Schoolovision 2009 í úrslitum Global Junior Challenge

Flataskóli í Garðabæ tók þátt  í verkefninu Schoolovision sem er eitt af þeim 109 verkefnum sem komin eru í úrslit í Global Junior Challange

Hér er krækja á verkefnið innan GJC

Verkefninu var stjórnað af Michael Purves í Skotlandi en Kolbrún Svala Hjaltadóttir var leiðbeinandi við verkefnið í Flataskóla sem var fulltrúi Íslands í keppninni, en aðeins einn skóli mátti taka þátt frá hverju landi.

Það tóku þrjátíu lönd þátt í verkefninu um Schooloviosion sem fór af stað á vorönn 2009. Lesa má nánar um það hér  Einnig má lesa um hvernig Flataskóli vann með verkefnið á á heimasíðu skólans. Allmörg landanna hafa einnig fengið viðurkenningu fyrir þátttökuna í heimalandi sínu (National Quality Label). Verkefnið vakti víða talsverða athygli og m.a. í fjölmiðlum þar sem viðkomandi aðilar komu í viðtöl og sögðu frá verkefninu bæði í sjónvarpi og í blöðum.

Ákveðið hefur verið að fara af stað með Scoolovision 2010 aftur eftir áramót og bætast þá sennilega nokkur lönd í viðbót við þau sem fyrir eru. Flataskóli mun áfram taka þátt í verkefninu og vera fulltrúi Íslands í þessu skemmtilega samstarfsverkefni.

schoolovision


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband