Færsluflokkur: Bloggar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2007: Samkeppni -- skráningarfrestur 30. nóvember 2006

Sælir rafkennarar!

eTwinning ásamt Insafe, evrópusamtökum um netöryggi, standa að verðlaunasamkeppni í tengslum við alþjóðlega netöryggisdaginn sem haldinn verður hátíðlegur þann 6. febrúar næstkomandi. Átakið miðar að auknu netöryggi öllum til handa með sérstakri áhersla á yngri netverja. Allir eTwinning-kennarar eru hvattir til þátttöku. Til hægðarauka nýta þátttakendur sér tilbúin verkefnasett sem eru þrjú talsins: Netnotkun og friðhelgi einkalífs, Siðprýði og netnotkun og Myndefni.

Kynningu er að finna á þessu vefsvæði á eftirfarandi slóð: www.ask.hi.is/page/netoryggi.

Tengiliður Alþjóðanetöryggisdagsins á Íslandi er Guðberg K. Jónsson sem svarar netfanginu gudberg@heimiliogskoli.is

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu eTwinning: www.etwinning.net/ww/en/pub/etwinning/news/articles/saferinternetday_2007_compet.htm


innskráning á chatsíðu

Hefur einhver lent í vandræðum að skrá sig inn á chatsvæði og kann einhver ráð.  Ég kemst ekki lengra en connecting the server og er fastur þar.

 

bibbi@akmennt.is


Nám á neti

Ágætu eTwinning-kennarar!

Vek athygli ykkar á samkeppninni Nám á Neti (eLearning Awards) sem Evrópska skólanetið stendur fyrir.

Keppnin er nú haldin í sjötta skiptið. Fyrstu þrjú skiptin sem samkeppnin var haldin unnu eitt eða fleiri íslensk verkefni til verðlauna og í öllum tilfellum hafa íslensk verkefni komist í undanúrslit.

eTwinning-verkefni ættu að henta vel í þessa samkeppni. Skráningarfrestur er 6. nóvember næstkomandi.

Nánari upplýsingar er að finna á Menntagátt:

www.menntagatt.is/default.aspx?pageid=373

Bestu kveðjur,
Guðmundur

Workshop í Lisbon 19. - 21. október 2006

Komið þið sæl.

Mig langar til að deila með ykkur upplifun minni af ferð minni til Lisbon á eTwinning workshop: Professional Development Workshop in Portugal for Science and Math teachers.

Farið var af stað fimmtudaginn 19. október og um klukkan 18 að staðartíma lenti ég í Lisbon. Þar tók við ansi skrautleg leit að töskunni sem týndist en hún kom fram daginn eftir. Þetta er víst mjög algengt þannig að ef þið eigið leið til og frá Lisbon, gerið ráð fyrir að taskan skili sér sólarhring síðar. Fyrir rest komst ég á hótelið og datt beint í mat á vegum ráðstefnunnar. Hótelið var með því flottasta sem ég hef gist á, flatsjónvarp og ótrúlega flott innréttað herbergi. Þarna var búið að raða hópnum saman eftir aldurstigi sem þeir kenna og áhuga, science, stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Ég var með hópnum vísindi 9-16 ára. Þarna fékk maður tækifæri á að kynnast fólkinu og mynda tengsl. Þar sem ég var algerlega fatalaus og allslaust þá var við hliðina á Hótelinu þessi glæsilega verslunarmiðstöð sem opin er til miðnættis alla daga. Ég ásamt tveimur norskum og einni enskri skelltum okkur á staðinn til að kíkja yfir úrvalið og redda því sem redda þurfti. Daginn eftir hófst ráðstefnan kl. 9:30. Þar var í boði áhugaverðir fyrirlestrar um tæki sem nota má í samvinnu þjóða og heilluðumst mörg okkar af EXPLORA xplora.org en það er eitthvað sem ég ætla að leggjast yfir og kynna mér betur. Eitt af því sniðuga sem þeir gerðu á ráðstefnunni var eTwinning Speed Dating. Þá sat maður í stól og spjallaði við annan aðila í sex mínútur sem sat fyrir framan mann og svo var skipt og annar aðili spjallaði við mann í sex mínútur. Svona gekk þetta þannig að ég held að ég hafi spjallað við allt að tíu manns. Hugsunin var að gefa fólki tækifæri til að finna svipuð áhugamál og tengja aðila þannig að þeir geti stofnað til verkefnis. Eini gallinn var sá að allir portúgalarnir sátu á móti mér og hin þjóðernin við hliðina á mér þannig að ég talaði við níu Portúgala og einn Norðmann. En engu að síður stórsniðug hugmynd. Allir Portúgalarnir vildu stofna til verkefnis með Íslandi því þeir sáu ýmsa möguleika vegna þess hversu löndin eru ólík. Ég mátti því vara mig á að lofa ekki upp í ermina á mér enda ný í þessum bransa.

Eftir hádegi voru síðan vinnustöðvar sem maður valdi tvær til að sækja. Allt gríðarlega áhugavert og skemmtilegt. Ég valdi mér Projects in Science - experimental studies around Water, for students aged 16 to 19. Þar kynnti maður einföldu verkefni sem hægt væri að gera í vatni nálægt skólanum sem maður vinnur í. Það var ákveðið að sex lönd settu sig saman og ætla að vinna saman að skoða vatn nálægt sínum skóla og skiptast á upplýsingum. Löndin eru: Belgía, Portúgal, Kýpur, Slóvenía, Ísland og Noregur. Þetta er ótrúlega spennandi og gaman að sjá hvernig okkur gengur að skiptast á upplýsingum og láta nemendur okkar vinna áfram með vatn og eiginleika þeirra. Ákveðið var að aldur nemenda yrði 10 til 19 ára. Okkur langar einnig að skoða líffræðilega þætti vatns, lífverur og þessháttar en þetta verðu að þróast. Um kvöldið var okkur boðið í svakalega flottan kastala í kvöldmat , Palmela Castel.

Á laugardeginum var dagskrá frá kl. 9:30 - 13:00. Þar voru fyrirlestrar sem og vinnustöðvar sem buðu þátttakendum að koma verkefnum sínum af stað í eTwinning. Aukalega var áhugasömum boðið að skoða vísindasafnið í Lisbon en það er nokkuð nýtt og ótrúlega flott. Ari Ólafsson sem er að reyna að koma hér upp Tilraunahúsi ætti að kíkja á þetta hús. Seinna um kvöldið fórum við nokkur sem ekki fórum heim fyrr en á sunnudeginum út að borða og þá var ein portugölsk sem bauðst til að fara með okkur um gamla miðbæinn, skoða hann og borða á týpiskum Fadso stað. Allt ótrúlega skemmtilegt.

Þetta var allt frábært, hótelið frábært, maturinn var alltaf geggjaður, hlaðborð í morgunmat, hádegismat og í kvöldmat.  Það sem hinsvegar stendur uppúr eru öll tengslin sem ég er komin með út um allan heim og það voru þjóðverji sem langar að ná sambandi við íslenskan framhaldsskólakennara til að vinna ða verkefni um orku, en hann hefur gríðarlega mikinn áhuga á endurnýjanlegum orkugjöfum. Ég skelli inn netfanginu hans á orkuvefinn ef einhver hefur áhuga. Einnig langar Tékka til að ná tengslum við framhaldsskólakennara um jarðfræði Íslands - er ekki einhver sem hefur áhuga ef svo er hafið samband við mig: thorannao at gmail.com

Einnig kom Tékki til mín að nafni Jan Manek og er að leita logandi ljósi að framhaldsskóla sem til er í að koma á verkefni milli Íslands, Tékklands, Liechtenstein og Noregs þar sem fullt af fjármagni er til að gera skemmtilega hluti. Sjáið nánar á þessari vefsíðu: http://web.socrates.cz/norsko/Info_in_english.htm Held að þetta verkefni tengist eitthvað jarðfræði og landafræði landanna en endilega þeir sem hafa áhuga kíkið á þetta og hafið samband við Jan, óskaplega elskulegur strákur Hlæjandi.

En að lokum þakka ég kærlega fyrir mig og hvet alla sem ekki hafa enn þorað að prófa því það eru allir boðnir og búnir til að aðstoða mann.

með kærri kveðju,

Þóranna Rósa Ólafsdóttir

kennari við Norðlingaskóla


eTwinning-vikan, landskeppni og evrópska eTwinning-samkeppnin

Sælir kennarar!

Nú líður brátt að því að skólar þeirra kennara sem skráðu sig til þátttöku á meðan eTwinning-vikan stóð yfir, 1. til 7. október, fái senda vefbókaöskju Eddu-útgáfu.

Athugið einnig evrópsku eTwinning-samkeppnina sem nýverið var hleypt af stokkunum hjá eTwinning í Brussel. Glæsileg verðlaun í boði. Nánari upplýsingar á vef Alþjóðaskrifstofunnar:

www.ask.hi.is/page/verdlaun

Einnig minni ég á landskeppnina. Öll eTwinning-verkefni sem starfrækt verða á yfirstandandi skólaári (2006-2007) verða sjálfkrafa með. Vegleg verðlaun í boði. Keppt verður bæði í flokki grunn- og framhaldsskóla. Því fyrr sem verkefni komast í gang, því meiri líkur á verðlaunasæti. Verðlaunin verða veitt í lok skólaársins, í vor.  Nánari upplýsingar á heimasíðu eTwinning-vikunnar:

www.ask.hi.is/page/etwinning-vika

Kær kveðja,

Guðmundur I. Markússon

Landsskrifstofu eTwinning á Íslandi 


Síðuskóli

Ég ákvað að kíkja á etwinning síðuna og sjá hvort þetta væri ekki enn ein tímasóunin sem haldið er að kennurum.  Annað kom á daginn.  Ég eyddi drjúgum tíma í að skoða verkefni og endaði á að svara tveimur fyrirspurnum og er núna kominn í samstarf með skólum í Frakklandi, Grikklandi og á Ítalíu.  Verkefnið sem liggur fyrir er samræðuverkefni þar sem nemendur ræða málefni sem snerta ungmenni í Evrópu og á að færa þau nær hvert öðru.  Í kjölfarið á þessu verkefni er skólinn kominn með annað verkefni þar sem nemendur í 7.bekk fjalla um vatn sem orkugjafa með nemendum í Frakklandi.

Þetta er algjör snilld


Etwinning , ný upplifun

Ég kynntist Etwinning í gegnum samstarfskonu og hef unnið tvö verkefni. Ég get ekki annað en mælt með etwinning, ég hef kynnst fullt af kollegum, unnið skemmtileg verkefni og fengið frábærar hugmyndir.

Ég er komin af stað aftur og nú með tvö verkefni samþykkt og tvö verkefni sem fara ekki í gegnum etwinning einfaldlega vegna þess að mörg lönd utan evrópu taka þátt í þeim verkefnum.

Það frábæra við etwinning er twin space, sem að mínu mati þjónar algjörlega vefkennslustofu og einfaldar allt utanumhald.

ég hvet alla til að skrá sig í etwinning og kynna sér síðuna og möguleikana sem þar er að finna.

kv

Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Varmárskóla Mosfellsbæ


Etwinning er öflugur miðill

Sælir Etwinning félagar.

Mig langar til að nota þennan vettvang til að segja stuttlega frá því sem við í Hrafnagilsskóla höfum verið að vinna í sambandi við Etwinning.  Ég skráði mig í fyrra svona eiginlega í gamni, rétt til að skoða innihald Etwinning.  Mér fannst það í fystu ekkert sem hentaði mér sem kennara.  Svo þegar leið á og ég fór að fá óskir um samstarf kom áhuginn meira fram.  Ég ákvað að slá til með verkefni sem tveir kennarar frá Trutnov í Tékklandi höfðu áhuga á að setja af stað en það fólst í því að búa til vef þar sem hægt væri að láta nemendur skrifa um sig, sitt nánasta nágreni, áhugamál og síðan út frá því skrifa um land sitt og þjóð.  Út úr þessu átti að koma banki með upplýsingum um unglinga og lönd í Evrópu.  Þetta tók að hlaða utan á sig og nú eru fjölmargir skólar víðsvegar um Evrópu að skrá sig til leiks. 

Nú um helgina fékk ég þá skemmtilegu frétt frá samstarfsmanni okkar í Tékklandi að verkefnið hefði hafnað í þriðja sæti í landskeppni Etwinning í Tékklandi og hefur verkefnið fengið "eTwinning Quality Label" þar í landi sem mér finnst mikil upphefð.  Jan Manek, kennarinn sem heldur utan um þetta verkefni í Tékklandi skrifaði um þetta á vef verkefnisins www.eurogeography.net .  Ég hvet alla til að lesa þessa tilkynningu á vefnum.  Skólinn þar fékk um 100.000 króna peningaverðlaun sem verður notaður til að kaupa vídeóvél og fleira.
Nemendur okkar Jans Maneks munu síðan hittast á skype og skiptast á spurningum sem nemendur munu velja seinna í vikunni í tilefni Etwinning vikunnar.

Þetta er með skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekið þátt í sem kennari og ég hvet alla kennara til að slá til og prófa.  Það eru miklir möguleikar hér á ferð.

Kær kveðja

Hans Rúnar Snorrason

Hrafnagilsskóla

Velkomin á eTwinning-blogg!

Kæru eTwinning-kennarar! Þetta blogg er stofnað í tilefni kynningarviku eTwinning 1. til 7. október. Hugmyndin er sú að kennarar á Íslandi sem skráðir eru í eTwinning geti skiptst á skoðunum, deilt reynslu sinni, og hvað eina sem ykkur annars dettur í hug.

Bestu kveðjur, Guðmundur I. Markússon, landsfulltrúi eTwinning hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband