Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 1. desember 2008
Segið álit ykkar á eTwinning!
Miðstöð eTwinning í Evrópu stendur fyrir könnun um eTwinning. Við hvetjum alla þátttakendur, nýliða sem reynslubolta, að koma skoðunum sínum á framfæri. Könnunin er opin til og með 17. desember.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Ferð til Prag fyrir tvo vinningshafa eTwinningvikna!
eTwinningvikur hafa nú staðið yfir í upphafi skólaársins, til og með 31. október. Skráningar verkefna tóku vel við sér en alls voru 24 samstarfsverkefni skráð á tímabilinu.
Dregin voru nöfn tveggja kennara úr lukkupotti fyrir þá sem skráðu sig í samstarfsverkefni. Vinningurinn er ekki af verri endanum: helgarferð til Prag á árlega stórhátíð eTwinning, sem haldin verður í febrúar á ári komandi.
Vinningshafar eru Sonja Jónasdóttir, Sólbrekku, og Halla Jónsdóttir, Furugrund. Landskrifstofan óskar vinningshöfum hjartanlega til hamingju!
Dregið verður um iPod Shuffle úr potti nýskráðra kennara í desember.
Um framkvæmd úrdrattarins:
Úrdráttur skipulagður af Guðmundi Inga Markússyni, verkefnisstjóra eTwinning hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins (pappírsmiðar í skál).
Droplaug Jóhannsdóttir, ritari Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, dró blindandi úr pottinum.
Karítas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, fylgdist með að allt færi heiðarlega fram.
Á myndinni sést Droplaug draga úr pottinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. október 2008
Verðlaun í landskeppni eTwinning fyrir síðasta skólaár (2007-08) voru veitt í Iðnó, 3. október síðast liðinn
Haustfagnaður eTwinning var haldinn í Iðnó í dag, 3. október. Veitt voru verðlaun í flokkum leikskóla og grunnskóla. Verðlauning voru afhend af Steingrími Sigurgeirssyni, aðstoðarmanni menntamálaráðherra.
Flokkur grunnskóla:
1. Verðlaun: Glæsileg JVC stafræn myndbandsupptökuvél
Holtaskóli: Getting to know each other
Ingibjörg Jóhannsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.
2. Verðlaun: Glæsileg Olympus stafræn myndavél
Lágafellsskóli: @ni & m@te
Arndís Hilmarsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.
Flokkur leikskóla:
1. Verðlaun: Glæsileg JVC stafræn myndbandsupptökuvél
Furugrund: 1, 2, Buckle my shoe
Fjóla Þorvaldsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.
2. Verðlaun: Glæsileg Olympus stafræn myndavél
Bakki: Frumefnin fjögur (Fire, water, air and earth)
Rakel G. Magnúsdóttir og Súsanna Kjartansdóttir veittu verðlaununum viðtöku.
Nánari kynningu á verkefnunum er að finna á forsíðu etwinning.is
Verkefnin voru metin af Salvöru Gissurardóttur, lektor við HÍ, Birni Sigurðssyni, vefstjóra Forsætisráðuneytisins, áður hjá Menntagátt, og Óskari E. Óskarssyni, verkefnisstjóra hjá Alþjóðaskrifstofunni. Matsnefndin átti erfitt verk fyrir höndum enda bárust 9 frábær verkefni í keppnina.
Landskrifstofan óskar verðlaunahöfum til hamingju og þakkar jafnframt öllum kærelega sem tóku þátt í keppninni!
Guðmundur, Landskrifstofu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Opið fyrir skráningu á verðlaunahátíð eTwinning í Iðnó, 3. oktbóer
Verðlaunahátíðin verður í Iðnó, 2. hæð, föstudaginn 3. október.
Veitt verða 1. og 2. verðlaun í flokkum leikskóla og grunnskóla fyrir eTwinning-verkefni síðasta skólaárs. Einnig verða veittar gæðaviðurkenningar.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð og stutta dagskráin sem mun standa á milli 12:00 og 14:30.
Vegna takmarkaðs fjölda er nauðsynlegt að skrá sig.
Skráning og dagskrá á þessari slóð.
Verðlaunahafar síðustu landskeppni:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Haustfagnaður eTwinning og Comenius 3. október í Iðnó
Föstudagurinn 3. október næstkomandi. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og stutta dagskrá. Gert er ráð fyrir að herlegheitin standi yfir á milli 12 og 15, nákvæm dagskrá auglýst síðar.
***Athugið að skráningarfrestur í keppnina er til og með 15. september næstkomandi. Öll verkefni sem starfrækt voru á síðasta skólaári eru gjaldgeng. Upplýsingar um þátttöku og skráning verkefna á þessari slóð:
http://www.ask.hi.is/id/1025546
Kveðja,
Guðmundur
Landskrifstofu eTwinning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Skráningarfrestur verkefna í landskeppni 2007-2008
Hægt verður að skrá verkefni í landskeppni eTwinning fyrir skólaárið 2007-2008 til og með 15. september næstkomandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Landskeppni eTwinning fyrir skólaárið 2007-2008
Vegleg verðlaun tengd upplýsingatækni verða veitt vinningsverkefnum.
Ákveðið hefur verið að halda verðlaunaafhendingua á hausti komandi.
Nánari upplýsingar um keppnina og skráningu verkefna er að finna á hér -- hægt er að skrá verkefni nú þegar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. apríl 2008
eLearning Papers: 7. hefti komið út
7. hefti eLearning Papers kom út fyrir nokkru. Að þessu sinni er eLp helgað samræðu milli menningarheima en árið 2008 er einmitt tileinkað þessu þema í Evrópu. Heftið inniheldur sex greinar sem taka á málefninu með ýmsum hætti í samhengi upplýsingatækni.
Úr ritstjórnarpistli:
The year 2008 has been declared as the European year of Intercultural Dialogue. One of our authors pertinently outlines: This is but one sign of the growing awareness of the need to reflect on the multicultural dimensions of our society and work actively at overcoming the gaps and fear that often exist between people of different cultures. Therefore, eLearning Papers wants to contribute to the reflection on this theme. Above all we want to emphasise the importance that ICT have in the process and the added value that e-learning can offer ...
Articles in this issue address the challenge of interculturality in lifelong learning. Researchers from the University of Murcia write about how the appropriate use of ICT in educational contexts allows maintaining the cultural characteristics of a community. Claire Bélisle describes in her article how cultural embeddedness applies to learning theories as much as teaching models. Chiara Pozzi, from the University of Milano, shows us an e-learning project for teachers carried out in Kenya. The article describes the national and local context as well as how culture mediates between the individual and the technology. Mokhtar Ben Henda illustrates in his article e-learning standardisation initiatives and procedures, as well as their outcomes and perspectives.
Besides the intercultural theme, we include two other articles. The first one, written by Sandra Schaffert and Guntram Geser, describes current open educational resource initiatives. The issue comes to its end with Nicolò A. Piave's article on rapid e-learning used as an informal education tool.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
eTwinning-ráðstefna í Búkarest
Dagana 13. til 16. mars 2008 var mér, ásamt nokkrum öðrum Íslendingum, boðið að taka þátt í eTwinnin-rástefnu í Búkarest í Rúmeníu. Flest eigum við það sameiginlegt að hafa tekið þátt í eTwinningverkefnum og sum í nokkur ár.
Leikskólinn Furugrund var fyrstur leikskóla hér á landi til þess að taka þátt í slíku verkefni og hef ég áður fjallað um þau verkefni hér á heimasíðunni. Annað verkefnið er tengt stærðfræði og hitt árstíðunum og breytingum á umhvefinu.
Ráðstefnan var haldin á splunkunýju hóteli sem heitir Rin Grand Hotel í Búkarest. Ráðstefnan byrjaði á hádegi á föstudegi og af því að dagskráin hljóðaði upp á kynnisferð í myrkri um kvöldið þá ákváðum við Gulla samkennari minn í Furugrund og Guðlaug Ósk kennari í Varmárskóla að nota morguninn í að skoða borgina. Ganga okkar um miðborgina var mjög áhugaverð, eiginlega verð ég að viðurkenna að hafa aldrei áður komið í jafn skítuga borg. Kannski ekkert skrítið að gestgjafarnir vildu sýna hana í myrkri.
Við sáum m.a. höllina sem Nicolae Ceauşescu byggði og heitir The Palace of the Parliament. Sagan segir að Ceauşescu hafi viljað slá Frökkum við og byggja höll og fyrir framan hana væri breiðstræti aðeins stærra en Champs-Élysées í París. Hann lét einnig búa til á eins og í París og allt í kringum höllina voru byggð háhýsi sem ætluð voru kommúnistaleiðtogum. Þessi yfirlitsmynd sýnir hallargarðinn og byggingarnar í kring vel og svo breiðstrætið. Þetta gerði hann á kostnað þeirrar miðborgar sem fyrir var, allt var rifið niður til þess að koma þessum byggingum fyrir.
Hér er mynd af okkur Gullu fyrir framan slotið.
Eftir hádegi hófst svo ráðstefnan og þennan fyrri dag var hún byggð upp á fyrrlesturum og inn á milli voru sýndar myndir frá þátttöku þjóðunum.
Eftir setningu ráðstefnunnar flutti Cristian Mihai Adomniţei menntamálaráðherra Rúmeníu erindi. Hann sagði að tölvuvæðing í skólum í Rúmeníu væri langt komin, lengra en meðal margra Evrópuþjóða. Ég ætla ekki að fara að telja upp alla fyrirlestrana sem haldnir voru því hægt er að skoða glærur fyrirlesarana á SlideShare.
Einn fyrirlestur vil ég þó fjalla sérstaklega um, en það var erindi Professor Sugata Mitra. Hér er hægt að hlusta á erindi hans.
Dr. Mitra starfar núna í Bretlandi, en hann sagði okkur söguna á bak við það ferðalag. Hann var prófessor í Indlandi og er þekktastur fyrir tilraunir sínar sem hann gaf nafnið Hole in the wall.
Dr. Mitra heldur því fram að börn geti kennt sér sjálf á tölvur og sýndi fram á það með tilraunum sínum í Indandi. Tilraunir hans gengu út á það að hann kom fyrir tölvu í vegg á almennu svæði í litlum indverskum þorpum og fylgdist síðan með því hvað gerðist. Hann sýndi okkur mörg myndbönd af því hvernig börnin söfnuðust saman við tölvuna og eftir smá stund voru þau farin að flakka um á Veraldarvefnum. Það sem mér fannst svo frábært við það sem hann var að segja var það sama og við leikskólakennarar erum að halda fram; að með leik og samvinnu læra börn að tileinka sér nýja þekkingu. Ég hvet alla til þess að kynna sér verkefni hans. Núna er hann að gera nýjar tilraunir í Bretlandi og gaman verður að fylgjast með honum og vinnu hans í framtíðinni.
Seinni dag ráðstefnunnar voru vinnustofur og fórum við á nokkrar þeirra og kynntum okkur m.a. verkfærin sem bjóðast í eTwinning. Þarna var kynntur möguleikinn á að gera vefsíðu með aðstoð kerfisins, eitthvað sem við höfum ekki notfært okkur því við höfum notast við Wikispaces til þess að safna saman verkefnum okkar.
Þarna var einnig fólk frá Litháen að kynna vef sem er einskonar safnvefur, LeMill , fyrir rannsóknir ýmiskonar. Áhugavert, en enn sem komið er eru flestar rannsóknirnar á tungumálum sem við skiljum ekki.
Bæði kvöldin voru opnir kynningarbásar þar sem allar þjóðirnar kynntu land og þjóð og þau eTwinning verkefni sem þátttakendur eru aðilar að. Við Íslendingarnir vorum með bás og veittum vel af nammi og líkjör.
Á föstudagskvöldinu var eins og áður sagði boðið upp á kynnisferð um borgina með alveg frábærum fararsjóra. Manni sem gat gert grín af sögunni og stöðu borgarinnar. Á laugardagskvöldinu var svo hátíðarkvöldverður þar sem boðið var upp á þjóðlega rétti, þjóðdansa og samveru við skemmtilegt fólk.
Við létum taka mynd af okkur þátttakendunum frá Íslandi. Hægt er að skoða fleiri myndir frá ferðinni á heimasíðu Furugrundar.
F.v. Fjóla, Erla Björk, Bubbi, Þorlákur, Guðlaug Ósk, Guðlaug og Rúna.
Takk Guðmundur á Alþjóðaskrifstofunni fyrir þetta frábæra tækifæri.
Kær kveðja,
Fjóla Þorvaldsdóttir
Sérkennslustjóri og verkefnisstjóri í Furugrund.
Bloggar | Breytt 26.3.2008 kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Tengslaráðstefna í Kiel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)