Að lokinni Brusselferð

Það varð lítið úr efndum hjá okkur um meira blogg strax á öðum degi ráðstefnunnar í Brussel. Það var einfaldlega of mikið að gera. En nú erum við báðar komnar heim og næsta verkefni að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem til okkar streymdu. Í stuttu máli var þessi ráðstefna gagnleg, skemmtileg og áhugaverð. Áðurnefndur fyrirlestur Kevins McCabe frá Liverpool stendur upp úr í okkar huga sem hvetjandi og örvandi innlegg til að hugsa um og vinna úr. Annar besti þáttur ráðstefnunnar að okkar mati var að hitta og kynnast kollegum frá fjölmörgum löndum, ræða kennslufræðileg efni, viðra hugmyndir og njóta samvista. Hugmyndaflæðið var gífurlegt og hópurinn virtist almennt ná vel saman. Þetta voru 95 kennarar frá rúmlega tuttugu löndum og okkur var yfirleitt skipt í tvo hópa, kennara eldri og yngri nemenda. Hvorum hópi var svo skipt í nokkra minni hópa í verkefnavinnu. Fjölmargar hugmyndir að verkefnum fæddust í þessari vinnu og voru útfærðar að nokkru leyti en okkur þótti þó heldur mikil áhersla lögð á að stofna verkefni þar og þá. Við hefðum viljað fá meiri vinnu inni á síðunni og meiri og ítarlegri kynningu á því sem þar er í boði, helst með góðum æfingum.Við munum báðar kynna eTwinning á okkar vinnustöðum sem allra fyrst og hvetja samkennara okkar til að skoða og prófa. Inga Rósa er þegar komin af stað með verkefni, verkefni sem var reyndar komið í gang áður en ráðstefnan var haldin en þátttaka í ráðstefnunni jók kjark til að hella sér af fullum þunga af stað. Á ráðstefnunni lagði hún einnig drög að litlu verkefni í samstarfi við kollega í Búlgaríu. Fyrirhugað er að það verkefni verði keyrt í febrúar.

Þetta var sem sagt skemmtleg og gagnleg ferð og við þökkum kærlega fyrir okkur.

Inga Rósa og Íris Mjöll

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband