etwinning í leikskólanum Furugrund

Mig langar aðeins að segja ykkur frá því að við í leikskólanum Furugrund vorum að byrja í tveimur  Evrópuverkefnum, eTwinning verkefnum. Verkefnin eru ólík að öllu leiti.

Verkefnið 1, 2 Buckle my Shoe er stærðfræðiverkefni sem við leysum með elstu börnunum í EBV verkefnum. Nafnið á verkefninu er heiti á leikskólavísu sem notuð er víða í enskumælandi löndum til þess að kenna börnum að telja. Ég, Fjóla Þorvaldsdóttir hef forgöngu um samskiptin við hin Evrópulöndin sem taka þátt í verkefninu. Núna eru þau orðin níu þjóðlöndin sem taka þátt. Malta, Spánn, Pólland, Ísland, Skotland, England, Litháen, Rúmenía og Írland. Mjög mismunandi menning og kennsluhættir eru í þessum löndum og ákaflega fróðlegt fyrir okkur sem kennara að skiptast á hugmyndum og kynnast öðrum viðhorfum til kennslu.
Sem dæmi þá byrjaði leikskólinn á Möltu ekki fyrr en 1.október vegna hita. Frí er gefið frá því í byrjun júlí og fram að þeim tíma.
Framkvæmd verkefnisins eru þannig að við vinnum öll eftir ákveðnum þemum sem eru mánuð í senn. Núna í október eru börnin að læra að telja og velta fyrir sér númerum, háum tölum og lágum. Okkar börn fóru m.a. í vettvangsferð að heimilum sínum og það voru teknar myndir af hverju og einu fyrir neðan húsnúmerið. Börnin leika sér líka með ýmis viðfangsefni þar sem reynir á talningu og fleiri hugtök í stærðfræði. Í vikunni kom ljósmyndari og tók mynd af þeim við leik með Býfluguna.

Hitt Evrópuverkefnið sem við erum að vinna að heitir The Season og er unnið í samstarfi við leikskóla heitir Catrine Nursery School. Leikskóli sem er í bænum Catrine í East Ayrshire, 30 mílur suður af Glasgow í Skotlandi. Leikskólinn er lítill eins og okkar með 60 börnum sem dvelja þar ýmist fyrir eða eftir hádegi og nokkur allan daginn. Það er Avril Dante leikskólakennari sem er okkar aðal tengiliður og hún og ég munu aðallega sjá um verkefnið. Það verða svo elstu börnin okkar sem eru í skógarferðum sem vinna munu verkefnið með mér. Verkefnið fjallar í megindráttum um það að fylgjast með þeim breytingum sem verða í náttúrunni eftir árstíðum í nágrenni leikskólans og innan leikskólagarðsins. Einnig munum við fylgjast með veðrinu, birtunni og fleiru sem hefur áhrif á okkur mennina.
Við erum einmitt búin að vera að leysa fyrsta verkefnið okkar sem er samkvæmt áætlun októbermánaðar að skoða hvað er undir laufum eða hlutum á jörðinni. Hægt er að sjá skemmtilegt myndbrot hér.  Mér finnst mikilvægt að börnin taki myndirnar sjálf og myndi sér skoðanir á því hvað eigi heima í verkefninu og hvað ekki. Við höfum m.a. verið að fylgjast með breytingum sem verða á trjágöngum sem við förum í gegnum einu sinni í viku.

  

Kær kveðja,

Fjóla Þorvaldsdóttir Furugrund


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eTwinning kennarar

Takk fyrir frábær bloggfærslu! Ómetanlegt að fá þessa innsýn, skemmtilegar myndir -- verður gaman að fylgjast með í vetur.

Bestu kv. Guðmundur 

eTwinning kennarar, 15.10.2007 kl. 09:07

2 Smámynd: eTwinning kennarar

Sæl Fjóla

Frábært verkefni hjá ykkur.  Mér finnst líka svo góð hugmynd að setja myndbandið á YouTube.  Ég ætla að notfæra mér það í næsta verkefni.  Einföld leið til að miðla.

Kveðja

Kolbrún

eTwinning kennarar, 20.10.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband