Etwinning er öflugur miðill

Sælir Etwinning félagar.

Mig langar til að nota þennan vettvang til að segja stuttlega frá því sem við í Hrafnagilsskóla höfum verið að vinna í sambandi við Etwinning.  Ég skráði mig í fyrra svona eiginlega í gamni, rétt til að skoða innihald Etwinning.  Mér fannst það í fystu ekkert sem hentaði mér sem kennara.  Svo þegar leið á og ég fór að fá óskir um samstarf kom áhuginn meira fram.  Ég ákvað að slá til með verkefni sem tveir kennarar frá Trutnov í Tékklandi höfðu áhuga á að setja af stað en það fólst í því að búa til vef þar sem hægt væri að láta nemendur skrifa um sig, sitt nánasta nágreni, áhugamál og síðan út frá því skrifa um land sitt og þjóð.  Út úr þessu átti að koma banki með upplýsingum um unglinga og lönd í Evrópu.  Þetta tók að hlaða utan á sig og nú eru fjölmargir skólar víðsvegar um Evrópu að skrá sig til leiks. 

Nú um helgina fékk ég þá skemmtilegu frétt frá samstarfsmanni okkar í Tékklandi að verkefnið hefði hafnað í þriðja sæti í landskeppni Etwinning í Tékklandi og hefur verkefnið fengið "eTwinning Quality Label" þar í landi sem mér finnst mikil upphefð.  Jan Manek, kennarinn sem heldur utan um þetta verkefni í Tékklandi skrifaði um þetta á vef verkefnisins www.eurogeography.net .  Ég hvet alla til að lesa þessa tilkynningu á vefnum.  Skólinn þar fékk um 100.000 króna peningaverðlaun sem verður notaður til að kaupa vídeóvél og fleira.
Nemendur okkar Jans Maneks munu síðan hittast á skype og skiptast á spurningum sem nemendur munu velja seinna í vikunni í tilefni Etwinning vikunnar.

Þetta er með skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekið þátt í sem kennari og ég hvet alla kennara til að slá til og prófa.  Það eru miklir möguleikar hér á ferð.

Kær kveðja

Hans Rúnar Snorrason

Hrafnagilsskóla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband