Úrslit og verðlaunaafhending í landskeppni eTwinning!

Kynnt voru úrslit í landskeppni eTwinning um bestu verkefnin á skólaárinu á eTwinning-Comenius vorhátíðinni í Iðnó nú upp úr hádeginu. Veitt voru fyrstu og önnur verðlaun bæði í flokki grunnskóla og framhalsskóla. Fyrstu verðlaun í hvorum flokki voru öflug Acer fartölva og önnur verðlaun glæsileg stafræn Sony myndbandsupptökuvél.

Flokkur framhaldsskóla:
1. Verðlaun:
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
The Effect of Celestial Phenomena in Our Lives
Tveir aðstandenda verkefnisins, Ingileif Oddsdóttir og Kristján Halldórsson, kynntu verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.

2. Verðlaun:
Verzlunarskóli Íslands
Dansk/islansk sprog og kultur
Ingibjörg S. Helgadóttir, kennari í Versló, veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur grunnskóla:
1. Verðlaun:
Síðuskóli
Young Europeans care, discuss, realise ...
Aðalsprauta verkefnisins, Sigurður Freyr Sigurðarson, kynnti verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.

2. Verðlaun:
Varmárskóli
House, city, field, legend: Our European Home
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, kennari í Varmárskóla og frumkvöðull í eTwinning,
kynnti verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.

Myndir af verðlaunahöfum er að finna í þessari frétt á heimasíðunni.

Upplýsingar um verðlaunaverkefnin og önnu eTwinning verkefni með íslenskri þátttöku er að finna á verkefnasíðu heimasíðunnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband