Færsluflokkur: Bloggar

Etwinning og öryggið á oddinn

Eftir að hafa unnið í Etwinning umhverfinu í rúmlega ár núna er maður alltaf ánægðari og ánægðari með þetta umhverfi.  Ánægjan stafar ekki síst af því hve verndað umhverfið er fyrir óæskilegum utanaðkomandi einstaklingum.  Vegna þess hve góð þessi síða er fyrir nemendur til að eiga í samskiptum miðað við msn þar sem hver sem er getur þóst vera hver sem er ákvað ég að stefna nemendum mínum í samkeppni á vegum saft (samfélag, fjölskylda og tækni) (held ég að það standi fyrir.  Skemmst er frá því að segja að flestir nemendur í 8.bekk ásamt nokkrum í 9. og 10.bekk unnu powerpoint sýningar þar sem þau unnu út frá öryggi á netinu og sendu í keppnina.  Síðuskóli fékk svo viðurkenningu og verðlaun fyrir þátttökuna og voru þau verðlaun ekki af verri endanum en skólinn fékk í sinn hlut viðurkenningaskjal, stafræna videoupptökuvél og bíómiða fyrir nemendur.  Samkeppnin sjálf var aukaatriði en það að fá nemendur til að velta þessum hlutum fyrir sér og semja texta um efnið var aðalatriðið því að þar með voru margir birnir unnir.  Endalaust tuð kennara og foreldra um öryggi á netinu er hjóm eitt miðað við það að fá nemendur til að velta þessu fyrir sér á sínum forsendum.

Í verkefni sem við erum að vinna með Ítölum og Grikkjum söfnumst við stundum saman á sama tíma í tölvustofum í löndunum og leyfum nemendum að fara á chat svæðið.  Það finnst þeim gaman því að þau vita nákvæmlega að þau eru að tala við jafnaldra í þessum löndum en ekki yngri eða eldri einstaklinga sem þykjast vera unglingar. 

Mörg samskiptaforrit eru þeim eiginleikum gædd að geta varpað videomyndum á milli þannig að það verða video-spjall.  Auðvitað er það að mörgu leyti betra því erfiðara er fyrir fimmtugan einstakling að vera 16 ára í video spjalli en hins vegar er það verra samskiptaform þegar það er misnotað.  Etwinning spjallið er enn einungis spjall en gæti í framtíðinni orðið að video spjalli og er það gott.  Mér finnst ansi hæpið að spjall svæði Etwinning síðunnar verði misnotað því að það er einungis aðgengilegt þeim sem þangað hefur verið boðið af kennurum og ef það er misnotað þá er auðvelt að komast að því hver misnotaði það og henda viðkomandi út.

Eftir stendur spurning sem erfitt er að svara... hvar eiga skólar að draga mörkin með samskiptaforritum. Á að útiloka msn frá skólatölvum, á að hafa skype þar inni og svo framvegis.  Hvar er hentugt að nota forsjárhyggju og hvar eigum við að treysta nemendum til að treysta sinni dómgreind.  Á að setja alla nemendur undir sama hatt eða loka á suma en leyfa öðrum.  Það er vandlifað í henni veröld og tölvurnar auðvelda ekki alla hluti.

 Hafið það gott og þeir sem fara til Rúmeníu í mars.... hlakka til að hitta ykkur.


SAFT MÁLÞING á ALÞJÓÐLEGA NETÖRYGGISDAGINN 12. FEBRÚAR 2008: ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR Á NETINU

Netið, jákvætt eða neikvætt?

Eigum við að trúa öllu því sem við sjáum og lesum á Netinu?

Snúast farsímar bara um að “tengja fólk”?

Högum við okkur á annan hátt í netheimum en raunheimum?

Í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum, þriðjudaginn 12. febrúar 2008, stendur SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, fyrir opnu málþingi undir yfirskriftinni “Þú ert það sem þú gerir á Netinu”. SAFT hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á Alþjóðlega netöryggisdaginn, sem nú er haldinn í fimmta sinn.

Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum Netsins. Hvar dregur hópana saman og hvar skilur að? Einnig verður áhersla lögð á að fá fram framtíðarsýn hópanna varðandi örugga og ánægjulega notkun og þróun Netsins. Þátttakendur vinna fyrst í tveimur málstofum en málþinginu lýkur með sameiginlegri málstofu nemenda, foreldra og kennara þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöðum.

SAFT hefur einnig í tilefni dagsins staðið fyrir nemendasamkeppni um gerð jafningjafræðsluefnis þar sem nemendum hefur gefist kostur á að koma sínum hugmyndum um Netið á framfæri. Á málþinginu mun dómnefnd gera grein fyrir vali sínu og veita verðlaun. Í dómnefnd sitja Björn Sigurðsson, Menntagátt, Þorsteinn J., RUV og Vanda Sigurgeirsdóttir, Kennaraháskóla Íslands.

Dagskrá:

  • 16:00 Málstofur
    • Foreldrar/kennarar:  Málstofustjóri er Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Fjölskyldu- og heilbrigðissviði Garðabæjar
    • Nemendur: Málstofustjóri er Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Seltjarnarness
  • 17:00 Kaffi
  • 17:15 Samgönguráðherra, Kristján L. Möller, flytur ávarp
  • 17:20 Samantekt úr málstofum
  • 17:50 Samkeppnin: niðurstöður dómnefndar og verðlaunaafhending
  • 17:55 Stutt kynning á fyrirlestra- og jafningjafræðsluherferð SAFT um landið – María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone
  • 18:00 Veitingar

Fundarstjóri: Svavar Halldórsson, fréttamaður hjá RUV 

Staðsetning málþings: Kennaraháskóli Íslands, við Stakkahlíð. Málstofur verða í stofum H201 og H202 og málþing í Bratta.

Þátttakendur: Málþingið er öllum opið og það er ekkert þátttökugjald. Nemendur á aldrinum 11-16 ára eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt foreldrum sínum og kennurum. Vinsamlega tilkynnið þátttöku með tölvupósti á saft@saft.is.

 

Sameiginleg málstofa verður í beinni útsendingu á Netinu (http://sjonvarp.khi.is) frá kl. 17.00-18.00.


Tengslaráðstefna í Kiel, 29. febrúar - 1. mars 2008

  • Allar kennslugreinar gjaldgengarKennarar 10-16 ára
  • Ferðastyrkur fyrir einn í boði: fargjald, ráðstefnugjald, gisting og grunnuppihald.


Tengslaráðstefna fyrir kennara 10-16 ára verður haldin í Kiel í Þýskalandi dagana 29. febrúar til 1. mars 2008. Ráðstefnan hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum -- allt sem þarf til er áhugi á eTwinning og vilji til þess að taka þátt í evrópsku samstarfi.

Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna á þessari slóð:
www.etwinning.de/veranstaltungen/kontaktseminare/kiel2008.php


Umsóknarfrestur til og með 31. JANÚAR næstkomandi

RAFRÆNT UMSÓKNAREYÐUBLAÐ HÉR.


ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR Á NETINU

Taktu þátt í samkeppni á alþjóðlega netöryggisdeginum 2008

SID_08

 

 

  • Netið, jákvætt eða neikvætt?
  • Eigum við að trúa öllu því sem við sjáum og lesum á Netinu?
  • Snúast farsímar bara um að “tengja fólk”?
  • Högum við okkur á annan hátt í netheimum en raunheimum?

Í tilefni af Alþjóðlega netöryggisdeginum, sem haldinn verður í febrúar 2008, verður efnt til nemendasamkeppni undir yfirskriftinni “Þú ert það sem þú gerir á Netinu”.

Nemendum gefst þá kostur á að koma sínum hugmyndum um Netið og aðra nýmiðla á framfæri með því að framleiða margmiðlunarefni fyrir samkeppnina.

Þátttakendur geta unnið saman í hópum eða tekið þátt sem einstaklingar. Samkeppnin er öllum opin en miðast við aldursflokkana 5-10 ára, 11-14 ára og 15-19 ára.

Markmið samkeppninnar er að fá nemendur til þess að velta fyrir sér málefnum sem snúa að öruggri og jákvæðri notkun Netsins og annarra nýmiðla og framleiða efni sem nýta mætti til jafningjafræðslu.

Samkeppnin er tvíþætt, annars vegar landskeppni þar sem veitt verða verðlaun, bæði einstaklings og hópverðlaun, fyrir bestu verkefnin í hverjum aldursflokki. Hins vegar samevrópsk samkeppni þar sem hvert land tilnefnir eitt verkefni úr hverjum aldursflokki til þátttöku. Í samevrópsku samkeppninni verða veitt 6 verðlaun (sjá nánar á www.saferinternet.org).

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við saft@saft.is og fengið frekari upplýsingar.

Lykildagsetningar:

  • 20. janúar 2008: Skráning og efni skilað fyrir lands- og samevrópsku samkeppnina
  • 25. janúar 2008: Val á verkefnum sem taka þátt í samevrópskri samkeppni
  • 1.-7. febrúar 2008: Atkvæðagreiðsla á Netinu í samevrópsku samkeppninni og dómnefnd velur vinningshafa í landskeppninni
  • 12. febrúar 2008: Alþjóðlegi netöryggisdagurinn – tilkynning vinningshafa í lands- og samevrópsku samkeppninni

eLearning Papers -- 6. hefti komið út

6. hefti eLearning Papers er komið út. Að þessu sinni er þemað rafræna, félagsleg dreifing (eInclusion) og rafrænt nám. Heftið inniheldur fjórar greinar.

Úr ritstjórnarpistli: 

Following the Riga Ministerial Declaration of June 2006, an important ministerial event is scheduled to be held in Lisbon the 2 and 3 of December 2007 exclusively dedicated to analyze eInclusion signals and the intensification of political and policy actions (like the “2008 eInclusion initiative” and “i2010”) aimed at promoting the Knowledge Society.

eLearning has an important role to play in these agendas, for example through promoting digital literacy and fostering eSkills. Furthermore, eLearning should play a decisive role in broadening access of otherwise excluded groups to lifelong learning.

 


Ísland á forsíðu eTwinning í Evrópu

Vakin er athygli á Íslandi á forsíðu evrópska eTwinning vefsins og tekið viðtal við verkefnisstjóra Landskrifstofunnar.

Forsíða eTwinning í Evrópu: www.etwinning.net.

Sjálft viðtalið á þessari síðu.

Spurningar og svör um eTwinning

Ný síða með algengum spurningum og svörum (FAQ) hefur verið opnuð á evrópska eTwinningvefnum.

Spurningamerki


eTwinning Professional Development Workshop: Malta, Friday 19th – Sunday 21st October 2007

Helmut Hinrichsen, þróunarstjóri upplýsingatækni við Fjölbraut í Ármúla, skrifar um eTwinningmálstofu fyrir skólastjórnendur sem haldin var á Möltu nýlega:

eTwinning Professional Development Workshop
Malta, Friday 19th – Sunday 21st October 2007


The eTwinning conference on Malta was attended by head teachers of primary and secondary schools as well as representatives of the Central Support Service (CSS) and National Support Service (NSS).

The conference startet on Friday 19th with a welcome address by Emile Vassalla, NSS coordinator of Malta and host of the conference, followed by an introduction to eTwinnig and the eTwinnig portal by Anne Gilleran and Sylvia Binger from the CSS.

The conference was a well organized mixture of presentations, round tabel discussions and workshops. Main theme of the conference was the role of head masters in the implementation of ICT and their perspective towards collaboration in eTwinning projects.
While teachers who participate in eTwinning projects are convinced of the benefits of school collaboration, head teachers still find it difficult to appreciate that eTwinning is worth the considerable effort involved and fail to see how eTwinning activities can connect with mainstream curriculum delivery.

Saturday morning started with an introduction by Conor Galvin, member of the Pedagogical Advisory Group, on eTwinning collaboration as an improvement in teaching and learning methods, language skills, school development practices and ICT training followed by a presentation of Brenda Bigland, head teacher of the Lent Rise Primary School, England, where eTwinning has been embedded in the curriculum.

After lunch was time for practial work. Participants had the opportunity to choose three of four workshops offered, two workshops on Saturday afternoon and one workshop on Sunday morning.
The workshops offered were:

•    Telling stories with photos
•    Collaborative Web Publishing
•    Simple Digital Video
•    Stop Motion Animation

The workshops gave a good opportunity to get to know head teachers from other countries while learning the use of ICT tools.

Saturday ended with a guided tour to the ancient town of Mdina.

Sunday morning the third workshop session was held at the Margaret Mortimer Junior Lyceum, a secondary school in Santa Lucija, where also the final meeting took place with discussions on plans for follow-up.
All participants agreed that the perspective of head teachers has to be involved in eTwinning and asked for a platform to meet and share ideas.

Time passes fast. Suddenly the conference had come to an end and everybody on his way home – all of us with new ideads and new contacts to follow up.

Only a few days later an e-mail arrived from Anne Gilleran from the CSS informing us that the first step to setting up a community for all school leaders involved in eTwinning has been done and we were invited to join a network for School Leaders interested or involved in eTwinning, a place to meet, share ideas, swop stories and keep in touch.

I did not hesitate and joint the network immediatly. Now it is our turn as head teachers to follow up and see to it that our ideas will get into eTwinning.


Vinningshafar eTwinningvikna!

Nú er eTwinningvikum lokið. Átakið tókst geysivel en skráðum kennurum fjölgaði um nálægt 68% og skráðum samstarfsverkefnum um nálega 88%!

Vinningshafar úr lukkupotti nýskráðra kennara:

  • Ragnheiður Ólafsdóttir, Öskjuhlíðarskóla.
  • Aðalheiður Reynisdóttir, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Hvor um sig fær iPod nano af nýrri kynslóð frá Apple IMC í verðlaun!

Vinningshafar úr lukkupotti verkefnakennara:

  • Sigurður Freyr Sigurðarson, Síðuskóla
  • Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, Varmárskóla

 Báðum verður boðið til stórhátíðar eTwinning í Evrópu á komandi ári!

 Nánari upplýsingar um úrdráttinn er að finna á heimasíðu landskrifstofunnar.

iPod_nano_nyr_etw_vikur_07_LITIL                     Litil_urdr_lukkup_eTwinningvikur_07

 


Ferð til Möltu í maí

Heil og sæl öll

DSC04107Í maí s.l. fékk ég að fara til Möltu á uppskeruhátíð hjá kennurum sem höfðu verið að vinna með eTwinning verkefni. Okkur Ívari (sem hefur skrifað hér á bloggið) var boðið af Guðmundi hjá Alþjóðaskrifstofunni.  Var þetta hin ágætasta ferð og vel heppnuð í alla staði.  Það var mjög gaman að sjá hvernig kennararnir voru að vinna þarna. Mér fannst leiksskólakennararnir öflugir og voru þeir að vinna mjög fjölbreytt og skemmtileg verkefni með krökkunum.  Á myndinni er Emil að veita kennurum verðlaun fyrir verkefni sem stóðu upp úr.

Á ráðstefnunni sýndi Emil okkur forritið PhotoStory 3 fyrir Windows og er ég búin að nota það mikið með mínum nemendum og hef einnig sýnt kennurum í skólanum það og voru þeir fljótir að tileinka sér hvernig það virkaði. Ég mæli með því.  Hér er vefslóðin á þetta forrit (http://www.microsoft.com/downloads/details.aspx?FamilyID=92755126-a008-49b3-b3f4-6f33852af9c1&DisplayLang=en) ég mæli með því að þið skoðið það og notið með nemendum ykkar.

Emil sýndi okkur líka vefsvæði (www.wikispaces.com) þar sem hægt er að láta nemendur búa til vefsíður á mjög einfaldan hátt.  Þetta hef ég líka notað mikið með nemendum og ætla að nota í eTwinning verkefni sem við erum að setja af stað með nemendum okkur í MK núna í november.  En hér er krækja á sýningu sem ég bjó til af ferðinni  til MÖltu og notaði ég Photo Story og Wikispaces til að búa það til. (http://ferdalog.wikispaces.com/H%C3%A9r+er+myndas%C3%BDning+fr%C3%A1+%C3%BEeirri+fer%C3%B0). Þetta er bara smásýnishorn til að sjá hvernig þau virka.

Kolbrún Hjaltadóttir í Menntaskólanum í Kópavogi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband