Vefbókaöskju Eddu dreift til skóla í tengslum við eTwinning-viku!

Nú er búið að senda vefbókaöskju Eddu útgáfu til skóla þeirra kennara sem skráðu sig í eTwinning 1. til 7. október, en þá var haldin kynningarvika eTwinning á Íslandi. Vefbókaaskjan er ekki af verri endanum en hún inniheldur þessi rit: Íslensk orðabók, Dönsk-íslensk orðabók, Íslensk-dönsk orðabók, Nöfn íslendinga, Kortabók Íslands, og Samtíðarmenn.

Þeir skólar sem fengu öskjuna eru:

Fjölbrautaskóli Suðurlands, Síðuskóli, Borgarhólsskóli, Reykhólaskóli, Grunnskólinn á Hólmavík, Grunnskólinn að Varmalandi, Framhaldsskólinn Austur-Skaftafellssýslu, Fjöltækniskóli Íslands (Stýrimannaskólinn í Reykjavík), Öskjuhlíðarskóli, Norðlingaskóli, Víkurskóli, Borgaskóli, Engjaskóli, Varmárskóli og Lágafellsskóli.

Landsskrifstofan óskar öllum til hamingju með ósk um að vefbókaaskjan verði til gagns og gamans við skólastarfið -- og hvatning til frekari þátttöku í eTwinning öllum til hagsbóta!

Kær kveðja,  Guðmundur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband