Mánudagur, 11. júní 2012
Hvað gerir okkur hamingjusöm?
Komið þið sælir lesendur góðir.
Jóhann Björnsson heiti ég og kenni við Réttarholtsskóla. Ég sótti etwinning tengslafund í Reims í Frakklandi í lok maí. Ég hafði hug á því að reyna að komast í samstarf við fólk sem væri að fást við heimspeki, siðfræði, gagnrýna hugsun eða samræður í kennslustundum. Ekki var að finna fólk sem var á þessari línu þannig að það var ekki ýkja bjart útlitið til að byrja með. En þegar við fórum að ræða saman og skoða málin þá duttum við fjögur niður á spennandi verkefni sem heimspekikennari úr Réttó var afskaplega sáttur við. Verkefnið heitir á ensku: "What makes me happy?" Gengur það út á að skoða hamingjuhugtakið með nemendum í fjórum skólum í þremur löndum. Kennararnir eru enskukennarar, einn frá Finnlandi (Lapplandi) og tveir frá Frakklandi auk mín. Enskukennarnar voru meira en fúsir til að fara í svona heimspekilega vinnu enda sögðust þeir vel geta fjallað um hvað sem er á ensku. Verkefnið mun verða unnið allan næsta vetur í einum hópi við Réttarholtsskóla. Það verður ákveðið í haust hvaða hópur verður fyrir valinu. Lokamarkmið verkefnisins eftir ákveðið ferli er að nemendur komi með sína eigin skilgreiningu á hamingju og þannig getum við séð hvort hamingjuhugtakið er sambærilegt í þessum þremur löndum og fjórum skólum.
Þeir sem vilja forvitnast um framgang verksins geta sett sig í samband við mig með tölvupósti johannbjo@gmail.com. Fréttir af verkefninu verður hægt að finna í haust og næsta vetur á vefslóðinni http://heimspekismidja.wordpress.com
Jóhann Björnsson
Athugasemdir
Merkilegt, ég var spurð að því í gær hvað það væri sem gerði mig hamingjusama. Þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með. Er hægt að skrá sig á póstlista?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.6.2012 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.