snorrason kennari í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, sendiherra á Norðurlandi og Rósa Harðardóttir skólasafnskennari í Norðlingaskóla og sendiherra á Höfuðborgarsvæðinu.20180604_110533

Flogið var út sunnudaginn 3. júni með millilendingu í Brussel. Komið var til Belgrad um miðnætti sama dag.

Þar sem að ráðstefnan byrjaði ekki fyrr en seinnipartinn á mánudeginum var frábært tækifæri til að skoða þessa sögufrægu borg sem var frekar skemmtilegt í yfir 20 stiga sumarhita.

Vinnustofan var haldin á stóru ráðstefnuhóteli Metropol Palace Hotel og flestir þátttakendur gistu þar. Þátttakendur voru 160 frá 39 löndum í Evrópu. Eftir nokkur inngangserindi m.a. frá menntamálaráðherra Serbíu var farið að hrista hópinn saman. Það var gert á fjölbreyttan hátt með ýmsum hópeflisleikjum þar sem þátttakendum var skipt í hópa og unnu skemmtileg verkefni og alltaf með eTwinning í huga. Þessum fyrsta degi lauk með sameiginlegum kvöldverði.

 

Klukkan hálf 10 á þriðjudeginum hófs dagskráin aftur með vinnustofum. Hægt var að velja um sex vinnustofur sem fjölluðu á einn eða annað hátt um það hvernig best væri að nota eTwinning á margvíslegan hátt, hvernig leiðir væru góðar til þess að fá kennara í verkefni svo eitthvað sé nefnt.  Hans Rúnar og Rósa pössuðu að velja aldrei sömu vinnustofuna þannig að þau gætu miðlað því sem þau lærðu sín  á milli.  Á þessum tveimur dögum höfðu þau kost á því að velja fjórar mismunandi vinnustofur af 16 sem í boði voru. Efnið var fjölbreytt en dæmi um vinnustofur sem þau völdu voru: Running a Face to Face eTwinning workshop, A brief guide to eTwinning Learning Events - a hands-on workshop20180604_162713

 og Twinspace and communication with partners. Það er skemmst frá því að segja að vinnustofurnar voru mjög misjafnar að gæðum en alltaf lærði maður eitthvað nýtt. Það kom fyrir að sá sem sá um vinnustofuna var með minni reynslu af eTwinning en þátttakendur og sagði þeim frá hlutum sem flestir þekktu. Aðrar voru mjög góðar og vöktu áhuga og hrifningu þeirra sem sóttu. Það sem ávallt stendur upp úr svona vinnustofum og ráðstefnum er sú tengslamyndun sem á sér stað. Þarna hittu þau Hans Rúnar og Rósa kennara sem þau höfðu hitt áður og aðra sem unnið höfðu með þeim í verkefnum en aldrei hitt. Svo má ekki gleyma þeim nýju kynnum sem stofnað var til sem eiga vonandi eftir að verða uppspretta margra skemmtilegra verkefna í framtíðinni.

Sumarkveðja

Hans Rúnar Snorrason og Rósa Harðardóttir

20180605_120224

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband