Þriðjudagur, 14. nóvember 2006
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2007: Samkeppni -- skráningarfrestur 30. nóvember 2006
Sælir rafkennarar!
eTwinning ásamt Insafe, evrópusamtökum um netöryggi, standa að verðlaunasamkeppni í tengslum við alþjóðlega netöryggisdaginn sem haldinn verður hátíðlegur þann 6. febrúar næstkomandi. Átakið miðar að auknu netöryggi öllum til handa með sérstakri áhersla á yngri netverja. Allir eTwinning-kennarar eru hvattir til þátttöku. Til hægðarauka nýta þátttakendur sér tilbúin verkefnasett sem eru þrjú talsins: Netnotkun og friðhelgi einkalífs, Siðprýði og netnotkun og Myndefni.
Kynningu er að finna á þessu vefsvæði á eftirfarandi slóð: www.ask.hi.is/page/netoryggi.
Tengiliður Alþjóðanetöryggisdagsins á Íslandi er Guðberg K. Jónsson sem svarar netfanginu gudberg@heimiliogskoli.is
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu eTwinning: www.etwinning.net/ww/en/pub/etwinning/news/articles/saferinternetday_2007_compet.htm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.