eTwinning-vikan, landskeppni og evrópska eTwinning-samkeppnin

Sælir kennarar!

Nú líður brátt að því að skólar þeirra kennara sem skráðu sig til þátttöku á meðan eTwinning-vikan stóð yfir, 1. til 7. október, fái senda vefbókaöskju Eddu-útgáfu.

Athugið einnig evrópsku eTwinning-samkeppnina sem nýverið var hleypt af stokkunum hjá eTwinning í Brussel. Glæsileg verðlaun í boði. Nánari upplýsingar á vef Alþjóðaskrifstofunnar:

www.ask.hi.is/page/verdlaun

Einnig minni ég á landskeppnina. Öll eTwinning-verkefni sem starfrækt verða á yfirstandandi skólaári (2006-2007) verða sjálfkrafa með. Vegleg verðlaun í boði. Keppt verður bæði í flokki grunn- og framhaldsskóla. Því fyrr sem verkefni komast í gang, því meiri líkur á verðlaunasæti. Verðlaunin verða veitt í lok skólaársins, í vor.  Nánari upplýsingar á heimasíðu eTwinning-vikunnar:

www.ask.hi.is/page/etwinning-vika

Kær kveðja,

Guðmundur I. Markússon

Landsskrifstofu eTwinning á Íslandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband