eTwinning hátíðin í Brussel 23. til 25. feb.

Árlega eTwinning hátíðin var að þessu sinni haldin í Brussel 23. til 25. febrúar síðastliðinn. Yfir 400 manns frá öllum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins, langflestir kennarar, skemmtu sér konunglega, hlýddu á áhugaverða fyrirlestra, tóku þátt í vinnustofum og síðast en ekki síst, hittu aðra kennara og kynntu sér það sem kollegar þeirra eru að gera í eTwinning annarsstaðar í álfunni.

Meðal viðburða var verðlaunaafhending fyrir framúrskarandi eTwinning verkefni; sjá nánar hér:

www.etwinning.net/ww/en/pub/etwinning/news/articles/2007_winners_runnersup.htm 

Fulltrúar Íslands voru:

Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, Varmárskóla, Sigurður Freyr Sigurðarson, Síðuskóla, Hans Rúnar Snorrason, Hrafnagilsskóla, Ingileif Oddsdóttir, FNV, og Kirsten Firðriksdóttir, Verzló. Kennurunum til halds og trausts voru tveir starfsmenn lansskrifstofunnar, undirritaður og Guðrún Sv. Guðmundsdóttir.

Kv. Guðmundur  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eTwinning kennarar

heil og sæl

ég var ein þeirra sem var svo heppin að komast til Brussel

þetta var dáamleg , frábærir ferðafélagar og öll umgjörð til fyrirmyndar.

Og það besta ég hitti nokkra "partneranna" minna s.s. einn spánverjann minn, danann minn og einn bretanna sem ég hef unnið með, og það að fá perónu og mynd á félagann var meira en frábært.

Ég kynntist fullt af fóki og það sem var skemmtilegast og á svosem ekki að koma mér lengur á óvart, alveg eins og ég með sömu væntingar, sömu langanir og svipaðar ef ekki sömu áherslur í kennslu.

flottir fyrirlestrar.

Ég lifi á þessari ferð lengi.

 Áfram eTwinning

Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir 

eTwinning kennarar, 1.3.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband