eTwinningvikur 17. september til 19. október!

Nýr iPod nano frá Apple IMC fyrir tvo heppna kennara!  iPod_nano_nyr_etw_vikur_07.
Þeir kennarar sem skrá sig á tímabilinu fara í lukkupott. Nöfn tveggja heppinna kennara verða dregin út og fá þeir iPod nano af nýrri kynslóð í vinning.
(Þeir sem skráðu sig í upphafi skólaársins verða einnig með.)

Upplýsingar um skráningu á þessari slóð.

Utanlandsferð fyrir tvo kennara!
Þeir kennarar sem stofna eða skrá sig í verkefni á tímabilinu (og þeir sem það hafa gert í upphafi skólaársins) fara í lukkupott. Tveir kennarar verða dregnir út og fá í vinning helgarferð á árlega stórhátíð eTwinning sem haldin verður í Evrópu snemma á næsta ári.
(Þeir sem skráðu sig í verkefni í upphafi skólaársins verða líka með.)

Upplýsingar um leit að samstarfsaðila hér.

Upplýsingar um skráningu verkefnis hér.

Nýrri bók, Learning with eTwinning, dreift um landið!
Hanbókin Learning with eTwinning: A Handbook for Teachers kom út nýlega á vegum miðstöðvar eTwinning í Evrópu. Bókinni verður dreift til allra skóla og allra skráðra kennara.

Landskeppni 2007-2008!
Á þessu skólaári mun Landskrifstofan standa fyrir Landskeppni í annað sinn. Vegleg verðlaun tengd upplýsingatækni verða í boði fyrir sigurverkefnin. Kennurum verður boðið að skrá verkefni til keppni eftir áramótin. Því fyrr sem verkefni komast á laggirnar, því meiri möguleikar á sigri!

Um úrslit síðasta árs, sjá þessa slóð.

Samkeppnir og margt fleira á evrópska vefnum!
Fjöldamargt stendur kennurum til boða á Evrópska eTwinning vefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband