Miðvikudagur, 5. september 2007
Nýtt eTwinning ár að hefjast
heil og sæl og gleðilegt Etwinning ár, nýtt skólaár hafið, ný verkefni og aðrar áherslur, stundum allavega.
Ég er svo lánsöm að stýra eTwinning vali hjá nemendum i 9 og 10 bekk hér í Varmárskóla og við erum að hefa leit að félögum. það var ótrúlegt að setjast niður með 15 ungmennum og setja niður markvissa leit, hvað við vildum fá út úr verkefninu, hvað okkur langaði til að gera og með hverjum við vildum vinna með. Umræður urðu um það hvort við ætluðum að vinna verkefnið sem einstaklingar eða hópur, sumir vildu bara fá sinn félaga en niðurstaðan varð sú að við myndum fara í þetta sem hópur með það að markmið að kynnast fólki annarsstaðar í evrópu.
Útkoma, kennarinn í mér þurfti náttúrulega að blossa upp og ég fór að ræða það mjög fjálglega, þá kom einn úr hópnum og spurði hvort það væri ekki markmið í sjálfu sér að kynnast öðru fólki, stýra leit að félaga og komast í gegnum það að nýta vefinn í að kynnnast. Gat ekki neitað því.
Við erum búin að senda út leit og nokkrir hafa haft samband, nú er spennandi að sjá hvað gerist næsta mánudag í tíma tvö hvernig gengur að koma á samstarfi.
Mér finnst ótrúlega gaman að vera ekki ein í þessu heldur hafa nemendur mína með í vali á félaga eða félögum.
læt heyra frá mér eftir mánudagstímann
eTwinning kveðja
Guðlaug Ósk
Athugasemdir
Skemmtileg og áhugaverð færsla. Gaman að fá innsýn í hvernig þú vinnur með eTwinning í Varmárskóla. Gangi ykkur sem best!
Guðmundur
eTwinning kennarar, 10.9.2007 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.