sérkennsla

Síðastliðið haust var mér boðið á tengslaráðstefnu ´Nottingham vegna etwinningsverkefna í sérkennslu, Ráðstefnan var mjög lærdómsrík og skemmtileg og aðbúnaður frábær. Út úr þessu komust á tengsl milli 5 sérskóla í 5 löndum. Verkefni undir heitinu I am great the way I am sem aðallega byggir á myndum í Photostories forritinu ásamt tónlist. Ég skipti um starf stuttu eftir ráðstefnuna en Martina Brogmus kennari í Öskjuhlíðarskóla tók við verkefninu. Verkefnið er enn í gangi og hefur hlotið landsverðlaun í Hollandi og Austurríki og nú er stefnt á Evrópuverðlaun. Það eru feikna öflugir kennarar í þessum hópi sem drífa þetta áfram og verið mjög spennandi að fylgjast með. Það sem er áhugaverðast er að þarna var fundin leið sem er tiltölulega mjög einföld og hentar mikið fötluðum nemendum og tekur ekki mikinn tíma í hverjum skóla.

Kveðja !

Kristín Arnardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eTwinning kennarar

Sérstaklega gott dæmi um hvað getur komið út tegslaráðstefnum og evrópusamstarfi. Verður afar spennandi að fylgjast með famvindunni!

Kv. Guðmundur 

eTwinning kennarar, 8.10.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband