Miðvikudagur, 5. október 2016
eTwinning tengslaráðstefna í Malmö
Í byrjun september fengum við að taka þátt í tengslaráðstefnu í Malmö, Svíþjóð.
Flogið var út að morgni fimmtudagsins 1. sept. til Kaupmannahafnar. Þaðan er mjög einfalt að taka lest til Malmö.
Þegar til Malmö var komið hittum við hina íslendingana og kynnumst þeim yfir léttum hádegisverði.
Þétt dagskrá var síðan fram á kvöld. Við kvöldverðinn var okkur raðað til borðs þannig að þátttakendur frá sama landi sátu ekki saman. Þetta var skemmtilegt og sköpuðust fjörugar umræður um allt milli himins og jarðar.
Á föstudegi hófst dagskráin klukkan 9 og stóð meira og minna fram á kvöld. Afar fjölbreytt dagskrá með blöndu af fyrirlestrum og verkefnavinnu. Í lok dags höfðu allir fundið sér samstarfsaðila til þess að vinna eTwinning verkefni með.
Laugardagsmorgunn var síðan nýttur til þess að fínstilla verkefnin áður en hver hélt til síns heima.
Dvöldum við áfram í Malmö fram á sunnudag og nutum veðurblíðu og fallegrar borgar.
Áhugavert og skemmtilegt að taka þátt í tengslaráðstefnu eins og þessari.
Takk kærlega fyrir okkur.
Hjördís Jóna og Systa
Álftanesskóla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.