Spilbaseret læring i det 21. århundrede - eTwinning ráðstefna í Kaupmannahöfn 27. - 29. ágúst 2018

 

Við vorum þrjár sem fórum á þessu ráðstefnu frá Íslandi, Anna María Þorkelsdóttir (Hörðuvallaskóla - áður Hólabrekkuskóla), Ágústa Guðnadóttir (Kópavogsskóla) og Kristvina Gísladóttir (Varmahlíðaskóla).

42170134_471463466681712_3432765186992242688_nDagskráin byrjaði eftir hádegi á mánudeginum með mat og leikjum til að hrista hópinn saman. Þarna voru komnir fulltrúar frá öllum Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku auk okkar. Við fengum kynningu á eTwinning og hvað það stendur fyrir og eftir kaffi hélt Thorkild Hanghøj lektor við Álaborgarháskólann í Kaupmannahöfn fyrirlestur um gildi tölvuleikja fyrir nám nemenda. Hann fór m.a. í gegnum hvernig það að hanna eigin tölvuleiki geta aukið 21. aldar hæfni nemenda. Við fórum svo öll saman út að borða um kvöldið á ítalskan veitingarstað. Þar var búið að merkja hvar við áttum að sitja, þannig að við íslendingarnar (sem var fámennasti hópurinn) sátum allar á sitthvoru borðinu, á meðan Danirnir náðu að fjölmenna á borðin, enda lang stærsti hópurinn þarna.

Á þriðjudeginum fórum við með lest í Álaborgarháskólann í Kaupmannahöfn. Þar hittum við fyrir41961974_248789892489973_2467219864125702144_n Thorkild aftur Stine Ejsing-Dunn sem er, eins og hann lektor við skólann. Hún kenndi okkur allt um Hönnunar hugsunina (Design Thinking). Eftir hádegismat fengum við að prófa sjálf að nýta þessa fræði, þegar við fórum í hópa og áttum að vinna með hinn þekkta leik Myllu. Fyrst greinum við kosti og galla hennar og smá saman breyttum við leiknum, þannig að hann áttu þrír aðilar að geta spilað í einu. Úr þeirri vinnu komu hóparnir allir með mjög mismunandi útfærslur sem var skemmtilegt að prófa.

Við fórum líka í hópa til að finna okkur samstarfsaðila frá hinum þátttökulöndunum og fengum allar tengiliði sem við munum vera í sambandi við í vetur. Verkefnin eru mismunandi en snúast öll um að kenna nemendum að nota það sem við lærðum á námskeiðinu.

Eftir þessa smiðju fengum við siglingu í höfninni í Kaupmannahöfn og gengum aðeins um Nyhavn og nágrenni. Svo skemmtilega vildi til að þegar við stóðum og fengum fræðslu um konungshöllina gekk franska forsetafrúin framhjá okkur, brosti til okkar og veifaði. Það var mjög óvænt og öðruvísi. Um kvöldið fórum við út að borða aftur saman og svo fórum við á Spilcafé, þar sem við prófuðum ýmis spil með aðstoð fólksins sem vinnur þar. (Bastardcafe.dk)

Á miðvikudeginum vorum við að mestu í því að vinna með nýju samstarfsaðilunum okkar. Við ákváðum hugmynd og “pitchuðum” hana svo fyrir alla nærstadda. Í hádeginu fórum við saman út að borða og eftir það fór fólk að snúa aftur til síns heima og við flugum heim um kvöldið.

Við þökkum kærlega fyrir þetta tækifæri:)

Með bestu kveðju,     

Anna María, Ágústa og Kristvina.42156493_689301458098532_3290368385266745344_n


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband