eTwinning ráðstefna í Lúxemborg frá 19.-21. október 2018

eTwinning ráðsetfna var haldin dagana 19.-21. október undir heitinu ,,Digital Game-Based Learning in the classrom“ í Lúxemborg. Það var ekki hægt að komast til Lúxemborgar þann 19. ef maður tók flug samadægurs frá Íslandi, fór ég því til Frankfurt 18. október og áfram til áfangastaðar sama dag.  Á föstudaginn sl. labbaði ég í miðbænum og  mætti  á ráðstefnuna. Það var kynning um notkun tölvuleikja í kennslu. Eftir það var hópnum skipt í fimm lítla hópa og fengu allir hóparnir tækifæri til að fara á 5 mismunandi stöðvar þar sem allskonar áhugaverð tæki og stafrænir leikir voru kynnt og prófuð. Dagskráin lauk með kvöldmat í hótelinu.

Laugardaginn 20. okt. byrjuðum við snemma og mættum í „Convention hall“ eftir smá kynningu um „storytelling“ var gefið tækifæri til að velja stöðvar eftir áhugasviði og að tala við hugsanlega samstarfsaðila. Ég komst strax í samband við kennara frá Réunion eyju (Frakkland), Tékklandi, Grikklandi og Litháen. Míkið hugmyndaflæði fór í gang. Næst var rætt um hverning og hvenær verkefnið mundi fara af stað. Etwinning verkefnið okkar heitir „Memory Beyond Borders“. Sama kvöld var stafrænn leikur „escape room“ skipulagður fyrir okkur sem var mjög skemmtilegur og við löbbuðum míkið um miðbæinn og enduðum á  fínum veitingastað fyrir kvöldmatin. Á sunnudags morgninum 21. október var verkefnið kynnt og við lögðum af stað heimleiðis eftir hádegið.   

M. Azfar Karim, umsjónarkennari við Grunnb61277962_optskólinn Hellu

b511837a2_opt (1)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband