Færsluflokkur: Bloggar

Myndir frá eTwinning ráðstefnunni

Nokkrar myndir eru komnar inn á heimasíðu landsskrifstofunnar frá ferðinni á eTwinning ráðstefnuna sem haldin var í Brussel 23. til 25. febrúar síðastliðinn.

Mynd af íslenska hópnum er að finna hérna.

Fleiri myndir frá ráðstefnunni er að finna á þessari slóð.

Blogg í tengslum við ráðstefnuna er að finna í færslunum hérna fyrir neðan.

Kv. Guðmundur 


Brussel

Þann 22. febrúar sl. var farin af klakanum heljarinnar ferð til Brussel þar sem átti að hitta aðra etwinning kennara, e.t.v. hitta samstarfsmenn í verkefnum eða ná í ný sambönd og hefja í kjölfarið vinnu við skemmtileg verkefni þar sem nemendur vinna saman á milli landa.  Einnig var hlustað á eins og gengur misfróðlega fyrirlestra en flestir voru þó mjög gagnlegir, annað hvort var þá verið að setja okkur betur inn í það sem etwinning heimasíðan hefur upp á að bjóða eða við sátum agndofa og hlustuðum á skemmtilega fyrirlesara fræða okkur um það sem við vissum en vissum kannski ekki að við vissum en það er að nemendur okkar geta mjög oft mun meira en við ætlum þeim.

 

Ferðin hófst með snjókomu og seinkun á flugi í Danmörku þar sem við millilentum, fórum svo þaðan til Brussel í flugvél sem hafði ekki fyrir því að taka farangurinn með, hefur sennilega ætlað jólasveininum að sjá um að koma honum á áfangastað enda ekkert að gera hjá honum þessa dagana.  Jólasveinninn klikkaði (lesist sem sagt að hann brást).   SAS kom sem sagt með okkur til Brussel einhverjum 2- 3 tímum á eftir áætlun með engan farangur og af því að við erum Íslendingar og yfirmáta kurteis þá fórum við aftast í 200 manna biðröð sem þurfti að tilkynna um farangursmissinn.   Að lokum komumst við á glæsilegt hótel þar sem ráðstefnan var einnig haldin og skiptum EKKI um föt enda ekki með nein en drifum okkur í mat og fengum frábæran krækling ásamt ýmsu öðru lostæti.

Daginn eftir hófst ráðstefnan og hélt hún vel áfram með stuttum og hnitmiðuðuð fyrirlestrum allan föstudaginn, laugardag og fram á sunnudag er við héldum aftur áleiðis í hlýjuna hérna.  Það var misjafnt hvað stóð upp úr í fyrirlestrunum hjá hverjum og einum en við vorum sammála um að í ferðinni hefði félagsskapurinn toppað allt annað, bæði íslenskur félagsskapur sem og hinir sem voru þarna, fullir - af hugmyndum og allir af vilja gerðir til að hefja samstarf með Íslendingum um hin ýmsu mál.

Nú er bara að hefjast handa við að negla niður þær hugmyndir sem kviknuðu í ferðinni og staðfesta samvinnuna sem var skrafað um.   

Þetta var helv. mögnuð ferð,

 Kveðja,

Bibbi


eTwinning hátíðin í Brussel 23. til 25. feb.

Árlega eTwinning hátíðin var að þessu sinni haldin í Brussel 23. til 25. febrúar síðastliðinn. Yfir 400 manns frá öllum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins, langflestir kennarar, skemmtu sér konunglega, hlýddu á áhugaverða fyrirlestra, tóku þátt í vinnustofum og síðast en ekki síst, hittu aðra kennara og kynntu sér það sem kollegar þeirra eru að gera í eTwinning annarsstaðar í álfunni.

Meðal viðburða var verðlaunaafhending fyrir framúrskarandi eTwinning verkefni; sjá nánar hér:

www.etwinning.net/ww/en/pub/etwinning/news/articles/2007_winners_runnersup.htm 

Fulltrúar Íslands voru:

Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, Varmárskóla, Sigurður Freyr Sigurðarson, Síðuskóla, Hans Rúnar Snorrason, Hrafnagilsskóla, Ingileif Oddsdóttir, FNV, og Kirsten Firðriksdóttir, Verzló. Kennurunum til halds og trausts voru tveir starfsmenn lansskrifstofunnar, undirritaður og Guðrún Sv. Guðmundsdóttir.

Kv. Guðmundur  


eLearning Papers: Gagnlegar upplýsingar um rafræna menntun í Evrópu

Ritröðin eLearning Papers hóf göngu sína hjá Elearningeuropa.info (www.elearningeuropa.info) fyrir áramót. Hér eru á ferðinni greinar, viðtöl og athuganir er varða ýmsar hliðar rafrænnar menntunar. Annað heftið er nú komið út og inniheldur m.a. könnun á notkun upplýsingatækni í evrópskum skólum:

www.elearningpapers.eu/index.php?page=home

Kv. Guðmundur 


Blogsíðan í fréttabréfi eTwinning

Ég tók eftir því að í fréttbréfi Etwinning "eTwinning Newsletter January "var minnst á blogsíðu okkar hér.    Mér finnst það nefnilega mjög gott  því að ég held að þetta geti verið góð aðferð fyrir önnur lönd að deila hugmyndum sínum.  Þó svo að ég hef enn ekki komist í gírinn að skrifa mikið á síðuna þá er gaman að sjá hvað aðrir eru að gera hér á Íslandi.  

Fréttin var eftirfarandi:

Iceland: Blog for eTwinners
Iceland has recently started a blog for its teachers to share ideas about eTwinning from both beginner and advanced perspectives. So far it is a great success!

 

Kveðja

Hans Rúnar Snorrason
Hrafnagilsskóla


eTwinning í íslenskum fjölmiðlum

Ný síða var að líta dagsins ljós á heimasíðu landsskrifstofunnar. Þar eru birtar myndir úr ánægjulegri umfjöllun íslenskra fjölmiðla um eTwinning:

www.ask.hi.is/page/etwin_fjolmidlar

Bestu kv.

Guðmundur 


Etwinning samskipti

Góðan daginn,

 

Ég rauk upp til handa og fóta í haust þegar það barst á borð til mín tilboð að taka þátt í alþjóðasamskiptum um kennslu og fleira.  Mér fannst þetta ansi spennandi og ekki eftir neinu að bíða því að í boði voru verðlaun fyrir þá sem voru fyrstir úr startblokkunum.  Ég skannaði þau verkefni sem voru í boði og sendi svar við einum þremur verkefnum.  Ég fékk svar frá öllum fljótlega, tók eitt að mér, kom öðru yfir á miðstigskennara við skólann en gaf það þriðja frá mér.  Verkefnið sem ég og minn bekkur vinnum að er samskipti á milli unglinga þar sem þeir tala sín á milli um ýmislegt sem á þeim brennur.  Málefnunum er skipt upp í flokka sem nemendur hafa valið og eins höfum við bætt við nokkrum sem við viljum að þau tali einnig um.  Þetta er ansi skemmtilegt því að nemendur tala miklu opinskár um vandamál sín við einhverja jafnaldra sína erlendis sem og áhugamál heldur en við kennarana.  Við sjáum að nemendur sem eru afskiptir í skólunum taka gífurlegum framförum í samskiptum, þeir blómstra, það er einhver sem talar við þá og þeir eru að vinna að verkefnum saman án þess að vera dæmdir.  Við kennaranir hittumst svo á þriðjudagskvöldum á spjallsvæðinu og eru það einir stystu en árangurríkustu kennarafundir sem ég hef setið.  Það er vaðið beint í hlutina, ekkert að fara að ná sér í kaffi eða ljósrita eða tala um eitthvað slúður.  Þetta er helv. gott.   Nú svo skemmir ekki að þessir kennarar sem ég er að vinna með eru hressir og skemmtilegir og þetta verkefni sem er í vinnslu hjá okkur en það er blaðaútgáfa í vor með niðurstöðum úr spjalli nemendanna í vetur.  Við vonumst eftir því að blaðið verði upplýsandi og skemmtilegt ásamt því að varpa ljósi á þankagang unglinga frá þeirrar eigin sjónarhóli en ekki frá sjónarhóli kennara, sálfræðinga eða annarra sem eru sérfræðingar í ungdómnum í dag.  Hvert og eitt land mun gefa út blað sem verður eins í hverju landi nema náttúrulega tungumálið.    Hopar sem samanstanda af nemendum úr hverju landi munu búa greinarnar undir birtingu og eru þær unnar á ensku en snaraðar á okkar ástkæra ylhýra áður en þær birtast.

 

Þetta er þegar búið að skapa umræður í skólanum og eiga eflaust fleiri eftir að taka þetta upp á næsta ári.  Það eina sem mér finnst vont er að hafa ekki vitað um þetta fyrr þannig að ég hefði getað sett þetta inn í bekkjarnámskrána í haust en mun hiklaust finna verkefni í vor fyrir bekkinn sem ég verð með næsta vetur.

 Kveðja,

Bibbi


Vefbókaöskju Eddu dreift til skóla í tengslum við eTwinning-viku!

Nú er búið að senda vefbókaöskju Eddu útgáfu til skóla þeirra kennara sem skráðu sig í eTwinning 1. til 7. október, en þá var haldin kynningarvika eTwinning á Íslandi. Vefbókaaskjan er ekki af verri endanum en hún inniheldur þessi rit: Íslensk orðabók, Dönsk-íslensk orðabók, Íslensk-dönsk orðabók, Nöfn íslendinga, Kortabók Íslands, og Samtíðarmenn.

Þeir skólar sem fengu öskjuna eru:

Fjölbrautaskóli Suðurlands, Síðuskóli, Borgarhólsskóli, Reykhólaskóli, Grunnskólinn á Hólmavík, Grunnskólinn að Varmalandi, Framhaldsskólinn Austur-Skaftafellssýslu, Fjöltækniskóli Íslands (Stýrimannaskólinn í Reykjavík), Öskjuhlíðarskóli, Norðlingaskóli, Víkurskóli, Borgaskóli, Engjaskóli, Varmárskóli og Lágafellsskóli.

Landsskrifstofan óskar öllum til hamingju með ósk um að vefbókaaskjan verði til gagns og gamans við skólastarfið -- og hvatning til frekari þátttöku í eTwinning öllum til hagsbóta!

Kær kveðja,  Guðmundur

 


Evrópskt eTwinning-blogg

Miðstöð eTwinning í Brussel opnaði fyrir nokkru bloggsíðu fyrir eTwinning-kennara. Hægt er að skiptast á skoðunum, veita af reynslubrunni sínum og drekka í sig visku evrópskra kollega.

Hvet ykkur eindregið til að skoða þessa bloggsíðu og taka þátt ef svo ber undir:

http://blog.eun.org/etwinning/

Guðmundur


eTwinning-verðlaunin og Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Kæru eTwinning-kennarar,

Minni á Evrópusku eTwinning-verðlaunin. Skráningarfrestur er 15. desember. Vegleg verðlaun í boði. Nánari upplýsingar á vef landsskrifstofunnar:

www.ask.hi.is/page/verdlaun

Minni einnig á samkeppnina í tengslum við Alþjóðlega netöryggisdaginn 2007. Skráningar frestur hefur verið framlengdur til 15. desember. Nánari upplýsingar á vef landsskrifstofunnar:

www.ask.hi.is/page/netoryggi

Bestu kveðjur,

Guðmundur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband