Síðuskóli

Ég ákvað að kíkja á etwinning síðuna og sjá hvort þetta væri ekki enn ein tímasóunin sem haldið er að kennurum.  Annað kom á daginn.  Ég eyddi drjúgum tíma í að skoða verkefni og endaði á að svara tveimur fyrirspurnum og er núna kominn í samstarf með skólum í Frakklandi, Grikklandi og á Ítalíu.  Verkefnið sem liggur fyrir er samræðuverkefni þar sem nemendur ræða málefni sem snerta ungmenni í Evrópu og á að færa þau nær hvert öðru.  Í kjölfarið á þessu verkefni er skólinn kominn með annað verkefni þar sem nemendur í 7.bekk fjalla um vatn sem orkugjafa með nemendum í Frakklandi.

Þetta er algjör snilld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband