Schoolovision 2009!



Schoolovision 2009! sem Flataskóli tekur þátt í ásamt skólum frá 30 löndum er verkefni mánaðarins í fréttabréfi eTwinning í Evrópu. Verkefnið er stóð aðeins yfir í maímánuði og byggðist þátttakan á því að senda inn myndbönd sem hinir þátttakendurnir gátu skoðað og að lokum sameiginleg kostnin, svipuð og í Evróision, þar sem notaður var fjarfundarbúnað sem er aðgengilegur á netinu.

Í tengslum við verkefnið hélt Flataskóli sína eigin keppni Flatovision! Kennarinn sem stendur fyrir verkefninu í Flataskóla er Kolbrún Svala Hjaltadóttir - en allur skólinn tók þátt!

Ísland náði hvorki meira né minna en 4. sæti í keppninni! Sjá framlag Flataskóla hér.

Sjá framlög allra landanna ásamt upptöku af sameiginlegu "Evróvisionkosningunni" hér.

Sjá almennar upplýsingar um verkefnið hér.

Til hamingju með frábært verkefni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eTwinning kennarar

Sæl öll

Í sambandi við Schoolovision langar mig að bæta við þessa frétt að það hafa held ég aldrei jafn margir þátttakendur unnið svona saman í einu verkefni. Við vorum einnig með frábæran stjórnanda Michael frá Skotlandi sem sá alltaf fyrir alla þröskulda og lét okkur prófa fyrst áður en hinn raunverulegi atburður fór fram. Við æfðum okkur í smáhópum t.d. að nota Flash Meeting sem er mjög skemmtilegur búnaður til að nota í sambandi við tungumálakennslu. Verkefnið var afar vel skipulagt hjá honum og mikil vinna sem hann lagði í þetta. Það var upplifun að taka þátt í þessu verkefni með svona mörgum mismunandi kennurum bæði hér heima og úti í heimi. Ég hvet alla til að skoða vel hvað er í boði af samskiptaverkefnum hjá eTwinning og skella sér í samstarfið. Eða ef góð hugmynd kviknar þá endilega að koma henni í framkvæmd, það er ekki svo erfitt og hægt að fá hjálp eða aðstoð frá hinum sem hafa tekið þátt. Ég hvet ykkur til að prófa.

Kolbrún Svala Hjaltadóttir Flataskóla Garðabæ

eTwinning kennarar, 30.6.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband