Etwinnning vinnustofur í Limoges, Frakklandi

Við fórum 2 úr Rimaskóla, Guðrún Hjartardóttir og Íris Guðlaugsdóttir, til Limoges í Frakklandi.  Vinnustofan í Limoges snerist um það að koma sér upp tengslaneti við aðra kennara í Evrópu. Þarna voru kennarar frá Íslandi, Frakklandi, Spáni, Belgíu, Slóvakíu, Svíþjóð og Finnlandi. Þetta voru kennarar sem kenndu mismunandi fög á ýmsum skólastigum. Við byrjuðum að fá kynningu um e-twinning verkefnið og möguleika á nýtingu þess. Flestir þarna voru byrjendur. Hópurinn var hristur saman með leikjum og kynningu, þar sem tilgangurinn var að finna út áhugasvið og sameiginlegan flöt til að vinna með. Mikill áhugi var fyrir því að vinna með Íslandi. Það sem réði því með hverjum við ákváðum að vinna með var aldurssamsetning nemenda. Það varð því úr að við fórum í samstarf með 2 frönskum kennurum og 1 spænskum. Stór hluti af tímanum fór í að útfæra verkefni sem mun hefjast næsta haust. Verkefnið My place/your place og gengur út á það að kynnast menningu og landi samstarfsþjóðanna, auk þess að nemendur kynnist sín á milli.

Þetta var mjög gagnleg ferð fyrir okkur, bæði kynntumst við evrópskum kennurum og lærðum heilmikið um það hvernig skólakerfin eru mismunandi á milli landa.  Það var virkilega vel að þessu staðið, allur aðbúnaður og námskeiðið sjálft til fyrirmyndar, að við tölum nú ekki um matinn sem var frábær :)

Guðrún og Íris.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband