Þriðjudagur, 15. nóvember 2011
Frábær dagur á Grundarfirði
Sælir eTwinnarar.
Í dag var ég á Grundarfirði og kynnti þar eTwinning í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Grunnskóla Grundarfjarðar. Kynningarnar gengu vel og allir kennararnir voru mjög áhugasamir. Fólk var sammála um að eTwinning væri áhugaverður vettvangur til þess að eiga samskipti við aðra kennara í Evrópu og til þess að gera verkefni með þeim og nemendum þeirra. Endurmenntunarhluti eTwinning vakti einnig athygli sem og gagnabankinn sem þar er að finna.
Það var gaman að koma til Grundarfjarðar og fékk ég mjög góðar móttökur hjá kennurum Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Grunnskóla Grundarfjarðar.
Bestu kveðjur,
Guðný Ester
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.