Íslenskur skóli í 2. Sæti Evrópuverðlauna eTwinning

Verkefni sem Fjóla Þorvaldsdóttir, Leikskólanum Furugrund hreppti 2. sætið í flokki stærðfræði- og vísindaverkefna.

Árleg ráðstefna eTwinning var haldin í Prag, 13. til 15. febrúar síðastliðinn og var sett af Ján Figel, yfirmanni menntamála hjá framkvæmdastjórn ESB, og menntamálaráðherra Tékklands, Ondřej Liška. Yfir fjögur hundruð kennarar og fulltrúar eTwinning allsstaðar að úr Evrópu sóttu ráðstefnuna, þar á meðal sjö manns frá Íslandi. Dagskráin var glæsileg og af ræðumönnum má m.a. nefna hinn þekkta fræðimann Edward De Bono.

Verkefni sem Fjóla Þorvaldsdóttir, Leikskólanum Furugrund, tekur þátt í ásamt ellefu skólum frá níu Evrópulöndum hreppti 2. sætið í flokki stærðfræði- og vísindaverkefna í samkeppni um Evrópuverðlaun eTwinning. Tvö önnur verkefni, sem Leikskólinn Bakki og Öskjuhlíðarskóli eru þátttakendur í, komust í undanúrslitahóp 22 verkefna. Það verður að teljast frábær árangur að þrjú verkefni með íslenskri þátttöku hafi náð í undanúrslitahóp 22 verkefna í keppni sem spannar allt evrópska Efnahagssvæðið.

Verkefni Furugrundar nefnist 1, 2, Buckle my shoe og taka elstu leikskólabörnin þátt. Í verkefninu er unnið með ákveðið þema í hverjum mánuði, t.d. talnaskilning, rými, o.s.frv. Afrakstur þessa glæsilega verkefnis má skoða á heimasíðu þess:

http://twinmath.wikispaces.com

Á myndinni eru fulltrúar verkefnisins í Prag. Fjóla er lengst til vinstri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband