Föstudagur, 22. maí 2009
eTWINNING-VINNUSTOFA Í REYKJAVÍK 26.-28. ÁGÚST
UMSÓKNARFRESTUR og SVÖR:
Til og með 31. maí næstkomandi. Umsóknir verða metnar í byrjun júní og svör sendar út fyrir miðjan júní.
Fyrir hverja er vinnustofan?
- EKKI er krafist reynslu af eTwinning til þess að taka þátt.
- Aldur nemenda: Kennarar í efstu efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla - þ.e. nemenda á aldrinum u.þ.b. 13-19 ára.
- Kennslufög: Fyrir samfélagsfræðikennara OG kennara í dönsku EÐA öðrum norðurlandamálum.
- Þátttakendur koma frá öllum Norðurlöndunum.
- Fjöldi íslenskra kennarar: Pláss fyrir a.m.k. 10 íslenska kennara.
Tungumálakunnátta þátttakenda:
Vinnustofan fer fram á dönsku, norsku og sænsku. ALLIR þátttakendur verða því að tala a.m.k. eitt þessara mála og hafa þokkalegan skilning á hinum.
Ráðstefnugjald og hótel -- greitt af landskrifstofu:
Ráðstefnugjald sem inniheldur uppihald verður greitt af landskrifstofu. Hótel fyrir þá sem vilja verður einnig greitt af landskrifstofu.
Þema:
Notkun kvikmynda í kennslu samfélagsfræði og norðurlandamála í samhengi eTwinning.
Nánari upplýsingar um innihald vinnustofunnar:
- Dagskráin mun samanstanda af bæði fyrirlestrum og hagnýtum vinnustofum.
- Ætlunin er að kynna notkun norræns kennsluefnis sem gefið hefur verið út undir heitinu Norden i Bio af Norrænu félögunum.
- Einnig verður kynnt hvernig kennarar og nemendur geta sjálfir gert einfaldar stuttmyndir eða örmyndir (tekið upp, klippt og sett út á vefinn).
- Allt verður þetta gert í samhengi eTwinning og hvernig nota megi efnið í eTwinning-verkefnum.
- Einnig verður farið í grundvallaratriði eTwinning.
- Dagskrá er í vinnslu og verður auglýst síðar.
UMSÓKNIR eru sendar inn á þessari slóð:
http://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=cmJhdml6NlpTY2hDX1Zvdk9UbW9hN1E6MA
UMSÓKNARFRESTUR og SVÖR:
Til og með 31. maí næstkomandi. Umsóknir verða metnar í byrjun júní og svör sendar út fyrir miðjan júní.
Almennt um eTwinning:
eTwinning er áætlun ESB um rafrænt skólasamstarf (þar sem kennarar og nemendur vinna einföld verkefni með samstarfsskólum í Evrópu yfir Internetið).
www.etwinning.is
www.etwinning.net
Um Norden i Bio:
www.nordenibio.org/?bits=D198&lang=is&menu=2008
Guðmundur Ingi Markússon
Landskrifstofu eTwinning á Íslandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.