Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Kynningar halda áfram
Góðan daginn,
í dag var kynningarherferðinni á Norðurlandi beint að Grenivík þar sem mér var boðið að koma á kennarafund sem ég og gerði. Vel var tekið á móti mér og voru kennarar á Grenivík afar áhugasamir og spurðu mikið út í verkefni og fleira. Grenivíkurskóli hefur ekki verið í e-twinning en eftir þessa kynningu sem ekki var haldin fyrir daufum eyrum kæmi mér ekki á óvart að sjá Grenivíkurskóla í gagnagrunni kerfisins.
Grenivíkurskóli er dæmigerður skóli að mínu mati fyrir e-twinning, eini skólinn í bæjarfélaginu og langt að sækja samstarfsskóla í hin ýmsu verkefni sem skólanum liggja á hjarta. E-twinning kemur til með að stytta vegalengdir sem þarf að fara í samstarfið og vonandi verður samstarfið að sama skapi fjölbreyttara en ef nágrannaskólar taka sig saman um að vinna verkefni.
Ég vona að minnsta kosti að kynningin hafi skilað nógu miklu til að kennarar í skólanum kanni málið og fái mig þá e.t.v. í heimsókn aftur með verklega kennslu utan kerfis.
Þar til næst,
Bibbi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.