Þriðjudagur, 20. nóvember 2012
Fréttir frá Aþenu
Ég var svo heppin að fá að taka þátt í PDW-námskeiði fyrir eTwinning fulltrúa í Aþenu núna um miðjan nóvember. Ferðin var bæði ánægjuleg og lærdómsrík. Hótelið okkar var við rætur Acropolis hæðarinnar og við höfðum tíma til að rölta þar um og lifa okkur inn í lífið í Aþenu til forna. Þá var einnig skipulögð heimsókn á Acropolis safnið þar sem mikið af höggmyndum og freskum frá klassíska og forklassíska tímabilinu er varðveitt.
Á námskeiðinu tókum við þátt í fjölda góðra vinnustofa og sóttum áhugaverðar kynningar sem fjölluðu allar á einhvern hátt um "E-learning" . Með aukinni áherslu á breytta kennsluhætti, nýtingu upplýsingatækni og þeirra tækja og tóla sem nemendur vilja helst nota og hugmyndum um "viðsnúna kennskustofu" eða " flipped classroom", mun skólastarfið að einhverju leiti færast í auknum mæli á netið. Við kennarar þurfum þess vegna að fylgjast vel með nýjungum sem auðvelda okkur þennan "viðsnúning". Ég ætla hér á eftir að spjalla aðeins um þær lausnir sem mér þótt hve athygliverðastar á námskeiðinu.
Hugmyndin að baki "flipped classroom" - http://www.flippedclassroom.com/index.php er innlegg á netinu, verkefnavinna í kennslusfotunni, líkan sem er að ganga mjög vel hjá Norðlingaskóla. Þar á bæ eru bæði kennarar og nemendur vopnaðir iPad og nota forrit sem nýtast aðallega og oft aðeins fyrir þær vélar. Á námskeiðinu í Aþenu var hins vegar fjallað um forrit sem hægt er að keyra á allar vélar.
- Til að taka upp það sem fram fer á tölvuskjá ásamt rödd kennarans og uppfæra á vefnum sem myndband:
- Það forrit sem hér virðist vera sett í fyrsta sæti er Camtasia. Camtasia þarf hins vegar að kaupa. Ef það er ekki til í skólanum ykkar þá var mælt með "Screen-O-Matic: http://www.screencast-o-matic.com/. Hægt er að taka upp skjáinn og rödd en einnig í gegnum vefmyndavél. Boðið er upp á fría hýsingu en hvert myndskeið má ekki vera lengra en 15 mínútur. Þá er formið einnig samhæft YouTube og hægt að uppfær beint. Ég hef sjálf prufað þetta forrit og það virkar fínt.
- Glogster og Glogster EDU:
- Skemmtilegt ókeypis forrit til þess að gera teiknimyndasögur. Ókeypis hýsingu á vefnum. "Glog" er eins og gagnvirkt póstkort eða plakat sem getur innihaldið myndir, teikningar, tónlist, tal, vídeo, og texta. Glogster EDU http://edu.glogster.com/what-is-glogster-edu/ er sérsniðið fyrir skólastofuna, kennslu og nám en einnig frítt. Því fylgir sérstök rafræn kennslustofa sem aðeins kennarinn og nemendurnir hafa aðgang að og sitthvað fleira. Á námskeiðinu sýndi kennari frá Portúgal hvernig hún notaði Glogster til þess að auka virkni og áhuga slakari nemenda. Einnig var talað um ComicLab sem er frábært forrit til þess að búa til gagnvirkar teiknimyndasögur. Það kostar þó töluvert - 45 dollara fyrir einta tölvu í 12 mánuði, 650 fyrir skóla með ótakmarkaðri notkun.
- Til að senda út eða streyma út kennslu eða viðburði í rauntíma:
- Hér virðist Acobe Connect vera í uppáhaldi. Það virkar mjög vel en er nokkuð dýrt. Fjarnemar eða þátttakendur sem sitja heima við tölvuna geta komið með spurningar og innlegg. Að sögn kynnanda tekur forritið ekki upp samtímis og það streymir út. Microsoft Lync er annað frábært fjarfunda- og fjarkennsluforrit. Ég hef sjálf unnið í því á tölvunámskeiði sem ég tók hjá Promennt. Skjánum er skipt í tvo helminga. Á öðrum helmingnum gat ég fylgst með því sem kennarinn sendi á tjaldið úr tölvu og á hinum helmingnum sá ég kennarann og það sem gerðist fremst í kennslusfotunni. Ég heyrði einnig vel í kennaranum og þátttakendum á staðnum. Lync fylgir með Microsoft Office Pro Plus 2010 http://office.microsoft.com/en-us/professional-plus/en annars þarf að kaupa það. http://lync.microsoft.com/en-us/Pages/unified-communications.aspx. Google Hangout er notað í auknum mæli til fjarfunda og fjarkennslu. Þar er kominn nýr "fidus" On Air sem gefur möguleika á að streyma út viðburði í gegnum vefmyndavél. Ókeypis eins og allt sem viðkemur Google.
- Google Forum
- Einn kennari sýndi hvernig hún notar Google Forum til þess að kanna hvort nemendur hlusta á innlegg sem hún setur á vefinn. Vert að kynna sér þetta forrit. Það er notað til minni viðhorfskannana en gefur ekki eins marga möguleika á úrvinnslu eins og t.d. SurveyMonkey. En - frítt!
- WallWisher - gagnvirk tafla á netinu
- Auðvelt, skemmtilegt - og FRÍTT. Þú stofnar "vegg" og sendir eða gefur nemendum slóðina. Þeir þurfa ekki einu sinni aðgangsorð, því slóðin liggur aðeins að veggnum sem þú vart að búa til. Nemendur smella á vegginn og segja skoðun sína eða setja inn mynd eða vídeó. Frábært fyrir hugarflæði (brain storming), til að skrifa saman sögu eða segja frá niðurstöðum hópvinnu. http://wallwisher.com/ Kennslumyndband: http://www.youtube.com/watch?v=fAEc_6QfhT8&feature=related
Vona að einhver hafi gagn og gaman af þessari stuttu samantekt. - En ferðin var stórkostleg, Aþena falleg, veður þægilegt og góðir ferðafélagar. Auk þess kynntumst við skemmtilegu fólki frá mismunandi löndum sem við munum halda sambandi við á eTwinning.
Takk fyrir mig - og góðar kveðjur að austan,
Sigrún Egilsstöðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.