etwinning í Helsinki > Multilateral seminar on climate: Helsinki

Ferðin nýttist vel í alla staði en við lögðum af stað á miðvikudegi og notuðum restina af miðvikudeginum og fimmtudaginn til þess að skoða borgina. Við mælum hiklaust með að ferðalangar sem eiga erindi til Helsinki leigji sér hjól og skoði borgina. Svo er sundlaugin á Yrjonkatu algjört must! Þar gefst konum og körlum kostur á því að synda nakin með kynsystrum og bræðrum, þó á aðskildum tímum.Tilgangur ferðarinnar var að sækja námskeið sem fól meðal annars í sér að stofna til samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir. Dagskráin var þétt og tíminn vel nýttur.

Á föstdeginum byrjaði vinnustofan með fyrirlestri um loftslagsmál, hópefli og fyrstu skrefin tekin í því að stofna til samstarfs vegna etwinning verkefna. Matur og drykkur um kvöldið á hótelinu. Laugardagurinn hófst með þremur vinnustofum sem hver og ein tók á mismunandi þætti sem nýtist okkur við úrvinnslu etwinning verkefna. Við tók svo áframhaldandi undirbúningur við mótum etwinning verkefna í samstarfi við viðkomandi hóp. Matur og drykkur á eyjunni Suomalinna um kvöldið. Sunnudagurinn fór í að leggja lokahönd á skráningu verkefna og kynningu á þeim. Einnig fengum við kynningu á Erasmus+ og umsóknarferli þess.

 

Við stofnuðum tvö verkefni í ferðinni:

Verkefnið Knitinternational ásamt skólum í Belgíu og Svíþjóð. Sjá hér: http://desktop.etwinning.net/index.cfm 

Verkefnið How climate changes affects animals and vegetation in our countries. Sjá hér: http://desktop.etwinning.net/index.cfm

 

Takk fyrir okkur Rannís!

Með bestu kveðjum, Hafdís og Hildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband