Miðvikudagur, 15. desember 2010
Gott eTwinning-námskeið á Háskólatorgi
14 leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar tóku þátt í tölvuveri á Háskólatorgi sem Landskrifstofan hefur til afnota.
Námskeiðið var haldið 15. desember eftir hádegið. Þátttakendur voru ánægðir og höfðu á orði að þeir hefðu lært helmikið.
Námskeiðið var fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Farið var í grunnatriði eTwinning-kerfisins, þ.e. aðalsíðu eTwinning (etwinning.net), eigið svæði kennara (eTwinning Desktop), og hina rafrænu kennslustofu TwinSpace.
Landskristofan mun halda fleiri námskeið eftir áramótin og verða þau auglýst á heimasíðu hennar (etwinning.is).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. desember 2010
Úrslit Landskeppni eTwinning fyrir skólaárið 2009-10
10 verkefni tóku þátt í landskeppni eTwinning, áætlun ESB um rafrænt skólasamstarf, fyrir bestu verkefni síðasta árs í flokkum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Úrslitin voru kynnt á afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins í Ráðhúsi Reykjavíkur, 25. Nóvember 2010.
Dómnefnd, skipuð Birni Sigurðssyni, Forsætisráðuneytinu, áður Menntagátt, Salvöru Gissurardóttur, Menntavísindasviði HÍ, og Óskari E. Óskarssyni, Alþjóðaskrifstofu háskólastigins, valdi úr þrjú verkefni, eitt á hverju skólastigi.
Verðlaunin voru fullkomin stafræn myndbandsupptökuvél frá Panasonic.
Verðlaun hlutu Flataskóli, sem vann verkefni með grunnskóla í London um læsi og lesskilning, Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu, fyrir samvinnu við menntaskóla í Póllandi með áherslu á að brjóta niður múra milli menningarheima, og Leikskólinn Furugrund, sem tók þátt í samstarfi 83 skóla í 20 löndum um Alheiminn.
Flataskóli. Lesum, skrifum og tölum saman (Lets read, write and talk together)
Hugmyndin að verkefninu kviknaði haustið 2009 þar sem mig langaði að vinna með bókmenntaverkefni hjá yngri nemendum og leggja áherslu á læsi og lesskilning. Ég fékk bókasafnsfræðinginn í skólanum hana Ingibjörgu í lið með mér og saman útbjuggum við ramma að samskiptaverkefni. Ég setti ósk um samvinnu út á vef eTwinning og fljótlega hafði Shayne Davids samband við mig en hann er kennari í ríkisskóla í úthverfi London. Nemendur okkar voru 10 og 11 ára gamlir. Nemendur lásu sömu bókina á sínu móðurmáli og unnu verkefni upp úr henni og hittust á veffundum og kynntu það sem þeir voru að vinna, sögðu frá sér og skólanum sínum bæði í máli og myndum. Okkar nemendur þurftu að þýða sína texta yfir á ensku og fengu hjálp við það en einnig notuðu þeir Netið til þess að þýða (Google translate).
Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu. ICEPO ungt fólk vinnur að skilning milli þjóða (young people promoting understanding between the nations)
Megintilgangur verkefnisins var að brjóta niður múra milli menningarheima og draga úr fordómum milla landa. Lögð var áhersla á að þátttakendur myndu kynnast landi og þjóð eins og kostur er. Nemendur eignuðust pennavini sem þeir bjuggu hjá á meðan á heimsóknum stóð. Fyrir ferðirnar undirbjuggu nemendur margs konar kynningarefni. Þegar pólski hópurinn kom til Íslands var haldinn hátíð í FAS, kennsla var felld niður í heilan dag og pólskir nemendur skipulögðu dagskrána. Í Póllandi héldu íslenskir nemendur kynningar fyrir valda hópa í skólanum auk þess sem skólinn efndi til sérstakrar móttökuhátíðar þar sem skóla- og bæjaryfirvöldum var boðið. Ákveðið var að verkefnið skilaði sýnilegri afurð sem gæti nýst sem flestum. Útkoman er pólskt enskt íslenskt orðasafn sem bæði er á heimasíðu verkefnisins og var gefið út í nokkur hundruð eintökum. Frá upphafi var ákveðið að verkefnið yrði eTwinning verkefni. Það er frábær leið til að gera verkefnin sýnileg og aðgengileg. Þetta var frábært, vinatengslin sem sköpuðust eru varanleg.
Leikskólinn Furugrund. Alheimurinn (Sp@ce: eTwinning is out there!)
Verkefnið Space var samstarfsverkefni 83 skóla í 20 löndum og fjallar um eins og nafnið gefur til kynna Alheiminn. Nemendur og kennarar unnu að viðfangsefnum sem tengjast öll Alheimnum og skiptust á hugmyndum á heimasíðu verkefnisins. Hver og einn skóli var nokkuð frjáls að því hvernig hann útfærði verkefnið, en þó var ákveðið að hafa fimm megin þemu til þess að ganga út frá. Við ræddum við börnin um himingeiminn, sólkerfið og geimferðir. Við útbjuggum geimbúning og geimfar auk margskonar annarra verkefna. Í Furugrund var ákveðið að nýta verkefnið í sérkennslu. Er það í fyrsta sinn sem það er gert. Hópur drengja sem lítinn áhuga höfðu á skapandi starfi var boðin þátttaka í verkefninu. Drengir sýndu allir stórkostlegar framfarir á meðan og í lok verkefnissins. Gleðin og ánægjan við úrlausn verkefnanna var slík að hún var fljót að smitast út um skólann. Verkefnið var líka til þess að þátttaka foreldra varð mun meiri í þessu verkefni en í fyrri verkefnum sem við höfum tekið þátt í. Foreldrar voru áhugasamir og aðstoðuðu við efnisöflun, bækur, myndbönd, ábendingu á efni á vef og svo mætti lengi telja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. ágúst 2010
Gjöf til kennara í Flataskóla
Fengur þótti að heimsókn Guðmundar Inga í Flataskóla nýlega en hann færði okkur gjafir sem unnið höfðu að verkefninu Schoolovision 2010. En það voru minnislyklar sem koma sér vel við tölvuvinnuna í vetur. En eins og komið hefur fram áður í fréttum og m.a. á vefsíðu skólans vann verkefnið til fyrstu verðlauna í keppninni Schoolovision 2010. Þetta er annað árið í röð sem skólinn tekur þátt í þessu verkefni en á síðasta ári hlaut hann 4. sætið í keppninni. Stjórnandi verkefnisins er Michael Purves frá Skotlandi. Verkefnið hefur gefið okkar hér í Flataskóla ástæðu til að breyta og bæta verkefnavinnu nemenda og hefur m.a. skapast sú hefð undanfarin tvö ár að vera með Flatóvision á miðri vorönn og leyfa nemendum að koma með framlag að eigin vali í sambandi við söng og dans. En Flatóvision er sett upp með samskonar formi og Eurovision. Sigurlagið fer svo í keppnina hjá Scoolovision það árið. Nemendur voru mjög áhugasamir um verkefnið og voru löngu farnir að spyrjast fyrir um þetta áður en við auglýstum eftir framlögum í vor. Ég mæli með því og tel það mjög hvetjandi bæði fyrir nemendur og kennara að taka þátt í svona verkefnum og eiga samskipti við nemendur og starfsfélaga sína erlendis. Það opnar fyrir svo ótal marga skemmtilega möguleika og okkur tekst að nýta tæknina á svo margvíslegan hátt sem kemur stundum mjög á óvart.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. maí 2010
Flataskóli sigrar í Schoolovision 2010!
Flataskóli sigraði Schoolovision 2010 - söngvakeppni 34 skóla í Evrópu. Þetta er annað árið sem Flataskóli tekur þátt í þessu skemmtilega eTwinning-verkefni. Átta stelpur úr 5. bekk sigruðu með laginu Dancing Queen sem Abba gerðu frægt um árið.
Keppninni lauk í gærmorgun með atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu á netinu - rétt eins og í Evróvision. Verkefnið hefur virkjað allan skólann, en Flataskóli stóð fyrir sinni eigin undankeppni - Flatóvision. Yfirumsjón með verkefninu í Flataskóla hefur Kolbrún Svala Hjaltadóttir, kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni.
Schoolovision hlaut einnig Evrópuverðlaun eTwinning á árlegri ráðstefnu eTwinning í Sevilla fyrr á þessu ári. Kolbrún Svala tók á móti verðlaununum ásamt fjölda samstarfskennara úr verkefninu. Flataskóli hlaut einnig verðlaun í landskeppni eTwinning fyrir síðasta skólaár, sem veitt voru af menntamálaráðherra síðasta haust.
Sjá frétt RÚV um sigurinn hér.
Sigurmyndband Flataskóla er hægt að skoða hér.
Meiri upplýsingar um Schoolovision hér.
Landskrifstofan óskar Flataskóla til hamingju með frábæran árangur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. maí 2010
eTwinning-vinnustofa í Tomar, Portúgal, 8.-10. Apríl 2010
Við stöllur Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Ragnheiður V. Sigtryggsdóttir kennari í Háteigsskóla vorum valdar úr hópi umsækjenda um að fara á eTwinning vinnustofu í Tomar í Portúgal. Við höfum báðar umsjón með kennslu erlendra nema í skólum okkar og þar sem þema vinnustofunnar að þessu sinni var : Facing Diversity in the classroom. - Interculturalism, appreciation and inclusion þ.e. Fjölmenning og sú áskorun sem í henni felst fyrir skóla vorum við mjög áhugasamar.
Þemað höfðaði sem sagt sterkt til okkar og sáum við fram á spennandi og lærdómsríka daga í Tomar sem raunin varð. Vinnustofan stóð yfir frá 8.-10.apríl í 25 stiga sól og hita í fallega miðaldarbænum Tomar sem er 130 km. norður af Lissabon. Um 100 þátttakendur voru í vinnustofunum og komu þeir víðsvegar að frá nánast allri Evrópu. Aðstæður í Tomar voru til fyrirmyndar og var vel tekið á móti hópnum. Dagskráin þétt skipuð en þó gáfust tækifæri bæði í matarhléum og á kvöldin að mynda tengsl og huga að hugsanlegum samstarfsverkefnum. Skipulagið allt var gott og umhverfið í Tomar spillti svo sannarlega ekki fyrir.
8. apríl
Eftir að skipuleggjendur höfðu boðið hópinn velkominn og kynnt dagskrána var farið yfir helstu leiðir til samskipta og samstarfs í gegnum eTwinning gáttina. Við fengum kynningu á eTwinning samstarfinu og hvaða möguleika það getur gefið okkur. Það sem er spennandi við eTwinning er að hér eru engar skýrslur sem þarf að fylla út, engar skriflegar umsóknir og engar lokaskýrslur. eTwinning verkefni geta verið mjög mismunandi, stór eða smá, til lengri eða skemmri tíma og allar námsgreinar koma til greina svo og samþætting námsgreina.Tilgangurinn með vinnustofum sem þessum er að efla samskipti milli nemenda í Evrópulöndum og myndi tengsl við aðra kennara og skólastjórnendur sem geta leitt af sér samvinnuverkefni í gegnum eTwinning. Eftir kynningu á möguleikum eTwinning fengum við nasasjón af því sem koma skyldi, en tveir af aðalfyrirlesurum og leiðbeinendum vinnustofanna kynntu vinnustofur sínar. Eftir fyrirlestrana var haldinn sameiginlegur kvöldverður þar sem okkur gafst tækifæri á að kynnast þátttakendum betur.
9.apríl
Fyrir hádegi hlýddum við á fyrirlestur sem heitir Intercultural Dialogue; an introduction það var Joana Salgueiro frá Portúgal sem hélt fyrirlesturinn. Hún lagði aðaláherslu á að ræða hugtökin identity, culture, participatinon. Hún fjallaði um mikilvægi þess að við hættum að hugsa fólk í afmörkuðum hópum og byrjuðum að hugsa um okkur öll, um heildina. Eftir hádegi voru 4 vinnuhópar að störfum, við völdum okkur hópinn Facing diversity in the classroom: students as partners". Það var Isabela Paes frá Portúgal sem stjórnandi þessari vinnustofu. Hún lagði áherslu á fjölbreytta kennsluhætti og hvernig við getum unnið með fjölbreytileikann. We need to keep all students occupied all the time Hún lagði áherslu á að nám og kennsla er ferli sem aldrei lýkur, allir hafa eitthvað mikilvægt til málanna að leggja og við erum aldrei búin að læra. Leggið alltaf áherslu á að allir skipti máli, og að nemendurnir eru langmikilvægasta auðlindin í skólanum. Að loknum strembnum vinnudegi þar sem við unnum í hópum til kl. 18.00 voru við öll boðin í miðaldarkvöldverð í kastalanum í Tomer Knights templar Castle . Þar voru leikarar og söngvarar sem sungu og dönsuðu fyrir þátttakendur og borinn fram portúgalskur matur.
10.apríl
Á þessum lokadegi vinnustofunnar unnum við í hópum þar sem við settum upp hugsanleg tengslaverkefni.Við áttum að:
- Finna samstarfsaðila
- Finna viðfangsefni
- Ákveða markmiðin
- Ákveða á hverju við ætlum að byrja
- Gera grein fyrir væntanlegum niðurstöðum
Flestir fóru á flug og byggðu grunn að fjölbreyttum verkefnum. Sem dæmi um hugmyndir af verkefnum má nefna: leikhús án orða, heimildamyndir, söguhring og vinna með Google map.
Við þökkum fyrir ánægjulega og lærdómsríka daga í Tomar,
Ágústa Unnur Gunnarsdóttir og Rangheiður Valgerður Sigtryggsdóttir
Bloggar | Breytt 8.5.2010 kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. maí 2010
eTwinning 5 ára
eTwinning vinnustofa í Furugrund
Í tilefni af 5 ára afmæli eTwinning þá höfðum við vinnustofu í leikskólanum Furugrund í dag. Börnin hengdu upp veggspjöld sem þau höfðu tekið þátt í að útbúa. Á veggspjöldunum eru upplýsingar um þau eTwinning verkefni sem við höfum tekið þátt í í vetur, Space, Braintrainers og Taste of my life.
Börnin teiknuðu einnig afmæliskökur og fleira. Þau sýndu með aðstoð tölvu ýmis viðfangsefni sem þau höfðu sett inn á heimasíður verkefnanna og einnig skemmtilegt afmælismyndband frá Tyrklandi.
Allir fullorðnir sem höfðu áhuga á verkefninu og stoppuðu við og hlustuðu á börnin fengu að launum minnislykil sem við fengum gefins hjá Guðmundi á skrifstofunni.
Sjón er sögu ríkari svo njótið þess að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.
Með afmæliskveðju frá okkur öllum í leikskólanum Furugrund.
http://furugrund.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. maí 2010
Bókin um eTwinning 2010 – auglýst eftir áhugasömum þátttakendum
Miðstöð eTwinning í Evrópu undirbýr bókina um eTwinning 2010 and þarfnast aðstoðar ykkar! Í ár mun bókin snúast um það sem ÞIÐ hafið að segja um eTwinning: ykkar upplifun og reynsla, það sem hefur hindrað ykkur, og það sem þið hafið fengið með þátttökunni. Þar sem eTwinning er samfélag skóla í Evrópu, er mikilvægast að hlusta á það sem kemur frá samfélaginu sjálfu.
Af þessum sökum, er kennurum skráðum í eTwinning boðið að gefa til kynna hvort þeir hafi áhuga á að leggja eitthvað til kafla bókarinnar.
Verið er að leita að efni þar sem komið er inn á eftirfarandi:
Að byrja í eTwinning
Að hagnýta eTwinning
Reynsla og upplifun í eTwinning-samfélaginu
Samstarfsverkefni mín í eTwinning
eTwinning og endurmenntun
eTwinning persónuleg reynsla
Hvernig á að svara þessu kalli?
Skráðu þig inn á þitt eigið eTwinning svæði (eTwinning Desktop). Þar er að finna auglýsingu með tengli inn á form sem fylla á út.
Ykkur stendur til boða að lýsa áhuga ykkar til 15. Maí 2010. Miðstöð eTwinning í Evrópu mun síðan velja úr kennara sem síðan skila inn sínu framlagi til bókarinnar. Fyrirfram þakkir fyrir stuðninginn við hlökkum til að heyra í ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. apríl 2010
Norræn eTwinning-vinnustofa á Svalbarða 28.-30. ágúst 2010
Þema: Loftlagsbreytingar og norðurheimskautið
Ætlað kennurum í samfélgasfræði og náttúrufræði (eðlisfræði, efnafræði, líffræði, samfélagsfræði, saga eða landafræði).
Skólastig: Unglingastigi (8. til 10. bekkur), og framhaldsskólastig.
Ferðastyrkur í boði fyrir 2 til 3 kennara
Vinnustofan fer fram á skandinavísku (dönsku, norsku og sænsku), og því gerð krafa um færni í einhverju þessara mála.
SKRÁNINGARFRESTUR til og með 12. maí nk.
Nánari upplýsingar um vinnustofuna og skráningu:
Invitasjon til arbeidsseminar for lærere på Svalbard 28. 30.august 2010:
I regi av eTwinning gjennomføres det hvert år en rekke arbeidsseminar rundt om i Europa. De nordiske landene har årlig et eget arbeidsseminar som skal fremme nordisk kultur- og språkforståelse i arbeidet med et gitt tema.
Tema:
- Tema for årets samling er klimautfordringene, spesielt knyttet til arktiske strøk.
Forutsetninger for å kunne søke om å få delta:
- Du må være lærer på ungdomsskolen eller i videregående opplæring dvs. grundskolen 8.-10. klasse eller ungdomsuddannelserne (framhaldsskólastig).
- Du må undervise i naturfag eller i samfunnsfag (fysik, kemi, biologi, samfundsfag, historie eller geografi) og ha tema klima på arbeidsplanen for skoleåret 2010/ 2011.
- Du må være registrert eTwinninglærer (registration på denne side: www.etwinning.net).
Søknaden skal inneholde:
- Navn, adresse og skole
- Kort beskrivelse av faglig bakgrunn og fag- og trinntilknytning på arbeidsplass
- Kort ideskisse til et gjennomførbart nordisk prosjekt om klimautfordringene
Krav til deltaker:
- Før arbeidsseminaret i august skal deltakerne introdusere seg og samhandle på eTwinningportalen.
- Under arbeidsseminaret skal det etableres prosjektgrupper med 2-4 medlemmer fra de nordiske landene.
- Prosjektgruppene skal lage en prosjektplan med foreløpig framdriftsplan.
- Etter arbeidsseminaret skal avtalt prosjektplan gjennomføres med egne elever i løpet av det neste skoleåret.
Praktiske opplysninger om arbeidsseminaret:
- Seminaret er gratis. Flyreise og opphold dekkes av arrangør.
- Avreise lørdag 27.8.2010 og retur tirsdag 30.8.2010
- Programmet starter kl. 9.00 den 28.8 og avsluttes kl. 13.00 den 30.8.
Programmet vil ta opp:
- Prosjektarbeid med internasjonale partnere
- Bruk av eTwinningportalen i en pedagogisk setting
- Videoproduksjon som pedagogisk virkemiddel
- Svalbard som utsatt område i klimadebatten
- Arbejdssproget vil være skandinavisk.
Ansøg om deltagelse på denne side:
www.korturl.dk/9b7
Ansøgningsfrist er 12. maj 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. apríl 2010
5 ára afmæli eTwinning 5.5.

www.etwinning.net/en/pub/anniversary/index.htm
Það er öllum frjálst að taka þátt sem vilja og hafa tíma -- væri virkilega gaman ef einhver þeirra sem hafa tekið þátt í eTwinning-verkefnum gerðu eitthvað í tilefni dagsins!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Flataskóli verðlaunaður á eTwinning-hátíð í Sevilla
Um helgina fór fram hin árlega ráðstefna eTwinning sem að þessu sinni var haldin í Sevilla á Spáni. Þema ráðstefnunnar var 5 ára afmæli eTwinning. Hátt í 500 manns -- kennarar, fulltrúar landskrifstofa, ESB, ofl. -- sóttu ráðstefnuna sem samanstóð af fyrirlestrum, vinnustofum og sýningarbásum. Aðalfyrirlesari var hinn þekki menntafrömuður Stephen Heppell sem blés gestum í brjóst um skóla 21. aldarinnar.
Íslenska sendinefndin samanstóð af tveimur frá landskrifstofunni og kennurum frá fimm skólum: Sif Bjarnadóttir, MH, Hjördís Skírnisdóttir, Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu, Kolbrún Svala Hjaltadóttir, Flataskóla, Gry Ek, Laugalækjarskóla, og Rakel Magnúsdóttir, Leikskólanum Bakka.
Á föstudaginn bar hæst til tíðinda veitin Evrópuverðlauna eTwinning í nokkrum flokkum. Í flokki skapandi verkefna vann verkefnið Schoolovision! til verðlauna, en þar tóku þátt tugir landa í einskonar Evróvisjón þar sem nemendur hvers skóla senda inn myndbönd. Í lokin var haldinn video-fundur í rauntíma þar sem þátttökulöndin kusu um sigurvegara, eins og gert er í söngvakeppninni.
Fulltrúi Íslands í Schoolovision er Flataskóli og hefur Kolbrún Svala Hjaltadóttir borið hitann og þungann af starfinu. Kolbrún var á staðnum ásamt um 15 samstarfsaðilum sínum og veittu þau verðlaununum viðtöku. Á myndinni má sjá Kolbrúnu fyrir miðju með stafinn "o" í fanginu.
Við erum vitanlega að rifna úr stolti!
Guðmundur - Landskrifstofu eTwinning
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)