Úrslit í landskeppni eTwinning fyrir skólaárið 2008-2009!

Verðlaunin voru veitt á haustfagnaði eTwinning á Písa, Lækjargötu, 16. október.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, veitti verðlaunin.

Á myndinni eru (fv.): Guðmundur, Landskrifstofu, Kolbrún, Flataskóla, Rakel, Bakka, Hilda, Versló, og Katrín, menntamálaráðherra.

Verðlaun í hverjum flokki: Glæsileg JVC stafræn myndbandsupptökuvél

Flokkur framhaldsskóla:
Verzlunarskóli Íslands: Are we so different? ¿Y tú cómo vives?
Hilda Torres veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur grunnskóla:
Flataskóli (Garðabæ): Schoolovision
Kolbrún Svala Hjaltadóttir
veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur leikskóla:
Bakki (Reykjavík): Through the children's eyes

Sjá einnig:

http://leikskolinn-bakki.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=84&Itemid=208

http://www.flickr.com/photos/bakkamyndir/

Rakel G. Magnúsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.

Umsögn dómnefndar:

Verzlunarskóli Íslands, Hilda Torres: Are we so different? ¿Y tú cómo vives?
Viðamikið og flott verkefni og ljóst að þátttakendur hafa lagt mikla alúð og vinnu við það, bæði nemendur og kennarar. Nemendur í þátttökulöndunum tveim höfðu mismunandi markmið að hluta, íslensku nemendurnir voru fyrst og fremst að læra spænsku en þeir spænsku lærðu ensku og dálitla íslensku, áhugavert að sjá hvernig tókst að leysa þetta og vinna með mismunandi tungumál. Dæmi um skemmtilega notkun á upplýsingatækni eru hljóðupptökur á vefsvæðinu voxopop. Unnið var með þemu sem greinilega féllu að áhugasviði nemenda og hefur það eflaust aukið áhuga þeirra á náminu. Augljóslega lifandi og skemmtilegt tungumálanám sem hefur átt sér stað í þessu verkefni. Þetta var reyndar eina verkefnið frá framhaldsskóla, því miður. Verkefnið er enga að síður fyllilega fullsæmt af því að hljóta viðurkenningu.

Flataskóli (Garðabæ), Kolbrún Svala Hjaltadóttir: Schoolovision
Verkefnið er stórt evrópst verkefni þar sem taka þátt skólar úr  mörgum löndum evrópu, einn  úr hverju landi. Verkefnið tvinnar saman tækni og listir, tengist dægurmenningu og líkir í  sumu eftir söngvakeppni Evrópulanda, Eurovision með söngkeppni þar sem úrslit ráðast  gegnum kosningu þar sem rauntímatengsl eru við aðra skóla. Hvert land sendir inn upptöku á  einu söngatriði á upptöku þar sem myndmál er einnig mikið notað og  er gjarnan innsýn í viðkomandi skóla. Verkefnið er til þess fallið að virkja marga nemendur og auka samkennd  innan skóla og tengist landafræðikennslu og veitir innsýn inn í mismunandi hefðir og menningarheima þegar nemendur skoða upptökur af dans og söngatriðum hinna þátttökulandanna.

Bakki (Reykjavík), Rakel G. Magnúsdóttir: Through the children's eyes
Þetta er spennandi og einfalt verkefni þar sem mörg börn taka þátt og eru virkir þátttakendur. Verkefnahugmynd er góð og vel útfærð. Verkefnið ýtir undir skapandi starf og  sýnir hvernig  börn geta skynjað heiminn og skrásett  með aðstoð stafrænnar ljósmyndatækni.  Verkefnið  fellur vel að útikennslu og náttúruskoðun.  Þetta er samvinnuverkefni nokkurra landa og börn sem tóku þátt gátu því skyggnst inn í heim barna í öðrum löndum í gegnum sjónarhorn þeirra  barna, sérstaklega hvað varðar árstíðir og umhverfi. Verkefnið er gott dæmi um verkefni sem  myndar samfellu milli skólastiga og verkefni sem er unnið í samstarfi við foreldra.

Önnur verkefni sem tóku þátt í keppninni:

  • Leikskólinn Bakki, Rakel G. Magnúsdóttir: Our countries / Magic of Colors
  • Gullborg, Paolo Di Russo og Sverrir Marinó Jónsson: Dagur Jarðarinnar
  • Korpuskóli, Rósa Harðardóttir: Johnny´s seven friends
  • Grunnskóli Vestmannaeyja, Eva S. Káradóttir: Climate-change-project
  • Álftamýrarskóli, Sesselja Traustadóttir og Ásdís Gísladóttir: Facts and food from Wales and Iceland

Landsskrifstofan veitti gæðamerki til eftirfarandi verkefna:

  • Bakki, Rakel G. Magnúsdóttir: Through the children's eyes / Our countries / The four elements / The magic of colors
  • Gullborg, Paolo Di Russo & Sverrir Marinó Jónsson: Dagur Jarðarinnar / World awarenss through geography
  • Flataskóli, Kolbrún Svala Hjaltadóttir: Schoolovision
  • Korpuskóli, Rósa Harðardóttir, Herdís K. Brynjólfsdóttir: Johnny’s seven friends
  • Verzlunarskóli Íslands, Hilda Torres: Are we so different? / Y tú, cómo vives?

Um landskeppnina

Þátttakendur og gjaldgeng verkefni

  • Aðstandendur þeirra verkefna sem höfðu verið virk einhverntíma á skólaárinu 2008-2009 í lengri eða skemmri tíma höfðu möguleika á að skrá verkefni til keppni.
  • Verkefni sem spönnuðu fleiri skólaár gátu einnig verið með svo framalega að þau voru virk einhverntíma á síðasta skólaári.

Dómnefnd

Eins og áður voru óháðir aðilar fengnir til þess að meta verkefnin: Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni við HÍ, og Björn Sigurðsson, vefstjóri hjá Forsætisráðuneytinu, áður hjá Menntagátt. Varamaður er Óskar E. Óskarson, verkefnisstjóri hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband