Þriðjudagur, 18. desember 2007
ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR Á NETINU
Taktu þátt í samkeppni á alþjóðlega netöryggisdeginum 2008
- Netið, jákvætt eða neikvætt?
- Eigum við að trúa öllu því sem við sjáum og lesum á Netinu?
- Snúast farsímar bara um að tengja fólk?
- Högum við okkur á annan hátt í netheimum en raunheimum?
Í tilefni af Alþjóðlega netöryggisdeginum, sem haldinn verður í febrúar 2008, verður efnt til nemendasamkeppni undir yfirskriftinni Þú ert það sem þú gerir á Netinu.
Nemendum gefst þá kostur á að koma sínum hugmyndum um Netið og aðra nýmiðla á framfæri með því að framleiða margmiðlunarefni fyrir samkeppnina.
Þátttakendur geta unnið saman í hópum eða tekið þátt sem einstaklingar. Samkeppnin er öllum opin en miðast við aldursflokkana 5-10 ára, 11-14 ára og 15-19 ára.
Markmið samkeppninnar er að fá nemendur til þess að velta fyrir sér málefnum sem snúa að öruggri og jákvæðri notkun Netsins og annarra nýmiðla og framleiða efni sem nýta mætti til jafningjafræðslu.
Samkeppnin er tvíþætt, annars vegar landskeppni þar sem veitt verða verðlaun, bæði einstaklings og hópverðlaun, fyrir bestu verkefnin í hverjum aldursflokki. Hins vegar samevrópsk samkeppni þar sem hvert land tilnefnir eitt verkefni úr hverjum aldursflokki til þátttöku. Í samevrópsku samkeppninni verða veitt 6 verðlaun (sjá nánar á www.saferinternet.org).
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við saft@saft.is og fengið frekari upplýsingar.
Lykildagsetningar:
- 20. janúar 2008: Skráning og efni skilað fyrir lands- og samevrópsku samkeppnina
- 25. janúar 2008: Val á verkefnum sem taka þátt í samevrópskri samkeppni
- 1.-7. febrúar 2008: Atkvæðagreiðsla á Netinu í samevrópsku samkeppninni og dómnefnd velur vinningshafa í landskeppninni
- 12. febrúar 2008: Alþjóðlegi netöryggisdagurinn tilkynning vinningshafa í lands- og samevrópsku samkeppninni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.