Loftslagsbreytingar og eTwinning - Málstofa í Hróarskeldu 26 - 28 mars sl.

Fyrir tæpum tveim mánuðum tók undirritaður þátt í málstofu um loftslagsbreytingar, kenslu og tölvuleiki í Hróarskeldu í Danmörku (Ensk samantekt). Af ýmsum ástæðum hefur það dregist úr hófi fram að segja frá málstofunni og því sem þar fór fram, en betra seint en alldrei. Hugsanlega geta einhverjar af þeim hugmyndum sem þarna komu fram nýttst kenurum næsta vetur.

Sjá má ummfjöllun um málstofuna á neðangreindum tenglum:

http://weblog.emu.dk/roller/internationalt/date/20090326

Opnun málstofunnar ofl.

http://weblog.emu.dk/roller/internationalt/date/20090327

Ýmislegt um málstofuna og áhugaverð verkefni. Mæli sérstaklega með verkefni um matvöru (Flakkebjerg Efterskole) og hitaútstreymi úr húsum. Hvorutveggja góðar hugmyndir að verkefnum hér heima í tngslum við kennslu.

http://weblog.emu.dk/roller/internationalt/date/20090328

http://weblog.emu.dk/roller/internationalt/date/20090329

 Það má segja að þessi málstofa hafi verið fjórþætt. Samkoman leið aðeins fyrir það þar sem þáttakendur höfðu mismunandi markmið með þáttökunni.

1. Breytingar á loftslagi jarðar. Nokkuð af umfjölluninni tengdist þessu með beinum hætti. Lýst var skólaverkefnum sem tendust loftslagsbreytingum beint s.s. orkunotkun, mengun, breytingum á vistkerfi og breytingum á lífsstíl.

2. Notkun tölvuleikja við kennslu. Lýst var, m.a. með sýnikennslu, hvernig nota mætti tölvuleiki til að virkja nemendur og láta þá beita kunnáttu og þekkingu við lausn mála í leik. Nokkrir mjög áhugaverðir leikir sýndir m.a. SPORE ( www.eagames.co.uk ) sem tekur fyrir þróun lífsins frá einni frumu til stórra dýra. Einnig má benda á vefninn http://www.co2nnect.org/ en þar kennir ýmissa grasa um efni tengt loftslagsbreytingum, losun gróðurhúsalofttegunda og hátterni einstaklingsins í því sambandi. Hér eru svo nokkrir tenglar á tölvuleiki sem tengjast loftslagsbreytingum:

 
 
Launch Ball: Td. hita upp ís eða afl gufu. Hægt að hanna eigin leiki.
 
Energy Games: Leikir um orku, hlýnun Jarðar og loftslagsbreytingar.
 
Climate Change Heroes: Spurningaþraut fyrir ung börn.
 
Climate Change Knowledge:  Spurningaþraut fyrir börn.
 
Future Energy: Ýmiskonar stoðtæki fyrir kennara og hugmyndir að verkefnum í skólastofu.

 

3. Pörun/hópamyndun. Nokkrum tíma var varið í myndun tengsla og tengslanets. Undirritaður er enn að vinna úr mögulegum tengingum og væntanlega blogga eithvað um það síðar í sumar eðaí haust þegarnær dregur nýju skólaári. Eitt áhugavert verkefni tengist fiskirækt og því að bæta hrygningarskilyrði laxfiska í grunnum ám. Frumkvöðullinn er Franskur skóli (16 - 18 ára nemendur).

4. Vinnustofa um tölvuleik um áhrif loftslagsbreytinga, The Climate Mystery. Leikurinn er í vinnslu og á að verða tilbúinn til notkunar í kennslu í haust í tengslum við loftslagsráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn í desember 2009.Vinnustofan fólst í að ræða hugmyndir sem framleiðendur hafa um þróun leiksins og hvernig einstakir þættir hans gætu nýst í kennslu. Engar sérstakar niðurstöður er enn að hafa varðandi þennan leik en efni hans er áhugavert.

 

FSu á vordögum 2009

Úlfur Björnsson

Kennari í Landafræði, Jarðfræði og Umhverfisfræðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband