Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 13. október 2007
etwinning í leikskólanum Furugrund
Mig langar aðeins að segja ykkur frá því að við í leikskólanum Furugrund vorum að byrja í tveimur Evrópuverkefnum, eTwinning verkefnum. Verkefnin eru ólík að öllu leiti.
Verkefnið 1, 2 Buckle my Shoe er stærðfræðiverkefni sem við leysum með elstu börnunum í EBV verkefnum. Nafnið á verkefninu er heiti á leikskólavísu sem notuð er víða í enskumælandi löndum til þess að kenna börnum að telja. Ég, Fjóla Þorvaldsdóttir hef forgöngu um samskiptin við hin Evrópulöndin sem taka þátt í verkefninu. Núna eru þau orðin níu þjóðlöndin sem taka þátt. Malta, Spánn, Pólland, Ísland, Skotland, England, Litháen, Rúmenía og Írland. Mjög mismunandi menning og kennsluhættir eru í þessum löndum og ákaflega fróðlegt fyrir okkur sem kennara að skiptast á hugmyndum og kynnast öðrum viðhorfum til kennslu.
Sem dæmi þá byrjaði leikskólinn á Möltu ekki fyrr en 1.október vegna hita. Frí er gefið frá því í byrjun júlí og fram að þeim tíma.
Framkvæmd verkefnisins eru þannig að við vinnum öll eftir ákveðnum þemum sem eru mánuð í senn. Núna í október eru börnin að læra að telja og velta fyrir sér númerum, háum tölum og lágum. Okkar börn fóru m.a. í vettvangsferð að heimilum sínum og það voru teknar myndir af hverju og einu fyrir neðan húsnúmerið. Börnin leika sér líka með ýmis viðfangsefni þar sem reynir á talningu og fleiri hugtök í stærðfræði. Í vikunni kom ljósmyndari og tók mynd af þeim við leik með Býfluguna.
Hitt Evrópuverkefnið sem við erum að vinna að heitir The Season og er unnið í samstarfi við leikskóla heitir Catrine Nursery School. Leikskóli sem er í bænum Catrine í East Ayrshire, 30 mílur suður af Glasgow í Skotlandi. Leikskólinn er lítill eins og okkar með 60 börnum sem dvelja þar ýmist fyrir eða eftir hádegi og nokkur allan daginn. Það er Avril Dante leikskólakennari sem er okkar aðal tengiliður og hún og ég munu aðallega sjá um verkefnið. Það verða svo elstu börnin okkar sem eru í skógarferðum sem vinna munu verkefnið með mér. Verkefnið fjallar í megindráttum um það að fylgjast með þeim breytingum sem verða í náttúrunni eftir árstíðum í nágrenni leikskólans og innan leikskólagarðsins. Einnig munum við fylgjast með veðrinu, birtunni og fleiru sem hefur áhrif á okkur mennina.
Við erum einmitt búin að vera að leysa fyrsta verkefnið okkar sem er samkvæmt áætlun októbermánaðar að skoða hvað er undir laufum eða hlutum á jörðinni. Hægt er að sjá skemmtilegt myndbrot hér. Mér finnst mikilvægt að börnin taki myndirnar sjálf og myndi sér skoðanir á því hvað eigi heima í verkefninu og hvað ekki. Við höfum m.a. verið að fylgjast með breytingum sem verða á trjágöngum sem við förum í gegnum einu sinni í viku.
Kær kveðja,
Fjóla Þorvaldsdóttir Furugrund
Bloggar | Breytt 14.10.2007 kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. október 2007
sérkennsla
Síðastliðið haust var mér boðið á tengslaráðstefnu ´Nottingham vegna etwinningsverkefna í sérkennslu, Ráðstefnan var mjög lærdómsrík og skemmtileg og aðbúnaður frábær. Út úr þessu komust á tengsl milli 5 sérskóla í 5 löndum. Verkefni undir heitinu I am great the way I am sem aðallega byggir á myndum í Photostories forritinu ásamt tónlist. Ég skipti um starf stuttu eftir ráðstefnuna en Martina Brogmus kennari í Öskjuhlíðarskóla tók við verkefninu. Verkefnið er enn í gangi og hefur hlotið landsverðlaun í Hollandi og Austurríki og nú er stefnt á Evrópuverðlaun. Það eru feikna öflugir kennarar í þessum hópi sem drífa þetta áfram og verið mjög spennandi að fylgjast með. Það sem er áhugaverðast er að þarna var fundin leið sem er tiltölulega mjög einföld og hentar mikið fötluðum nemendum og tekur ekki mikinn tíma í hverjum skóla.
Kveðja !
Kristín Arnardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. október 2007
eLearning Papers -- 5. hefti komið út
5. hefti eLearning Papers er komið út. Að þessu sinni er fjallað um safélög á netinu eða Communities of Practice (CoPs) -- þar á meðal grein um eTwinning eftir Anne Gilleran hjá Evrópska skólanetinu: eTwinning - A New Path for European Schools.
Úr ritstjórnarpistli:
The notion of Communities of Practice (CoPs) has come a long way since it was coined in the 1990s. The advent of technology has meant that communities can be increasingly distributed and niche communities can be developed as people with distinct interests seek out others across the world to advance their knowledge and understanding of a domain.
This edition of eLearning Papers focuses on four distinct CoPs that have been fuelled by the use of electronic community building tools ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. október 2007
eLearningverðlaunin 2007
Landskrifstofan vekur athygli verkefnakennara á eLearningverðlaununum (ekki það sama og evrópsku eTwinningverðlaunin):
CELEBRATE ACHIEVEMENT WITH TECHNOLOGY: ENTER THE 2007 ELEARNING AWARDS
The seventh eLearning Awards competition is now open and schools are invited to submit entries for the eLearning Awards 2007 that exemplify the best use of ICT in education. Entries are welcome from schools or teachers in EU Member States, EEA Countries, EU Applicant Countries as well as Switzerland and Israel. Entries can be made from now until 31 October 2007 online at http://elearningawards.eun.org
The aim of the competition is to promote the use of ICT in education and to encourage schools to collaborate. A gallery will showcase on the eLearning Portal contributions from all around Europe. This years sponsors include Young Digital Planet (Platinum sponsor), Intel, Interwrite Learning, Promethean (Gold sponsors), MICHAEL and Telefónica O2 (Bronze sponsors).
Prizes (cash and equipment) will be awarded in categories highlighting best practice in the use of ICT in the areas of:
o School of the future
o The e-safe school
o Promoting digital literacy
o Creativity (arts)
o Foreign languages
o Sustainability (environment)
o Maths, science and technology
o Social networking for collaborative learning.
A detailed list is available on the eLearning Awards portal at :
http://elearningawards.eun.org
Entries will be judged by a panel of experts and the winners presented with their prizes at a prestigious event on 6th December at the annual EMINENT Conference in Brussels, to be opened by Jan Figel, European Commissioner for Education, Training and Culture.
-----
About European Schoolnet
European Schoolnet (www.europeanschoolnet.org www.eun.org) is a unique not-for-profit consortium of 28 ministries of education in Europe created in 1997. EUN provides major European education portals for teaching, learning and collaboration and leads the way in bringing about change in schooling through the use of new technology.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. september 2007
eTwinningvikur 17. september til 19. október!
Þeir kennarar sem skrá sig á tímabilinu fara í lukkupott. Nöfn tveggja heppinna kennara verða dregin út og fá þeir iPod nano af nýrri kynslóð í vinning. (Þeir sem skráðu sig í upphafi skólaársins verða einnig með.)
Upplýsingar um skráningu á þessari slóð.
Utanlandsferð fyrir tvo kennara!
Þeir kennarar sem stofna eða skrá sig í verkefni á tímabilinu (og þeir sem það hafa gert í upphafi skólaársins) fara í lukkupott. Tveir kennarar verða dregnir út og fá í vinning helgarferð á árlega stórhátíð eTwinning sem haldin verður í Evrópu snemma á næsta ári. (Þeir sem skráðu sig í verkefni í upphafi skólaársins verða líka með.)
Upplýsingar um leit að samstarfsaðila hér.
Upplýsingar um skráningu verkefnis hér.
Nýrri bók, Learning with eTwinning, dreift um landið!
Hanbókin Learning with eTwinning: A Handbook for Teachers kom út nýlega á vegum miðstöðvar eTwinning í Evrópu. Bókinni verður dreift til allra skóla og allra skráðra kennara.
Landskeppni 2007-2008!
Á þessu skólaári mun Landskrifstofan standa fyrir Landskeppni í annað sinn. Vegleg verðlaun tengd upplýsingatækni verða í boði fyrir sigurverkefnin. Kennurum verður boðið að skrá verkefni til keppni eftir áramótin. Því fyrr sem verkefni komast á laggirnar, því meiri möguleikar á sigri!
Um úrslit síðasta árs, sjá þessa slóð.
Samkeppnir og margt fleira á evrópska vefnum!
Fjöldamargt stendur kennurum til boða á Evrópska eTwinning vefnum.
Bloggar | Breytt 18.9.2007 kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. september 2007
Ísfoss og Sofware Freedom Day
15. september næstkomandi verður haldið upp á dag tileinkaðan opnum hugbúnaði -- Software Freedom Day -- en þá mun áhugafólk vekja athygli á þessari gagnlegu tegund hugbúnaðar.
Opinn hugbúnarður er áhugaverður ekki síst fyrir skóla og kennara og fyrir um ári var komið á fót Félagi um opinn hugbúnað í skólastarfi á Íslandi -- Ísfoss.
Sjá nánar frétt á Menntagátt og vef Salvarar Gissurardóttur.
Kv. Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Fyrsta málstofa vetrarins: Skólastjórnendur og deildarstjórar (head teachers): Ferðastyrkur fyrir einn í boði
eTwinningmálstofa (Professional Developmental Workshop) fyrir skólastjórnendur og deildarstjóra (head teachers) verður haldin á Möltu dagana 19. til 21. október 2007. Á ráðstefnuna má búast við um 80 skólastjórnendum og deildarstjórnum hvaðanæva úr Evrópu til að ræða kosti eTwinning, sitja vinnustofur eða námskeið, og mynda tengsl milli skóla.
Landskrifstofan getur boðið einum yfirkennara á þessa málstofu.
Umsóknarfrestur til og með 24. september næstkomandi!
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað á þessari slóð.
Bloggar | Breytt 18.9.2007 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. september 2007
Nýtt eTwinning ár að hefjast
heil og sæl og gleðilegt Etwinning ár, nýtt skólaár hafið, ný verkefni og aðrar áherslur, stundum allavega.
Ég er svo lánsöm að stýra eTwinning vali hjá nemendum i 9 og 10 bekk hér í Varmárskóla og við erum að hefa leit að félögum. það var ótrúlegt að setjast niður með 15 ungmennum og setja niður markvissa leit, hvað við vildum fá út úr verkefninu, hvað okkur langaði til að gera og með hverjum við vildum vinna með. Umræður urðu um það hvort við ætluðum að vinna verkefnið sem einstaklingar eða hópur, sumir vildu bara fá sinn félaga en niðurstaðan varð sú að við myndum fara í þetta sem hópur með það að markmið að kynnast fólki annarsstaðar í evrópu.
Útkoma, kennarinn í mér þurfti náttúrulega að blossa upp og ég fór að ræða það mjög fjálglega, þá kom einn úr hópnum og spurði hvort það væri ekki markmið í sjálfu sér að kynnast öðru fólki, stýra leit að félaga og komast í gegnum það að nýta vefinn í að kynnnast. Gat ekki neitað því.
Við erum búin að senda út leit og nokkrir hafa haft samband, nú er spennandi að sjá hvað gerist næsta mánudag í tíma tvö hvernig gengur að koma á samstarfi.
Mér finnst ótrúlega gaman að vera ekki ein í þessu heldur hafa nemendur mína með í vali á félaga eða félögum.
læt heyra frá mér eftir mánudagstímann
eTwinning kveðja
Guðlaug Ósk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Gleðilegt eTwinningár!
Nú er nýtt eTwinningár að hefjast, bæklingarnir fjúka í umslögin og fyrstu skráningarnar að detta inn!
Með ósk um gleðilegt eTwinningár!
Kv. Guðmundur, landskrifstofu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. júní 2007
Nýtt í eLearning Papers
4. hefti eLearning Papers er komið út. Þar er staldrað við og ýmsum hliðum rafrænnar menntunar velt upp :
Observing the eLearning phenomenon
Úr ritstjórnarpistli:
Like any new complex phenomenon, e-Learning has been attracting, over the past decades, a lot of interest from different stakeholders in a totally horizontal manner with respect to education and training sectors. Many labels have been assigned to the act of using some kind of ICT in learning processes, from e-Learning to technology enhanced learning, to ubiquitous learning...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)