Ferð til Möltu í maí

Heil og sæl öll

DSC04107Í maí s.l. fékk ég að fara til Möltu á uppskeruhátíð hjá kennurum sem höfðu verið að vinna með eTwinning verkefni. Okkur Ívari (sem hefur skrifað hér á bloggið) var boðið af Guðmundi hjá Alþjóðaskrifstofunni.  Var þetta hin ágætasta ferð og vel heppnuð í alla staði.  Það var mjög gaman að sjá hvernig kennararnir voru að vinna þarna. Mér fannst leiksskólakennararnir öflugir og voru þeir að vinna mjög fjölbreytt og skemmtileg verkefni með krökkunum.  Á myndinni er Emil að veita kennurum verðlaun fyrir verkefni sem stóðu upp úr.

Á ráðstefnunni sýndi Emil okkur forritið PhotoStory 3 fyrir Windows og er ég búin að nota það mikið með mínum nemendum og hef einnig sýnt kennurum í skólanum það og voru þeir fljótir að tileinka sér hvernig það virkaði. Ég mæli með því.  Hér er vefslóðin á þetta forrit (http://www.microsoft.com/downloads/details.aspx?FamilyID=92755126-a008-49b3-b3f4-6f33852af9c1&DisplayLang=en) ég mæli með því að þið skoðið það og notið með nemendum ykkar.

Emil sýndi okkur líka vefsvæði (www.wikispaces.com) þar sem hægt er að láta nemendur búa til vefsíður á mjög einfaldan hátt.  Þetta hef ég líka notað mikið með nemendum og ætla að nota í eTwinning verkefni sem við erum að setja af stað með nemendum okkur í MK núna í november.  En hér er krækja á sýningu sem ég bjó til af ferðinni  til MÖltu og notaði ég Photo Story og Wikispaces til að búa það til. (http://ferdalog.wikispaces.com/H%C3%A9r+er+myndas%C3%BDning+fr%C3%A1+%C3%BEeirri+fer%C3%B0). Þetta er bara smásýnishorn til að sjá hvernig þau virka.

Kolbrún Hjaltadóttir í Menntaskólanum í Kópavogi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband