Nýsköpun í Madríd

Blogg_myndÞað voru tveir íslenskir kennarar sem sóttu  Madrid heim dagana 12.-14. nóvember s.l. þegar haldin var í fimmta skipti eTwinning starfsþróunarvinnustofa fyrir spænskumælandi kennara þar í borg. Alls voru 120 þátttakendur frá 12 þjóðlöndum mættir á vinnustofuna sem að þessu sinni fjallaði um hvernig rækta má nýsköpunarverkefni með eTwinning.

Fyrirkomulag vinnustofunnar var á þann veg að eftir formlega skráningu fyrsta daginn þá var haldin kynning  á eTwinning verkefnum auk þess sem skemmtilegur fyrirlesari fjallaði um möguleika eTwinning í skólastarfi. Annar dagurinn hófst með  mjög áhugaverðum fyrirlestri um getu nemenda til náms útfrá sjónamiðum taugafræðinnar en fyrirlesturinn byggðist á rannsókn taugasérfræðinga. Eftir það tók við vinna í smiðjum  sem voru fimm tallsins (farnám, spegluð kennsla, gerð verkefna og þróun í tengslum við eTwinning, leikjavædd kennsla og skynjun) en hver þátttakandi gat valið að skrá sig í þrjár smiðjur. Þriðja og seinasta daginn unnum við í hópum eftir kennslu- og áhugasviðum þar sem markmiðið var að setja upp verkefni.  Hver hópur hélt síðan stutta kynningu á verkefninu sínu undir lok vinnustofunnar.

Allt skipulag og uppbygging vinnustofunnar var til fyrirmyndar og erum við þakklátar fyrir að fá tækifæri til að kynnast nýjum aðferðum í kennslu sem mætir þörfum nýrra tíma.  Með tækninni hafa opnast möguleikar til náms þvert á aðstæður sem m.a. birtist í auðveldu aðgengi að upplýsingum, nýjum leiðum til samskipta, samvinnu og fl. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að vera með puttann á púlsinum svo við getum þróað kennslu í takt við þessar breytingar. Með þátttöku á vinnustofunni fengum við að auki tækifæri til að hitta fólk og mynda tengsl sem er að okkar mati ekki síður mikilvægt og hlökkum við til að takast á við ný og spennandi verkefni í framtíðinni. 

Takk fyrir okkur.

Harpa og Hilda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband