Gleðilegt eTwinningár!

Nú er nýtt eTwinningár að hefjast, bæklingarnir fjúka í umslögin og fyrstu skráningarnar að detta inn!

Með ósk um gleðilegt eTwinningár!

Kv. Guðmundur, landskrifstofu

LoL


Nýtt í eLearning Papers

4. hefti eLearning Papers er komið út. Þar er staldrað við og ýmsum hliðum rafrænnar menntunar velt upp :

Observing the eLearning phenomenon

Úr ritstjórnarpistli:

Like any “new” complex phenomenon, e-Learning has been attracting, over the past decades, a lot of interest from different stakeholders in a totally horizontal manner with respect to education and training sectors. Many labels have been assigned to the act of using some kind of ICT in learning processes, from e-Learning to technology enhanced learning, to ubiquitous learning...


Etwinning á Möltu

Góðan daginn,

 Ég er einn þriggja Möltufara á vegum etwinning áætlunarinnar á Íslandi.  Mér var nokkuð brugðið þegar Guðmundur hafði samband og bauð mér í helgarferð til Möltu og þegar ég hringdi í konuna mína og sagði henni að það væri maður að bjóða mér í helgarferð til Möltu þá varð henni ekki síður brugðið.  Spurði hvort það væri allt í lagi með hann!!  Jæja, stöðugt styttist í ferðina og þegar kom að henni, um miðja nótt fimmtudagsins 24. maí þá lagði ég í hann um kl. 4 úr Borgarfirðinum.  Kolbrún, samferðamaður hafði tekið eftir því að Hvalfjarðargöngin væru lokið til kl. 6 um morguninn þannig að ég þurfti að keyra fyrir fjörð, sem lengdi aðeins leiðina.  En fluginu seinkaði svo um 3 tíma þannig að farið var óþarflega snemma af stað.  Náðum síðdegi í Osló og vorum svo komin til Möltu um kl. 2 um nóttina. 

Föstudagurinn byrjaði svo á skoðunarferð um Menntamálaráðuneyti Möltu og svo var rölt um virkisborgina Valletta sem er höfuðborg Möltu.  Glæsileg borg sem er byggð í hernaðarlegum tilgangi af riddurum heilags Jóhannesar.  Napóleon á að hafa sagt að ekki væri mögulegt að ráðast inn í þesa borg - sem hann þó gerði með hjálp svikara innan borgarveggjanna. 

Síðdegis hófst svo ráðstefnan þar sem við lærðum að búa til Photo Story og að setja upp heimasíðu á wikispaces en þar er nú að finna powerpoint sýningu sem ég bjó til um Möltuferðina, sem dæmi um það sem hægt er að gera í etwinning og útgáfu á netinu. 

Verkefnin sem fengu verðlaun á ráðstefnunni voru margs konar, þótt náttúrufræði hafi verið þar í aðalhlutverki. 

Sérlega áhugaverður var fyrirlestur frá George Glass skólastjóra Cauldeen barnaskólanum í Inverness í Skotlandi.  Þetta var ansi lærdómsríkt, hann benti mér t.d. á hver mistök mín í etwinning ársins voru - ég var að reyna að halda stöðugu sambandi við samstarfsskólans sem er auðvitað algjör óþarfi.  Þá fékk ég fjöldan allan af hugmyndum að verkefnum sem hægt er að vinna í etwinning og comenius.  Þannig að nú er bara að koma sér á tengslaráðstefnu í haust og ganga hönd í hönd út í sólarlagið með einhverjum kennara sem vill vinna að verkefnum sem ég hef áhuga á að vinna.

Laugardagurinn fór svo í að skoða eyjuna, náðum líklega að fara yfir um 70% eyjarinnar á einum degi, glæsilegt útsýni úr Mdina - þöglu borginni. 

Ég þakka Guðmundi og Kolbrúnu fyrir sérstaklega skemmtilega ferð, vonandi verð ég nógu öflugur í etwinning til að fá að fara í fleiri ferðirWink

 Með bestu kveðju,

Ívar Örn Reynisson

 


eTwinning vinnur til gullverðlauna!

eTwinning áætlunin vann "Gold Learning Impac Awards" sem veitt voru á ráðstefnunni Learning Impact 2007 í síðasta mánuði. Rástefnan var haldin í Vancuver á vegum IMS Global Learning Consortium. Þetta er mikill heiður fyrir alla þá sem vinna að eTwinning og til merkis um frábæran árangur.

Frekari upplýsingar á heimasíðu eTwinning í Evrópu.

Verðlaunahátíð og annarlok

Nú er komið fram undir miðjan maí, kosningar í nánd, Eurovision og úrslitaleikur meistaradeildarinnar.  Ef að það er ekki nóg þá er hægt að bjóða upp á samræmd próf, stúdentspróf, skólalok og sumarfrí eða annað skemmtilegt tengt skólunum..

 Þar liggur hundurinn grafinn, sl. föstudag var ansi hreint vel heppnuð (:-) vorhátíð hjá forsvarsmönnum E-twinning á Íslandi.  Á þessa hátíð var þeim boðið sem vildu koma á meðan húsrúm leyfði.  Ég mætti þarna við annan (hálfan) mann og naut góðs af góðum mat og skemmtilegum kynningum á e-twinning og Comeniusar verkefnum.  Skipuleggjendur höfðu undirbúið hátíðina vel og fór hún fram samkvæmt tímasetningum sem er gott þegar menn koma utan af landi og þurfa að heimsækja alla og helst fleiri.

Hátíðin hófst með girnilegum mat og svo hófst fólk handa við að segja frá verkefnum sem það var að vinna og með hverjum það var unnið.  Þarna kenndi margra grasa og vart mátti á milli sjá hvaða verkefni verðskuldaði verðlaun umfram önnur.  Einhvern veginn var dómnefndinni vorkunn að þurfa að gera upp á milli verkefna.  

Ég vona að þeir sem voru þarna fari af stað með e-twinning verkefni sem allra fyrst því að þetta er eitthvað sem er komið til með að vera.  Aðrir halda eflaust áfram.   Þeim tíma sem varið er í þessa vinnu er vel varið, nemendur njóta þess að vera í skólanum, þeir búa að þessu lengur heldur en mörgu öðru sem er kennt í skólum með fullri virðingu fyrir öllum þeim fróðleik sem þar fer út um munn kennarans og nemendanna og inn um eyrun (og út aftur einstaka sinnum).  Þessi vinna gengur út á frumkvæði nemenda, sköpun, samskipti og fleira sem er hverjum og einum nauðsynlegt.

Þeir sem fóru í eftirminnilega ferð til Brussel í mars tóku sig til um kvöldið og hittust og var það ákaflega gaman.  Vonandi á þessi hópur eftir að lifa og e.t.v. stækka með tilkomu fleiri virkra etwinningkennara.

Enn einu sinni sló Etwinning í gegn hjá mér og gerði gott mál enn betra og ég veit með vissu að það gerðist hjá fleirum en mér.

Bibbi


etwinning.is

Ný vefslóð Landskrifstofunnar var opnuð í dag:

www.etwinning.is


Úrslit og verðlaunaafhending í landskeppni eTwinning!

Kynnt voru úrslit í landskeppni eTwinning um bestu verkefnin á skólaárinu á eTwinning-Comenius vorhátíðinni í Iðnó nú upp úr hádeginu. Veitt voru fyrstu og önnur verðlaun bæði í flokki grunnskóla og framhalsskóla. Fyrstu verðlaun í hvorum flokki voru öflug Acer fartölva og önnur verðlaun glæsileg stafræn Sony myndbandsupptökuvél.

Flokkur framhaldsskóla:
1. Verðlaun:
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
The Effect of Celestial Phenomena in Our Lives
Tveir aðstandenda verkefnisins, Ingileif Oddsdóttir og Kristján Halldórsson, kynntu verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.

2. Verðlaun:
Verzlunarskóli Íslands
Dansk/islansk sprog og kultur
Ingibjörg S. Helgadóttir, kennari í Versló, veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur grunnskóla:
1. Verðlaun:
Síðuskóli
Young Europeans care, discuss, realise ...
Aðalsprauta verkefnisins, Sigurður Freyr Sigurðarson, kynnti verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.

2. Verðlaun:
Varmárskóli
House, city, field, legend: Our European Home
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, kennari í Varmárskóla og frumkvöðull í eTwinning,
kynnti verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.

Myndir af verðlaunahöfum er að finna í þessari frétt á heimasíðunni.

Upplýsingar um verðlaunaverkefnin og önnu eTwinning verkefni með íslenskri þátttöku er að finna á verkefnasíðu heimasíðunnar


Vorhátíð eTwinning og Comenius í Iðnó, 4. maí: Verðlaunaafhending í landskeppni eTwinning

Nú er komið að úrslitum landskeppninnar. Verðlaun í flokki grunn- og framhalsskóla verða veitt á vorhátíð eTwinning og Comenius sem verður haldin á efri hæð Iðnó 4. maí.

Fyrir utan sjálf verðlaunin er þema hátíðarinnar tenging eTwinning og Comenius.

Fjöldi gesta takmarkast við 50 og því nauðsynlegt að skrá sig. Frekari upplýsingar um hátíðina skráningu er að finna á þessari slóð.

Kv. Guðmundur

Til freistingar er dagskráin þessi:

Dagskrá 12:00 til 14:30, 4. maí, Iðnó
12:00
Mæting og opnum

Hádegisverður:
Fylltar kjúklingabringur með parmaskinku go Gogon Sola. Kaffi og súkkulaði

Kynning:
Kostir þess að tengja eTwinning og Comenius

Íslenska eTwinning-vefsíðan:
Ný vefslóð opinberuð!

Verðlaunaverkefni:
Kynning á verðlaunaverkefnum í landskeppni eTwinning

Verðlaunaafhending
Fulltrúi Menntamálaráðuneytisins afhendir verðlaunin

14:30
Hátíðarslit


TwinSpace -- rafræna kennslustofan

Góð samantekt um TwinSpace á evrópska eTwinning vefnum:

Kv. Guðmundur, Landskrifstofu


Eftir páska.. líður að lokum skólaársins

Nú eru páskar liðnir og allt sem er gult er komið hátt á loft og skín sem aldrei fyrr.  Verkefni Síðuskóla þetta árið er komið á lokasprettinn en nú er hafið það verk að koma öllu sem hefur verið unnið í vetur í tímaritsgreinaform og birta í tímariti sem gefið er út á vefnum.  Þar geta foreldrar og aðrir kennarar séð hvað hefur verið gert.  Þetta ár hefur rutt brautina fyrir komandi ár.  Allt stefnir í að Etwinning verði ýmist kennt á sér námskeiðum í skólanum sem valgrein eða einstaka kennarar taki upp etwinning sem lið í kennslunni (náminu hjá nemendum).  Það er ekki lengur spurning um hvort heldur hvernig kennarar komi til með að nýta þennan vinkil á kennslunni.  Margir kennarar eru í startholunum fyrir næsta haust og vonandi verða all nokkur verkefni tengd Síðuskóla á næsta ári.  Skólarnir sem við erum í samstarfi með í Grikklandi og á Ítalíu taka misjafna póla í hæðina.  Ítalski kennarinn og nemendur hans eru með sama / svipaðan pól í hæðina og ég og mínir nemendur, að hafa gaman af þessu verkfæri, nýta það til að læra tungumál og um aðra menningarheima.  Grikkirnir, a.m.k. kennarinn er meira upptekinn við það að fá hreina fagkennslu út úr þessu, vill t.d. fá umræðu um efnafræði og vísindi.  Nemendur Síðuskóla og á Ítalíu eru meira á þeim buxunum að spjalla um menningu og vandamál unglinga, það höfðar sterkar til þeirra.  Þess vegna hafa nemendur í Grikklandi ekki tekið eins mikinn þátt í verkefninu eftir að það komst á flot og æskilegt hefði verið.   Nemendur frá Grikklandi hafa þó átt sinn þátt í því að verkefninu var ýtt úr vör og hafa lagt sitt af mörkum þannig að í dag er það á góðum rekspöl en aðallega á ábyrgð okkar á Íslandi og Ítalíu.  Grikkirnir hafa þó ekki gefið verkefninu langt nef og reka inn nefið endrum og sinnum og vonandi verður það svoleiðis áfram þannig að þeirra viðhorf komi einnig fram.

Þetta verkefni hefur reynt mikið á nemendur og þeir hafa fengið að kljást við verkefni sem höfða til þeirra og auka færni þeirra í hinum ýmsu námsgreinum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband