Þriðjudagur, 3. október 2006
Etwinning , ný upplifun
Ég kynntist Etwinning í gegnum samstarfskonu og hef unnið tvö verkefni. Ég get ekki annað en mælt með etwinning, ég hef kynnst fullt af kollegum, unnið skemmtileg verkefni og fengið frábærar hugmyndir.
Ég er komin af stað aftur og nú með tvö verkefni samþykkt og tvö verkefni sem fara ekki í gegnum etwinning einfaldlega vegna þess að mörg lönd utan evrópu taka þátt í þeim verkefnum.
Það frábæra við etwinning er twin space, sem að mínu mati þjónar algjörlega vefkennslustofu og einfaldar allt utanumhald.
ég hvet alla til að skrá sig í etwinning og kynna sér síðuna og möguleikana sem þar er að finna.
kv
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir
Varmárskóla Mosfellsbæ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.