Föstudagur, 18. nóvember 2011
eTwinning ráðstefna í Brussel 17. - 19. nóvember 2011
Fréttir frá eTwinning ráðstefnu í Brussel 17 19. nóvember 2011.
Fulltrúar Íslands: Íris Mjöll Ólafsdóttir frá Menntaskólanum í Kópavogi, Inga Rósa Þórðardóttir frá Foldaskóla í Reykjavík. Þátttakendur eru 95 talsins frá 22 Evrópulöndum.
Ráðstefnan hófst með hvatningarráðu Kevins McCabe rá Liverpool þar sem hann benti kennurum á nauðsyn þess að opna heiminn fyrir nemendum. Hann líkti veröld okkar við kassa sem fram til þessa hefði verið frekar lítill og heldur lokaður. Það væri hins vegar hlutverk kennara nú á tímum að opna kassann og hjálpa nemendum að fóta sig í nýrri veröld með nýrri tækni. Á fyrsta degi ráðstefnunnar var að öðru leyti lögð mikil áhersla á að þátttakendur kynntust í gegnum hópefli og með leikjum af ýmsu tagi. Þátttakendur eru skrafhreifnir og félagslyndir og það sýndi sig ekki síst í kvöldverði þar sem margt var spjallað og skrafað. Hér eignast fólk nýja vini og skipuleggur verkefni með nemendum.
Meira á morgun, kveðjur frá Brussel,
Inga Rósa og Íris Mjöll
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.