Föstudagur, 21. nóvember 2008
Ferð til Prag fyrir tvo vinningshafa eTwinningvikna!
eTwinningvikur hafa nú staðið yfir í upphafi skólaársins, til og með 31. október. Skráningar verkefna tóku vel við sér en alls voru 24 samstarfsverkefni skráð á tímabilinu.
Dregin voru nöfn tveggja kennara úr lukkupotti fyrir þá sem skráðu sig í samstarfsverkefni. Vinningurinn er ekki af verri endanum: helgarferð til Prag á árlega stórhátíð eTwinning, sem haldin verður í febrúar á ári komandi.
Vinningshafar eru Sonja Jónasdóttir, Sólbrekku, og Halla Jónsdóttir, Furugrund. Landskrifstofan óskar vinningshöfum hjartanlega til hamingju!
Dregið verður um iPod Shuffle úr potti nýskráðra kennara í desember.
Um framkvæmd úrdrattarins:
Úrdráttur skipulagður af Guðmundi Inga Markússyni, verkefnisstjóra eTwinning hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins (pappírsmiðar í skál).
Droplaug Jóhannsdóttir, ritari Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, dró blindandi úr pottinum.
Karítas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, fylgdist með að allt færi heiðarlega fram.
Á myndinni sést Droplaug draga úr pottinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.