Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Etwinning á Möltu
Góðan daginn,
Ég er einn þriggja Möltufara á vegum etwinning áætlunarinnar á Íslandi. Mér var nokkuð brugðið þegar Guðmundur hafði samband og bauð mér í helgarferð til Möltu og þegar ég hringdi í konuna mína og sagði henni að það væri maður að bjóða mér í helgarferð til Möltu þá varð henni ekki síður brugðið. Spurði hvort það væri allt í lagi með hann!! Jæja, stöðugt styttist í ferðina og þegar kom að henni, um miðja nótt fimmtudagsins 24. maí þá lagði ég í hann um kl. 4 úr Borgarfirðinum. Kolbrún, samferðamaður hafði tekið eftir því að Hvalfjarðargöngin væru lokið til kl. 6 um morguninn þannig að ég þurfti að keyra fyrir fjörð, sem lengdi aðeins leiðina. En fluginu seinkaði svo um 3 tíma þannig að farið var óþarflega snemma af stað. Náðum síðdegi í Osló og vorum svo komin til Möltu um kl. 2 um nóttina.
Föstudagurinn byrjaði svo á skoðunarferð um Menntamálaráðuneyti Möltu og svo var rölt um virkisborgina Valletta sem er höfuðborg Möltu. Glæsileg borg sem er byggð í hernaðarlegum tilgangi af riddurum heilags Jóhannesar. Napóleon á að hafa sagt að ekki væri mögulegt að ráðast inn í þesa borg - sem hann þó gerði með hjálp svikara innan borgarveggjanna.
Síðdegis hófst svo ráðstefnan þar sem við lærðum að búa til Photo Story og að setja upp heimasíðu á wikispaces en þar er nú að finna powerpoint sýningu sem ég bjó til um Möltuferðina, sem dæmi um það sem hægt er að gera í etwinning og útgáfu á netinu.
Verkefnin sem fengu verðlaun á ráðstefnunni voru margs konar, þótt náttúrufræði hafi verið þar í aðalhlutverki.
Sérlega áhugaverður var fyrirlestur frá George Glass skólastjóra Cauldeen barnaskólanum í Inverness í Skotlandi. Þetta var ansi lærdómsríkt, hann benti mér t.d. á hver mistök mín í etwinning ársins voru - ég var að reyna að halda stöðugu sambandi við samstarfsskólans sem er auðvitað algjör óþarfi. Þá fékk ég fjöldan allan af hugmyndum að verkefnum sem hægt er að vinna í etwinning og comenius. Þannig að nú er bara að koma sér á tengslaráðstefnu í haust og ganga hönd í hönd út í sólarlagið með einhverjum kennara sem vill vinna að verkefnum sem ég hef áhuga á að vinna.
Laugardagurinn fór svo í að skoða eyjuna, náðum líklega að fara yfir um 70% eyjarinnar á einum degi, glæsilegt útsýni úr Mdina - þöglu borginni.
Ég þakka Guðmundi og Kolbrúnu fyrir sérstaklega skemmtilega ferð, vonandi verð ég nógu öflugur í etwinning til að fá að fara í fleiri ferðir
Með bestu kveðju,
Ívar Örn Reynisson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
eTwinning vinnur til gullverðlauna!
Frekari upplýsingar á heimasíðu eTwinning í Evrópu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Verðlaunahátíð og annarlok
Nú er komið fram undir miðjan maí, kosningar í nánd, Eurovision og úrslitaleikur meistaradeildarinnar. Ef að það er ekki nóg þá er hægt að bjóða upp á samræmd próf, stúdentspróf, skólalok og sumarfrí eða annað skemmtilegt tengt skólunum..
Þar liggur hundurinn grafinn, sl. föstudag var ansi hreint vel heppnuð (:-) vorhátíð hjá forsvarsmönnum E-twinning á Íslandi. Á þessa hátíð var þeim boðið sem vildu koma á meðan húsrúm leyfði. Ég mætti þarna við annan (hálfan) mann og naut góðs af góðum mat og skemmtilegum kynningum á e-twinning og Comeniusar verkefnum. Skipuleggjendur höfðu undirbúið hátíðina vel og fór hún fram samkvæmt tímasetningum sem er gott þegar menn koma utan af landi og þurfa að heimsækja alla og helst fleiri.
Hátíðin hófst með girnilegum mat og svo hófst fólk handa við að segja frá verkefnum sem það var að vinna og með hverjum það var unnið. Þarna kenndi margra grasa og vart mátti á milli sjá hvaða verkefni verðskuldaði verðlaun umfram önnur. Einhvern veginn var dómnefndinni vorkunn að þurfa að gera upp á milli verkefna.
Ég vona að þeir sem voru þarna fari af stað með e-twinning verkefni sem allra fyrst því að þetta er eitthvað sem er komið til með að vera. Aðrir halda eflaust áfram. Þeim tíma sem varið er í þessa vinnu er vel varið, nemendur njóta þess að vera í skólanum, þeir búa að þessu lengur heldur en mörgu öðru sem er kennt í skólum með fullri virðingu fyrir öllum þeim fróðleik sem þar fer út um munn kennarans og nemendanna og inn um eyrun (og út aftur einstaka sinnum). Þessi vinna gengur út á frumkvæði nemenda, sköpun, samskipti og fleira sem er hverjum og einum nauðsynlegt.
Þeir sem fóru í eftirminnilega ferð til Brussel í mars tóku sig til um kvöldið og hittust og var það ákaflega gaman. Vonandi á þessi hópur eftir að lifa og e.t.v. stækka með tilkomu fleiri virkra etwinningkennara.
Enn einu sinni sló Etwinning í gegn hjá mér og gerði gott mál enn betra og ég veit með vissu að það gerðist hjá fleirum en mér.
Bibbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. maí 2007
etwinning.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. maí 2007
Úrslit og verðlaunaafhending í landskeppni eTwinning!
Kynnt voru úrslit í landskeppni eTwinning um bestu verkefnin á skólaárinu á eTwinning-Comenius vorhátíðinni í Iðnó nú upp úr hádeginu. Veitt voru fyrstu og önnur verðlaun bæði í flokki grunnskóla og framhalsskóla. Fyrstu verðlaun í hvorum flokki voru öflug Acer fartölva og önnur verðlaun glæsileg stafræn Sony myndbandsupptökuvél.
Flokkur framhaldsskóla:
1. Verðlaun:
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
The Effect of Celestial Phenomena in Our Lives
Tveir aðstandenda verkefnisins, Ingileif Oddsdóttir og Kristján Halldórsson, kynntu verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.
2. Verðlaun:
Verzlunarskóli Íslands
Dansk/islansk sprog og kultur
Ingibjörg S. Helgadóttir, kennari í Versló, veitti verðlaununum viðtöku.
Flokkur grunnskóla:
1. Verðlaun:
Síðuskóli
Young Europeans care, discuss, realise ...
Aðalsprauta verkefnisins, Sigurður Freyr Sigurðarson, kynnti verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.
2. Verðlaun:
Varmárskóli
House, city, field, legend: Our European Home
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, kennari í Varmárskóla og frumkvöðull í eTwinning, kynnti verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.
Myndir af verðlaunahöfum er að finna í þessari frétt á heimasíðunni.
Upplýsingar um verðlaunaverkefnin og önnu eTwinning verkefni með íslenskri þátttöku er að finna á verkefnasíðu heimasíðunnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Vorhátíð eTwinning og Comenius í Iðnó, 4. maí: Verðlaunaafhending í landskeppni eTwinning
Nú er komið að úrslitum landskeppninnar. Verðlaun í flokki grunn- og framhalsskóla verða veitt á vorhátíð eTwinning og Comenius sem verður haldin á efri hæð Iðnó 4. maí.
Fyrir utan sjálf verðlaunin er þema hátíðarinnar tenging eTwinning og Comenius.
Fjöldi gesta takmarkast við 50 og því nauðsynlegt að skrá sig. Frekari upplýsingar um hátíðina skráningu er að finna á þessari slóð.
Kv. Guðmundur
Til freistingar er dagskráin þessi:
Dagskrá 12:00 til 14:30, 4. maí, Iðnó
12:00
Mæting og opnum
Hádegisverður:
Fylltar kjúklingabringur með parmaskinku go Gogon Sola. Kaffi og súkkulaði
Kynning:
Kostir þess að tengja eTwinning og Comenius
Íslenska eTwinning-vefsíðan:
Ný vefslóð opinberuð!
Verðlaunaverkefni:
Kynning á verðlaunaverkefnum í landskeppni eTwinning
Verðlaunaafhending
Fulltrúi Menntamálaráðuneytisins afhendir verðlaunin
14:30
Hátíðarslit
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. apríl 2007
TwinSpace -- rafræna kennslustofan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Eftir páska.. líður að lokum skólaársins
Nú eru páskar liðnir og allt sem er gult er komið hátt á loft og skín sem aldrei fyrr. Verkefni Síðuskóla þetta árið er komið á lokasprettinn en nú er hafið það verk að koma öllu sem hefur verið unnið í vetur í tímaritsgreinaform og birta í tímariti sem gefið er út á vefnum. Þar geta foreldrar og aðrir kennarar séð hvað hefur verið gert. Þetta ár hefur rutt brautina fyrir komandi ár. Allt stefnir í að Etwinning verði ýmist kennt á sér námskeiðum í skólanum sem valgrein eða einstaka kennarar taki upp etwinning sem lið í kennslunni (náminu hjá nemendum). Það er ekki lengur spurning um hvort heldur hvernig kennarar komi til með að nýta þennan vinkil á kennslunni. Margir kennarar eru í startholunum fyrir næsta haust og vonandi verða all nokkur verkefni tengd Síðuskóla á næsta ári. Skólarnir sem við erum í samstarfi með í Grikklandi og á Ítalíu taka misjafna póla í hæðina. Ítalski kennarinn og nemendur hans eru með sama / svipaðan pól í hæðina og ég og mínir nemendur, að hafa gaman af þessu verkfæri, nýta það til að læra tungumál og um aðra menningarheima. Grikkirnir, a.m.k. kennarinn er meira upptekinn við það að fá hreina fagkennslu út úr þessu, vill t.d. fá umræðu um efnafræði og vísindi. Nemendur Síðuskóla og á Ítalíu eru meira á þeim buxunum að spjalla um menningu og vandamál unglinga, það höfðar sterkar til þeirra. Þess vegna hafa nemendur í Grikklandi ekki tekið eins mikinn þátt í verkefninu eftir að það komst á flot og æskilegt hefði verið. Nemendur frá Grikklandi hafa þó átt sinn þátt í því að verkefninu var ýtt úr vör og hafa lagt sitt af mörkum þannig að í dag er það á góðum rekspöl en aðallega á ábyrgð okkar á Íslandi og Ítalíu. Grikkirnir hafa þó ekki gefið verkefninu langt nef og reka inn nefið endrum og sinnum og vonandi verður það svoleiðis áfram þannig að þeirra viðhorf komi einnig fram.
Þetta verkefni hefur reynt mikið á nemendur og þeir hafa fengið að kljást við verkefni sem höfða til þeirra og auka færni þeirra í hinum ýmsu námsgreinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Það vantar ekki möguleikana
Sæl verið þið.
Ég verð nú að viðurkenna það að ég á eftir að lifa lengi á Etwinningferðinni til Brussel sem minnst hefur verið á nokkrum sinnum hér á þessari síðu. Til þessa að hlífa öðrum sem lesa þessa síðu ætla ég reyna að ræða lítið sem ekkert um hana. Með þeirri ferð opnuðust margir möguleikar og tækifæri til að hugsa kennsluna á annan hátt en áður.
Ég fékk ansi skemmtilegan tölvupóst í morgun en í honum var verið að bjóða mér á ráðstefnu í Tékklandi. Reyndar var aðeins um allt uppihald að ræða en ferða kostnaður var ekki innifalinn. Boðið var samt áhugavert. Hugmyndin var að fá aðila til koma sem þátt hafa tekið í eTwinningverkefnum sem stofnuð hafa verið af Tékkneskum kennurum . Á ráðstefnunni átti að ræða og vinna út frá þeim hugmyndum.
National support service for eTwinning will be arranging the National
Conference for the third time now. During this conference you will have an
opportunity to inspire yourself with the projects realized by Czech schools
within the European cooperation by the Internet in the school year
2006/2007.
The keynote of this year conference will be to share an experience of Czech
teachers with international school cooperation in Europe in therms of this
activity. During the conference there will be 6 workshops running
concurrently in three periods. The content of the workshops will be themes
connected with the realization of eTwinning projects (display of the
succesful projects and methodology; how to start with eTwinning; how to find
a partner school and how to organize an international cooperation - project
in the education; how to obtain Quality Label and other awards to develop
already existing partnerships and experience; ICT tools - Twinspace, blog,
video conference, digital audio, foto, video in projects and more).
The workshops will be led by the eTwinning ambasadors who themselfs use the
eTwinning projects in the classwork on their schools.
The conference will also be the opportunity to the Quality Label awarding of
the Czech eTwinning projects.
Your eTwinning projects can be presented either on the stand (table,
bulletin board and the Internet connection) or during the workshop.
As we expect guests from the abroad, the conference will be simultaneously
translated to English. We would like to invite "twin teachers" of Czech
teachers from all eTwinning countries. Czech NSS will cover all cost for
foreign teachers (except travel costs). Some of European NSSs could pay
travel cost if theirs teacher will ask them.
(Ég var að huga um að skeyta inn Gudmundur Ingi will pay the rest en hætti við það).
Út frá því sem minn félagi í Tékklandi hefur skrifað mér er alveg greinilegt að þeir leggja nokkuð mikið upp úr eTwinning enda frábær leið til samskipta.
Það kitlar mig náttúrulega að skreppa til Tékklands en ég held að ég sleppi því í þetta skipti.
Kær kveðja
Hans R.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 30. mars 2007
Nýtt efni í eLearning papers
Hefti 3 er komið út í eLearning papers:
Blended Learning sem fjallar um blandaðar kennsluaðferðir.Úr ritstjórnarpistli:
Blended learning, also known as hybrid or mixed learning, is an approach that has developed with tenacity in the field of education. It is by no means a new term or methodology. To learn and teach in a blended way has been and continues to be an intelligent way of conforming to different training...
Áður höfðu komið út þessi hefti:
Quality in eLearning þar sem er að finna spennandi greinar um gæðamál.
Úr ritstjórnarpistli:
When you really get down to analysing it, the promises of eLearning often have yet to materialise. The question of how eLearning can be successful becomes more urgent as we move from an early adopter stage to a more general offering. In a European educational market, it is critically...
eLearning papers publication launched
Úr ritstjórnarpistli:
In 2002, the elearningeuropa.info portal was launched as a European Commission initiative to support education and training through all kinds of multimedia and technological tools. Since then, the portal has encouraged the use of high quality educational contents and dialogue and cooperation for...
Kv. Guðmundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)