Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 26. ágúst 2011
Byrjendanámskeið í september fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara
Kl. 12:30-16:00. Háskólatorg, tölvuver HT204.
Námskeiðið verður endurtekið fimm sinnum:
- 1. september
- 2. september
- 7. september
- 20. september
- 21. september
Námskeiðið kostar ekkert.
Farið verður í grunnatriði eTwinning-kerfisins, þ.e.
- eTwinning-vefgáttina (etwinning.net)
- eigið svæði kennara (eTwinning Desktop),
- hina rafrænu kennslustofu (TwinSpace)
SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ HÉR - TAKMARKAÐUR FJÖLDI
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. ágúst 2011
Auglýst eftir eTwinning-fulltrúum á landsbyggðinni
eTwinning er áætlun um rafrænt skólasamfélag í Evrópu og heyrir undir Comenius-hluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins, Lifelong Learning Program (LLP). eTwinning býður upp á ýmsa samstarfsmöguleika fyrir kennara og skóla þar sem Internetið og upplýsingarækni er nýtt. Í gegnum eTwinning geta kennarar einnig sótt ókeypis námskeið, bæði á vinnustofum og fjarnámskeiðum á Netinu.
eTwinning er með landskrifstofu (National Support Service) í hverju landi evrópska efnahagssvæðisins og sinnir Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, Háskóla Íslands, því hlutverki á Íslandi.
eTwinning-fulltrúar
Nú stendur til að bæta svo kölluðum eTwinning-fulltrúum (eTwinning ambassadors) við stuðningskerfi eTwinning á landsbyggðinni. Forsenda þess að vera eTwinning-fulltrúi er:
- að vera kennari á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi
- hafa reynslu af eTwinning-samvinnu (að hafa tekið þátt í amk. einu eTwinning-verkefni þar sem TwinSpace var notað)
- vera reiðubúnir að sinna ákveðnum skyldum (sjá á eftir).
Tímabilið 2011 og 2012
Auglýst er eftir fulltrúum frá september 2011 og út árið 2012.
Svæðaskipting:
Auglýst er eftir einum fulltrúa á hverju eftirfarandi svæði (miðað er við svæðaskiptingu á vef Menntamálaráðuneytisins: menntamalaraduneyti.is/stofnanir/):
- Suðurland
- Austurland
- Norðurland eystra og vestra
- Vestfirðir
- Vesturland
Hlutverk eTwinning-fulltrúa
eTwinning-fulltrúar vinna að framgangi eTwinning með ýmsum hætti, jafnframt því að hafa tækifæri til að auka færni sína með þátttöku í fjarnámskeiðum, vinnustofum, oþh.
Hlutverk eTwinning-fulltrúa í góðu samstarfi við Landskrifstofuna
- Veita upplýsingar um og hvetja til þátttöku í eTwinning á sínu svæði (t.d. svara fyrirspurnum, halda kynningar)
- Styðja þátttakendur í eTwinning á sínu svæði (t.d. svara fyrirspurnum)
- Skipuleggja eitt eða fleiri eTwinning-námskeið/viðburði á sínu svæði (t.d. með þátttöku Landskrifstofu)
- Kynna eTwinning og deila reynslu sinni á menntaviðburðum þegar hægt er og
- Blogga einu sinni í mánuði eða oftar á íslenska eTwinning-blogginu (etwinning.blog.is)
- Taka þátt í evrópsku fjarnámskeiði á vegum eTwinning á Netinu (Learning Event)
- Þegar hægt er að koma því við: Taka þátt í vinnustofu fyrir eTwinning-fulltrúa í Evrópu þegar það er í boði
- Þegar hægt er að koma því við: Taka þátt í starfi eTwinning á Íslandi og í Evrópu þegar það er í boði, m.a. evrópsku samstarfsneti eTwinning-fulltrúa (t.d. netfundum í Elluminate-samskiptakerfinu, fara á viðburði hjá Landskrifstofu, og hjá eTwinning í Evrópu)
Kjör tímakaup og ferðakostnaður
- Greitt verður tímakaup fyrir þann tíma sem fulltrúar verja í upplýsingar, kynningar, stuðning, o.sfrv.
- Einnig verður greiddur ferðakostnaður (samkvæmt kílómetrum eða farseðlum).
Umsókn -- umsóknarfrestur til og með 4. september nk.
Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri eTwinning, Guðmundur Ingi Markússon.
Netfang: gim(hjá)hi.is
Sími: 525 5854
Bloggar | Breytt 5.9.2011 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. ágúst 2011
eTwinning-vinnustofa í Newcastle, Englandi, 30. september til 2. október 2011 – fyrir kennara frá strand- og sjávarhéröðum
- Tvíþætt þema: Strandhéröð og strandmenning / notkun upplýsingatækni í kennslu.
- Ætlað kennurum sem kenna við skóla frá strand- og sjávarhéröðum, sem jafnframt eru tilbúnir til að vinna eTwinning-verkefni með nemendum sínum á komandi skólaári.
- Aldur nemenda: 6-12.
- Öll kennslufög gjaldgeng.
- Ferðastyrkur í boði fyrir 2-4 kennara.
- Vinnustofan fer fram á ensku.
- Vinnustofan er ókeypis -- eTwinning greiðir flugfargjald og uppihald fyrir þátttakendur.
- Skráningarfrestur er til og með 21. ágúst nk.
Nánari upplýsingar um vinnustofuna og skráningu á þessari slóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. maí 2011
Landskeppni eTwinning – skráið verkefni ykkar til leiks!
- Öll verkefni sem starfrækt voru einhvern tíma á yfirstandandi skólaári (2010-11) eru gjaldgeng. Allir sem tekið hafa þátt í verkefni á þessum tíma geta skráð þau til leiks (skiptir engu hvor kennarar eru stofnendur verkefna eða þátttakendur).
- Veitt verða verðlaun fyrir besta verkefnið í flokkum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
- Verðlaunin verða vegleg verðlaun og verða þau eign þeirra skóla sem vinna verðlaunin verða veitt í október á árlegri landshátíð eTwinning.
- Hægt er að skrá verkefni nú þegar skráningin verður opin fram í september.
- Smelli hér til að sjá hvernig þið skráið ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Norræn eTwinning-vinnustofa á Gotlandi í Svíþjóð 26-29. maí 2011
- Þema: Notkun UT í leikskólum í tengslum við upplifun/miðlum/umræðu um náttúruna.
- Ætlað leikskólakennurum sem ætla að vinna að eTwinning-verkefni á næsta skólaári.
- Aldur nemenda: 4-6 ára.
- Ferðastyrkur í boði fyrir 3 leikskólakennara.
- Vinnustofan fer fram á skandinavísku (dönsku, norsku og sænsku), og því gerð krafa um færni í einhverju þessara mála og skilning á þeim öllum.
- Vinnustofan er ókeypis -- eTwinning greiðir flugfargjald og uppihald fyrir þátttakendur
SKRÁNINGARFRESTUR til og með 19 apríl nk.
Nánari upplýsingar um vinnustofuna og skráningu á þessari slóð.
Bloggar | Breytt 18.4.2011 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. apríl 2011
Góður andi á byrjendanámskeiðum 8. og 11. apríl
Tvö byrjendanámskeiðið í eTwinning voru haldin 8. og 11. apríl. Góður andi var á báðum námskeiðum og höfðu þátttakendur á orði að þeir hefðu lært helmikið.
Eins og gefur að skilja voru námskeiðin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Farið var í grunnatriði eTwinning-kerfisins, þ.e. aðalsíðu eTwinning (etwinning.net), eigið svæði kennara (eTwinning Desktop), og hina rafrænu kennslustofu TwinSpace.
Landskristofan mun halda fleiri byrjendanámskeið með haustinu og verða þau auglýst á heimasíðunni (etwinning.is).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. mars 2011
Byrjendanámskeið 8. eða 11. apríl 2011 fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara
Kl. 12:30-16:00. Háskólatorg, tölvuver HT204.
Námskeiðið kostar ekkert.
Farið verður í grunnatriði eTwinning-kerfisins, þ.e.
- eTwinning-vefgáttina (etwinning.net)
- eigið svæði kennara (eTwinning Desktop),
- hina rafrænu kennslustofu (TwinSpace)
SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ HÉR - TAKMARKAÐUR FJÖLDI
Bloggar | Breytt 29.3.2011 kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. janúar 2011
BETT 2011 - mjög áhugaverð sýning
BETT sýningin í London 12. 15. Janúar 2011.
BETT stendur fyrir Brithish Educational Training and Technology og er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Meira en sexhundruð aðilar eru þar með sýningarbása og kynningar og meðan á sýningunni stendur eru fluttir um eitthundrað fyrirlestrar . Við marga sýningarbásana voru síðan reglulega í gangi kynningar á því nýjasta í kennslutækjum og kennsluhugbúnaði. Að okkar mati voru eftirfarandi þættir áberandi:
· Skjávarpar, snertiskjáir og smarttöflur
· Ýmis hugbúnaður fyrir hagkvæmni í rekstri menntastofnana
· Ýmis búnaður fyrir kennslu barna með sérþarfir
Hér verður í stuttu máli sagt frá ýmsu sem sérstaklega vöktu athygli hjá undirrituðum.
Hleðslukassi fyrir bekkjarsett af spjaldtölvum
Fyrirtækið Parat kynnti kassa sem sem er bæði hægt að nota til að hlaða allt að 16 spjaldtölvur (Ipads) í einu og einnig til að hlaða inn efni í leiðinni, t.d. verkefni fyrir bekk. Þarna er öllu mjög haganlega fyrirkomið því tölvan nær beint sambandi þegar henni er stungið í rauf í kassanum. Sama gilti um hleðslukassa fyrir ipod spilara en þá tekur kassinn 20 spilara.Stop motion hreyfimyndaforrit sérstaklega fyrir skóla
Þarna var kynnt nokkuð fagleg útgáfa á animation forriti: ZU3D (sjá: http://zu3d.com) Með forritinu eru búnar til hreyfimyndir með hljóðáhrifum, tónlist, titlum og texta. Forritið er mjög auðvelt í notkun með venjulegri vefmyndavél.Kynning frá Singapoor forritin News-Maker og Moo-O
Með forritinu News Maker eiga nemendur að bæta tungumálafærni sína í þremur skrefum: 1) skrifa frétt, 2) lesa fréttina og 3) gefa út. Fyrst skrifa nem. Frétt sem þeir síðan lesa upp í videoupptöku. Síðan hlusta þau á flutninginn og ásamt samnemendum og meta flutninginn. Það sýnir sig að nemendur vilja bæta flutningin og endurtaka upptökuna.Í forritinu Moo-O hvetur nemendur til að lesa á leikrænan hátt með því að taka að sér hlutverk sögupersóna. 1. Saga valin til að lesa2. Hlutverkum úthlutað3. Lestur og upptaka4. BirtingForritið gefur nemendum kost á bæði á sjálfsmati og mati samnenda á hæfni þeira í flutningi.Þessi forrit bæði hafa fengið verðlaunin 2009 Tech and Learning Awards og Excellence.Gagnvirk skjátækni Indesign
Það var mjög mikið um það á þessari sýningu að fyrirtæki voru að kynna nýjungar hvað snertir skjávarpa og snertitöflur, einnig snertiskjái. Virtist sem þróunin m.a. væri mikið í þá áttina að hinar svonefndu smarttöflur hefðu stækkað. Kínverska fyrirtækið Indesign sýndi aftur á móti gagnvirkan skjávarpa sem var án sérstakrar töflu. Varpa mátti beint á vegg og skrifa á ljósflötin með sérstökum penna og nam tölva þá skriftina án þess að nokkuð væri skrifað á sjálfan vegginn. Þeir sýndu líka skjávarpa með innbyggðri tölvu.Hugbúnaður fyrir samskipti við mötuneyti skóla
Þessi hugbúnaður gefur nemendum möguleika á því að velja sér mat fyrir hvern dag. Hans val fer síðan beint til mötuneytisins þar sem maturinn er settur í bakka merktum nemandanum. Fylgst er með þegar nemandinn nær í matinn. Fylgst er með kostnaði hjá hverjum nemanda og einnig geta foreldrar fylgst með hvað nemandinn borðar og hvað það kostar. Notkun þessa forrits hefur í för með sér að minna fer til spillis af mat, kennarar losna við að safna upplýsingum hjá nemendum um hvað þeir vilji borða og heildarkostnaður við mötuneytið lækkar.We are writers
Á fyrirlestri hjá fyrirtækinu Scolastic ( http://scolastic.co.uk ) var ritunarverkefnið We are writers kynnt og reyndist það mjög áhugavert. Verkefnið felur það í sér að hver nemandi á kost á því að fá sögu eða frásögn eftir sig gefna út í sérstakri bók sem Scolastic framleiðir fyrir skóla nemandans. Verkefnið er unnið sem hér segir: Undir stjórn kennara velja nemendur sér viðfangsefni. Það getur verið ákveðið þema fyrir allan bekkinn eða byggt á vali hvers og eins. Nemendurnir fá aðgang að sérstakri vefsíðu hjá Scolastic þar sem slá inn sín verk. Það geta verið allt frá nokkrum orðum upp í nokkrar blaðsíður. Kröfur Scolastic eru þær að verkin séu a.m.k. 50 og að pantaðar séu a.m.k. 30 bækur. Hver bók kostar 5 ensk pund en þar að auki fær skólinn fría bók. Áður en bókin er gefin út fær skólinn og foreldrar nemendanna efnið til yfirlestrar og að því loknu er bókin gefin út. Miðað er við að foreldrar kaupi bókina á kostnaðarverði en einnig er möguleiki á að skólinn innheimti smávegis til viðbótar í fjáröflunarskyni.Read & Respond Engage
Scholastic kynnti einnig nýtt lestrarprógramm sem kallast Read & Respond Engage. Prógrammið byggir á sérstakri aðferð til að efla færni í lestri og kenna lesskilning og er þannig uppbyggt að fyrir hvern aldurshóp (5-7 ára, 7-9 ára og 9-11 ára) voru teknar saman 6 sérvaldar bækur og síðan hafa lesendurnir aðgang að sérstökum hugbúnaði þar sem gefinn er kostur á fjölmörgum úrvinnslumöguleikum með efni bókanna. Þar er einnig dagbók þar sem nemandinn getur fylgst með vinnu sinni auk þess sem þar er að finna ýmis konar viðbótarefni.
Það var sérstaklega áhugavert að kynnast þessu efni með hliðsjón af þeirri umræðu sem nú er uppi í skólum hér heima varðandi lestrarkennslu og aukinn áhuga á að efla lesskilning nemendanna.
Skjávarpar frá CASIO
Fyrirtækið Casio kynnti nýja kynslóð af skjávörpum þar sem lampar koma ekki lengur við sögu. Ljósið frá skjávarpanum byggir á nýrri tækni frá Casio sem byggir á laserljósi og LED og gefa þeir ljósmagn allt að 3000 ANSI lumens. Bent er á að venjulegir lampar í skjávörpum verða daufari með aldrinu en að þessi nýja tækni hafi í för með sér að ljósgeislinn dofni ekki í a.m.k. 20.000. klukkustundir. Í samræmi við þessa staðhæfingu er gefin 5 ára ábyrgð á þessum skjávörpum fyrir skóla.Tölvubúnaður fyrir sérkennslu
Tölvuvert framboð var á sýningunni af ýmiskonar tövlubúnaði fyrir nemendur með sérþarfir. M.a. mátti sjá nokkuð úrval af lyklaborðum sem voru sérsniðin hvað varðar stærð takka, litar o.fl. Þá voru einnig kynnt ýmis forrit sem sékennarar geta nýtt sér. Fyrirtæki að nafni Old Media kynnti fjölþættan hugbúnað fyrir nemendur með sérþarfir sem var hannað með það í huga að gefa þeim nemendum kost á betri félagstengslum. Þennan hugbúnað gátu síðan nemendurnir haldið áfram að nota eftir að þeir höfðu yfirgefið skólann og í gegnum hann haldið áfram sambandi við fyrri skólafélaga.Gert í Keflavík, 22. janúar 2011
Brynja Árnadóttir og Helgi Hólm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. desember 2010
Gott eTwinning-námskeið á Háskólatorgi
14 leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar tóku þátt í tölvuveri á Háskólatorgi sem Landskrifstofan hefur til afnota.
Námskeiðið var haldið 15. desember eftir hádegið. Þátttakendur voru ánægðir og höfðu á orði að þeir hefðu lært helmikið.
Námskeiðið var fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Farið var í grunnatriði eTwinning-kerfisins, þ.e. aðalsíðu eTwinning (etwinning.net), eigið svæði kennara (eTwinning Desktop), og hina rafrænu kennslustofu TwinSpace.
Landskristofan mun halda fleiri námskeið eftir áramótin og verða þau auglýst á heimasíðu hennar (etwinning.is).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. desember 2010
Úrslit Landskeppni eTwinning fyrir skólaárið 2009-10
10 verkefni tóku þátt í landskeppni eTwinning, áætlun ESB um rafrænt skólasamstarf, fyrir bestu verkefni síðasta árs í flokkum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Úrslitin voru kynnt á afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins í Ráðhúsi Reykjavíkur, 25. Nóvember 2010.
Dómnefnd, skipuð Birni Sigurðssyni, Forsætisráðuneytinu, áður Menntagátt, Salvöru Gissurardóttur, Menntavísindasviði HÍ, og Óskari E. Óskarssyni, Alþjóðaskrifstofu háskólastigins, valdi úr þrjú verkefni, eitt á hverju skólastigi.
Verðlaunin voru fullkomin stafræn myndbandsupptökuvél frá Panasonic.
Verðlaun hlutu Flataskóli, sem vann verkefni með grunnskóla í London um læsi og lesskilning, Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu, fyrir samvinnu við menntaskóla í Póllandi með áherslu á að brjóta niður múra milli menningarheima, og Leikskólinn Furugrund, sem tók þátt í samstarfi 83 skóla í 20 löndum um Alheiminn.
Flataskóli. Lesum, skrifum og tölum saman (Lets read, write and talk together)
Hugmyndin að verkefninu kviknaði haustið 2009 þar sem mig langaði að vinna með bókmenntaverkefni hjá yngri nemendum og leggja áherslu á læsi og lesskilning. Ég fékk bókasafnsfræðinginn í skólanum hana Ingibjörgu í lið með mér og saman útbjuggum við ramma að samskiptaverkefni. Ég setti ósk um samvinnu út á vef eTwinning og fljótlega hafði Shayne Davids samband við mig en hann er kennari í ríkisskóla í úthverfi London. Nemendur okkar voru 10 og 11 ára gamlir. Nemendur lásu sömu bókina á sínu móðurmáli og unnu verkefni upp úr henni og hittust á veffundum og kynntu það sem þeir voru að vinna, sögðu frá sér og skólanum sínum bæði í máli og myndum. Okkar nemendur þurftu að þýða sína texta yfir á ensku og fengu hjálp við það en einnig notuðu þeir Netið til þess að þýða (Google translate).
Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu. ICEPO ungt fólk vinnur að skilning milli þjóða (young people promoting understanding between the nations)
Megintilgangur verkefnisins var að brjóta niður múra milli menningarheima og draga úr fordómum milla landa. Lögð var áhersla á að þátttakendur myndu kynnast landi og þjóð eins og kostur er. Nemendur eignuðust pennavini sem þeir bjuggu hjá á meðan á heimsóknum stóð. Fyrir ferðirnar undirbjuggu nemendur margs konar kynningarefni. Þegar pólski hópurinn kom til Íslands var haldinn hátíð í FAS, kennsla var felld niður í heilan dag og pólskir nemendur skipulögðu dagskrána. Í Póllandi héldu íslenskir nemendur kynningar fyrir valda hópa í skólanum auk þess sem skólinn efndi til sérstakrar móttökuhátíðar þar sem skóla- og bæjaryfirvöldum var boðið. Ákveðið var að verkefnið skilaði sýnilegri afurð sem gæti nýst sem flestum. Útkoman er pólskt enskt íslenskt orðasafn sem bæði er á heimasíðu verkefnisins og var gefið út í nokkur hundruð eintökum. Frá upphafi var ákveðið að verkefnið yrði eTwinning verkefni. Það er frábær leið til að gera verkefnin sýnileg og aðgengileg. Þetta var frábært, vinatengslin sem sköpuðust eru varanleg.
Leikskólinn Furugrund. Alheimurinn (Sp@ce: eTwinning is out there!)
Verkefnið Space var samstarfsverkefni 83 skóla í 20 löndum og fjallar um eins og nafnið gefur til kynna Alheiminn. Nemendur og kennarar unnu að viðfangsefnum sem tengjast öll Alheimnum og skiptust á hugmyndum á heimasíðu verkefnisins. Hver og einn skóli var nokkuð frjáls að því hvernig hann útfærði verkefnið, en þó var ákveðið að hafa fimm megin þemu til þess að ganga út frá. Við ræddum við börnin um himingeiminn, sólkerfið og geimferðir. Við útbjuggum geimbúning og geimfar auk margskonar annarra verkefna. Í Furugrund var ákveðið að nýta verkefnið í sérkennslu. Er það í fyrsta sinn sem það er gert. Hópur drengja sem lítinn áhuga höfðu á skapandi starfi var boðin þátttaka í verkefninu. Drengir sýndu allir stórkostlegar framfarir á meðan og í lok verkefnissins. Gleðin og ánægjan við úrlausn verkefnanna var slík að hún var fljót að smitast út um skólann. Verkefnið var líka til þess að þátttaka foreldra varð mun meiri í þessu verkefni en í fyrri verkefnum sem við höfum tekið þátt í. Foreldrar voru áhugasamir og aðstoðuðu við efnisöflun, bækur, myndbönd, ábendingu á efni á vef og svo mætti lengi telja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)