Stuttmyndagerð á Norrænni eTwinning-vinnustofu í Reykjavík!

Í dag hefur mikið gengið á í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og tölvuverinu á Háskólatorgi.

Á þriðja tug tungumála- og félagsgreinakennara allstaðar að af norðurlöndunum hafa fræðst um eTwinning, notkun stuttmynda í kennslu, og síðast en ekki síst, hafa skrifað handrit, tekið upp, og klipp eigin stuttmyndir.

Vinnustofan hófst í gær og lýkur á morgun. Kennararnir hafa einnig stofnað eTwinning-verkefni sem þeir ætla að vinna men nemendum sínum á komandi skólaári.

Þema vinnustofunnar er norræn mál og norræn menning og hvernig hægt er að gera kennsluna fjölbreyttari með notkun stuttmynda - bæði tilbúinn og eigin.

Íslensku þátttakendurnir eru níu talsins og hafa allir stofnað verkefni með norrænum kollegum. Allir hafa skemmt sér ljómandi vel! Guðmundur Landskrifstofu eTwinning


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband