Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Góð kynning í Brekkubæjarskóla
Sæl.
Í gær fór ég til Akraness til að kynna eTwinning í Brekkubæjarskóla. Stór hópur starfsmanna eða um 45 manns hlýddu á kynninguna og sýndu mikinn áhuga. Góðar spurningar voru bornar upp sem leiddu til umræðu um ágæti eTwinning sem samstarfsvettvangs. Það er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim frá Akranesi beið mín vinabeiðni í eTwinning frá nýjum notanda í Brekkubæjarskóla og í dag barst mér önnur þaðan. Þetta kallar maður góð viðbrögð!
Bestu kveðjur,
Guðný
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.