Föstudagur, 3. október 2008
Verðlaun í landskeppni eTwinning fyrir síðasta skólaár (2007-08) voru veitt í Iðnó, 3. október síðast liðinn
Haustfagnaður eTwinning var haldinn í Iðnó í dag, 3. október. Veitt voru verðlaun í flokkum leikskóla og grunnskóla. Verðlauning voru afhend af Steingrími Sigurgeirssyni, aðstoðarmanni menntamálaráðherra.
Flokkur grunnskóla:
1. Verðlaun: Glæsileg JVC stafræn myndbandsupptökuvél
Holtaskóli: Getting to know each other
Ingibjörg Jóhannsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.
2. Verðlaun: Glæsileg Olympus stafræn myndavél
Lágafellsskóli: @ni & m@te
Arndís Hilmarsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.
Flokkur leikskóla:
1. Verðlaun: Glæsileg JVC stafræn myndbandsupptökuvél
Furugrund: 1, 2, Buckle my shoe
Fjóla Þorvaldsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.
2. Verðlaun: Glæsileg Olympus stafræn myndavél
Bakki: Frumefnin fjögur (Fire, water, air and earth)
Rakel G. Magnúsdóttir og Súsanna Kjartansdóttir veittu verðlaununum viðtöku.
Nánari kynningu á verkefnunum er að finna á forsíðu etwinning.is
Verkefnin voru metin af Salvöru Gissurardóttur, lektor við HÍ, Birni Sigurðssyni, vefstjóra Forsætisráðuneytisins, áður hjá Menntagátt, og Óskari E. Óskarssyni, verkefnisstjóra hjá Alþjóðaskrifstofunni. Matsnefndin átti erfitt verk fyrir höndum enda bárust 9 frábær verkefni í keppnina.
Landskrifstofan óskar verðlaunahöfum til hamingju og þakkar jafnframt öllum kærelega sem tóku þátt í keppninni!
Guðmundur, Landskrifstofu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.